Skattskýrslur Trump skulu afhentar saksóknurum Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2019 13:31 Trump hefur staðfastlega neitað að birta skattskýrslur sínar og barist gegn kröfum þess efnis með kjafti og klóm. AP/Evan Vucci Alríkisdómstóll hafnaði rökum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að hann njóti friðhelgi gegn sakamálarannsóknum og úrskurðaði að saksóknarar í New York skuli fá skattskýrslur hans og fyrirtækis hans undanfarinna átta ára afhentar. Áfrýjunardómstóll frestaði áhrifum úrskurðarins. Saksóknarar í New York kröfðust skattskýrslna forsetans með stefnu frá endurskoðunarfyrirtækinu Mazars USA fyrir mánuði. Krafan tengist rannsókn þeirra á því hvort að Trump og fyrirtæki hans hafi brotið lög þegar þau endurgreiddu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanni Trump, vegna þagnargreiðslna hans til klámmyndaleikkonu sem sagðist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Dómsmálaráðuneytið studdi forsetann í málinu sem hann höfðaði til að koma í veg fyrir að þurfa að afhenda skattskýrslurnar. Alríkisdómari hafnaði rökum þeirra um að sitjandi forseti njóti friðhelgi gegn sakamálarannsóknum og sagði þau „andstæð stjórnskipan þjóðarinnar og stjórnarskrárlegum gildum“. Forsetar, fjölskyldur þeirra og fyrirtæki væru ekki yfir lögin hafin, að því er New York Times hefur upp úr dómnum. Lögmenn Trump höfðu einnig fært rök fyrir því að það ylli Trump „óbætanlegum skaða“ yrðu skattskýrslur hans og fyrirtækis hans gerðar opinberar. Ólíkt fyrri Bandaríkjaforsetum hefur Trump hvorki birt skattskýrslur sínar né slitið tengsl við fyrirtæki sín. Í kosningabaráttunni bar hann fyrir sig að yfirvöld væru að endurskoða skattskýrslur hans þrátt fyrir að yfirvöld segðu það ekki standa í vegi þess að hann birtir skýrslurnar. Trump nýtur áfram ágóða af rekstri fyrirtækjanna sem tveir synir hans stýra. Demókratar hafa höfðað önnur dómsmál til að fá upplýsingar um hvort að forsetinn brjóti mögulega lög sem banna honum að taka við gjöfum eða sporslum frá erlendum þjóðarleiðtogum með viðskiptum fyrirtækja í hans eigu við erlend ríki.Uppfært 15:06 Áfrýjunardómstóll féllst á kröfu lögmanna Trump um að fresta réttaráhrifum úrskurðarins á meðan áfrýjun þeirra er tekin fyrir, að sögn AP-fréttastofunnar. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump höfðar mál vegna skattskýrslulöggjafar Donald Trump og Repúblikanaflokkurinn höfða nú mál gegn Kaliforníuríki eftir að löggjöf sem kveður á um að forsetaframbjóðendur þurfi að birta skattskýrslur sínar, vilji þeir taka þátt í forvali forsetakosninga í ríkinu, var samþykkt. 7. ágúst 2019 08:43 Saksóknarar krefjast skattagagna Trump Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. 16. september 2019 23:56 Pence sakaður um að fóðra vasa Trump í Írlandsheimsókn Starfsmannastjóri bandaríska varaforsetans segir hann gista á hóteli Trump á Írlandi að uppástungu forsetans sjálfs. 3. september 2019 19:48 Trump áfrýjar úrskurði um aðgang þingsins að fjárhagsupplýsingum Málareksturinn varðar stefnur Bandaríkjaþings til Deutsche Bank og Capital One um gögn um Trump, fjölskyldu hans og fyrirtæki. 24. maí 2019 16:46 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Alríkisdómstóll hafnaði rökum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að hann njóti friðhelgi gegn sakamálarannsóknum og úrskurðaði að saksóknarar í New York skuli fá skattskýrslur hans og fyrirtækis hans undanfarinna átta ára afhentar. Áfrýjunardómstóll frestaði áhrifum úrskurðarins. Saksóknarar í New York kröfðust skattskýrslna forsetans með stefnu frá endurskoðunarfyrirtækinu Mazars USA fyrir mánuði. Krafan tengist rannsókn þeirra á því hvort að Trump og fyrirtæki hans hafi brotið lög þegar þau endurgreiddu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanni Trump, vegna þagnargreiðslna hans til klámmyndaleikkonu sem sagðist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Dómsmálaráðuneytið studdi forsetann í málinu sem hann höfðaði til að koma í veg fyrir að þurfa að afhenda skattskýrslurnar. Alríkisdómari hafnaði rökum þeirra um að sitjandi forseti njóti friðhelgi gegn sakamálarannsóknum og sagði þau „andstæð stjórnskipan þjóðarinnar og stjórnarskrárlegum gildum“. Forsetar, fjölskyldur þeirra og fyrirtæki væru ekki yfir lögin hafin, að því er New York Times hefur upp úr dómnum. Lögmenn Trump höfðu einnig fært rök fyrir því að það ylli Trump „óbætanlegum skaða“ yrðu skattskýrslur hans og fyrirtækis hans gerðar opinberar. Ólíkt fyrri Bandaríkjaforsetum hefur Trump hvorki birt skattskýrslur sínar né slitið tengsl við fyrirtæki sín. Í kosningabaráttunni bar hann fyrir sig að yfirvöld væru að endurskoða skattskýrslur hans þrátt fyrir að yfirvöld segðu það ekki standa í vegi þess að hann birtir skýrslurnar. Trump nýtur áfram ágóða af rekstri fyrirtækjanna sem tveir synir hans stýra. Demókratar hafa höfðað önnur dómsmál til að fá upplýsingar um hvort að forsetinn brjóti mögulega lög sem banna honum að taka við gjöfum eða sporslum frá erlendum þjóðarleiðtogum með viðskiptum fyrirtækja í hans eigu við erlend ríki.Uppfært 15:06 Áfrýjunardómstóll féllst á kröfu lögmanna Trump um að fresta réttaráhrifum úrskurðarins á meðan áfrýjun þeirra er tekin fyrir, að sögn AP-fréttastofunnar.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump höfðar mál vegna skattskýrslulöggjafar Donald Trump og Repúblikanaflokkurinn höfða nú mál gegn Kaliforníuríki eftir að löggjöf sem kveður á um að forsetaframbjóðendur þurfi að birta skattskýrslur sínar, vilji þeir taka þátt í forvali forsetakosninga í ríkinu, var samþykkt. 7. ágúst 2019 08:43 Saksóknarar krefjast skattagagna Trump Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. 16. september 2019 23:56 Pence sakaður um að fóðra vasa Trump í Írlandsheimsókn Starfsmannastjóri bandaríska varaforsetans segir hann gista á hóteli Trump á Írlandi að uppástungu forsetans sjálfs. 3. september 2019 19:48 Trump áfrýjar úrskurði um aðgang þingsins að fjárhagsupplýsingum Málareksturinn varðar stefnur Bandaríkjaþings til Deutsche Bank og Capital One um gögn um Trump, fjölskyldu hans og fyrirtæki. 24. maí 2019 16:46 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Trump höfðar mál vegna skattskýrslulöggjafar Donald Trump og Repúblikanaflokkurinn höfða nú mál gegn Kaliforníuríki eftir að löggjöf sem kveður á um að forsetaframbjóðendur þurfi að birta skattskýrslur sínar, vilji þeir taka þátt í forvali forsetakosninga í ríkinu, var samþykkt. 7. ágúst 2019 08:43
Saksóknarar krefjast skattagagna Trump Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. 16. september 2019 23:56
Pence sakaður um að fóðra vasa Trump í Írlandsheimsókn Starfsmannastjóri bandaríska varaforsetans segir hann gista á hóteli Trump á Írlandi að uppástungu forsetans sjálfs. 3. september 2019 19:48
Trump áfrýjar úrskurði um aðgang þingsins að fjárhagsupplýsingum Málareksturinn varðar stefnur Bandaríkjaþings til Deutsche Bank og Capital One um gögn um Trump, fjölskyldu hans og fyrirtæki. 24. maí 2019 16:46