Skuldaraskattur Davíð Þorláksson skrifar 9. október 2019 07:45 Árið 2010 var sérstakur skattur lagður á fjármálafyrirtæki m.a. til að afla ríkinu tekna til að vega upp á móti tapi þess vegna fjármálahrunsins. Hinir nýstofnuðu bankar áttu að greiða fyrir tjónið sem þeir sem fóru í þrot ollu, eins sérstakt og það nú er. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Bankaskatturinn er lagður á skuldir bankanna sem gerir það að verkum að fjármagnskostnaður þeirra hækkar sem eykur kostnað þeirra við lánveitingar. Sá kostnaður endar óhjákvæmilega hjá lántakendum bankanna; heimilum og fyrirtækjum. Bankarnir eru í harðri samkeppni um húsnæðislán við lífeyrissjóðina, sem þurfa ekki að greiða bankaskatt og geta leyft sér að gera strangar kröfur. Stærri fyrirtæki eiga kost á að fjármagna sig með útgáfu skuldabréfa, sem bera ekki bankaskatt, og hjá lánveitendum erlendis. Bankaskattar eru mun hærri á Íslandi en í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Þetta er því ójafn leikur. Það eru því fyrst og fremst heimili og lítil og meðalstór fyrirtæki sem á endanum borga bankaskattinn. Áætlað hefur verið að sérskattar á banka jafngildi um 0,5-0,55% aukaálagi á vexti. Það þýðir að heimili sem skuldar 30 milljónir króna gæti verið að greiða um 150 þúsund krónur í bankaskatt á ári. Á sama tíma eru aðilar vinnumarkaðarins að reyna að lækka vexti með Lífskjarasamningnum. Nú liggur fyrir frumvarp frá ríkisstjórninni þar sem bankaskatturinn er lækkaður lítillega á löngum tíma. Það er spurning hvort ekki væri réttara að breyta nafni skattsins á meðan og kalla hann sínu rétta nafni: Skuldaraskattinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Árið 2010 var sérstakur skattur lagður á fjármálafyrirtæki m.a. til að afla ríkinu tekna til að vega upp á móti tapi þess vegna fjármálahrunsins. Hinir nýstofnuðu bankar áttu að greiða fyrir tjónið sem þeir sem fóru í þrot ollu, eins sérstakt og það nú er. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Bankaskatturinn er lagður á skuldir bankanna sem gerir það að verkum að fjármagnskostnaður þeirra hækkar sem eykur kostnað þeirra við lánveitingar. Sá kostnaður endar óhjákvæmilega hjá lántakendum bankanna; heimilum og fyrirtækjum. Bankarnir eru í harðri samkeppni um húsnæðislán við lífeyrissjóðina, sem þurfa ekki að greiða bankaskatt og geta leyft sér að gera strangar kröfur. Stærri fyrirtæki eiga kost á að fjármagna sig með útgáfu skuldabréfa, sem bera ekki bankaskatt, og hjá lánveitendum erlendis. Bankaskattar eru mun hærri á Íslandi en í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Þetta er því ójafn leikur. Það eru því fyrst og fremst heimili og lítil og meðalstór fyrirtæki sem á endanum borga bankaskattinn. Áætlað hefur verið að sérskattar á banka jafngildi um 0,5-0,55% aukaálagi á vexti. Það þýðir að heimili sem skuldar 30 milljónir króna gæti verið að greiða um 150 þúsund krónur í bankaskatt á ári. Á sama tíma eru aðilar vinnumarkaðarins að reyna að lækka vexti með Lífskjarasamningnum. Nú liggur fyrir frumvarp frá ríkisstjórninni þar sem bankaskatturinn er lækkaður lítillega á löngum tíma. Það er spurning hvort ekki væri réttara að breyta nafni skattsins á meðan og kalla hann sínu rétta nafni: Skuldaraskattinn.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar