Sókninni gegn EES hrundið Davíð Stefánsson skrifar 7. október 2019 07:00 Starfshópur sem utanríkisráðherra skipaði að beiðni þrettán þingmanna um mat á EES-samningnum skilaði skýrslu sinni í vikunni. Verkefnið var að leggja mat á ávinning Íslands af þátttökunni í EES-samstarfinu. Vandað var til verka hjá starfshópnum undir forystu Björns Bjarnasonar, fyrrverandi ráðherra. Rætt var við 147 manns frá fjórum ríkjum, aðildin sett í sögulegt samhengi, og ítarlega farið yfir flesta þætti framkvæmdar EES-samningsins. Niðurstaða skýrslunnar er mjög eindregin: Aðild að innri markaði Evrópu hefur verið Íslandi mikið gæfuspor. Án EES-samningsins væri hætta á einangrun, stöðnun og afturför í íslensku þjóðlífi. Með þátttöku í innri markaði Evrópu tók íslenskt þjóðfélag miklum stakkaskiptum. Í aldarfjórðung hefur fólki og fyrirtækjum verið tryggð jöfn staða, lagalegur grunnur og fyrirsjáanleiki. Stuðlað hefur verið að nýsköpun, samkeppnishæfni og velsæld. Átakanleg umræðan um þriðja orkupakkann sýndi að ýmsir stjórnmálamenn sáu eingöngu ásælni erlendra þjóða í stað tækifæra til samstarfs. Skýrslan segir aðkomu Íslendinga að fagstofnunum Evrópusambandsins ekki ögrun við þjóðina heldur tækifæri til aukinna áhrifa á mótun mála innan EES. Þar segir einnig að með fjölþjóðasamvinnu gætum við mun betur íslenskra hagsmuna en með gerð tvíhliða samninga. EES myndar ramma fyrir víðtæka lögbundna fjölþjóðlega samvinnu í Evrópu: „Einstakir tvíhliða samningar eru, þótt mikilvægir séu, aldrei jafngildir aðild að fjölþjóðlegu markaðsbandalagi. … Sameiginlegar leikreglur viðskipta með viðurkenndum gjaldmiðli skapa skilvirkni og stuðla að framþróun atvinnulífs.“ Þetta fer gegn þeirri furðulegu stefnu margra forystumanna íslenskra stjórnmála að alþjóðatengsl Íslands eigi að byggjast að mestu á tvíhliða samningum. Lítið fer nú fyrir öllum tækifærunum við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Þeir sem óskuðu eftir skýrslunni ráku flestir harða andstöðu gegn þriðja orkupakkanum. Þar lögðust allir á eitt: Morgunblaðið, hávær harðlínuöfl í Sjálfstæðisflokknum og Miðflokkurinn. Þar drógu talsmenn einangrunar og þjóðrembu í efa nauðsyn alþjóðasamvinnu og fundu sér stöðugt tilefni til að mótmæla alþjóðlegum skuldbindingum og Evrópusamvinnu. En þessi barátta hefur haft þveröfugar afleiðingar. Sókninni var hrundið og það staðfest sem kannanir hafa sýnt að drjúgur meirihluti Íslendinga telur hagsæld landsins byggjast að miklu leyti á alþjóðlegri samvinnu. Skipbrot æsingamannanna er algjört. Ef eitthvað er hefur stuðningur við aðild að innri markaði Evrópu aukist. Samsæriskenningar stóðust ekki rök sem byggðust á málefnalegri þekkingu og yfirvegun. Þar er skýrslan um EES sterkt framlag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Starfshópur sem utanríkisráðherra skipaði að beiðni þrettán þingmanna um mat á EES-samningnum skilaði skýrslu sinni í vikunni. Verkefnið var að leggja mat á ávinning Íslands af þátttökunni í EES-samstarfinu. Vandað var til verka hjá starfshópnum undir forystu Björns Bjarnasonar, fyrrverandi ráðherra. Rætt var við 147 manns frá fjórum ríkjum, aðildin sett í sögulegt samhengi, og ítarlega farið yfir flesta þætti framkvæmdar EES-samningsins. Niðurstaða skýrslunnar er mjög eindregin: Aðild að innri markaði Evrópu hefur verið Íslandi mikið gæfuspor. Án EES-samningsins væri hætta á einangrun, stöðnun og afturför í íslensku þjóðlífi. Með þátttöku í innri markaði Evrópu tók íslenskt þjóðfélag miklum stakkaskiptum. Í aldarfjórðung hefur fólki og fyrirtækjum verið tryggð jöfn staða, lagalegur grunnur og fyrirsjáanleiki. Stuðlað hefur verið að nýsköpun, samkeppnishæfni og velsæld. Átakanleg umræðan um þriðja orkupakkann sýndi að ýmsir stjórnmálamenn sáu eingöngu ásælni erlendra þjóða í stað tækifæra til samstarfs. Skýrslan segir aðkomu Íslendinga að fagstofnunum Evrópusambandsins ekki ögrun við þjóðina heldur tækifæri til aukinna áhrifa á mótun mála innan EES. Þar segir einnig að með fjölþjóðasamvinnu gætum við mun betur íslenskra hagsmuna en með gerð tvíhliða samninga. EES myndar ramma fyrir víðtæka lögbundna fjölþjóðlega samvinnu í Evrópu: „Einstakir tvíhliða samningar eru, þótt mikilvægir séu, aldrei jafngildir aðild að fjölþjóðlegu markaðsbandalagi. … Sameiginlegar leikreglur viðskipta með viðurkenndum gjaldmiðli skapa skilvirkni og stuðla að framþróun atvinnulífs.“ Þetta fer gegn þeirri furðulegu stefnu margra forystumanna íslenskra stjórnmála að alþjóðatengsl Íslands eigi að byggjast að mestu á tvíhliða samningum. Lítið fer nú fyrir öllum tækifærunum við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Þeir sem óskuðu eftir skýrslunni ráku flestir harða andstöðu gegn þriðja orkupakkanum. Þar lögðust allir á eitt: Morgunblaðið, hávær harðlínuöfl í Sjálfstæðisflokknum og Miðflokkurinn. Þar drógu talsmenn einangrunar og þjóðrembu í efa nauðsyn alþjóðasamvinnu og fundu sér stöðugt tilefni til að mótmæla alþjóðlegum skuldbindingum og Evrópusamvinnu. En þessi barátta hefur haft þveröfugar afleiðingar. Sókninni var hrundið og það staðfest sem kannanir hafa sýnt að drjúgur meirihluti Íslendinga telur hagsæld landsins byggjast að miklu leyti á alþjóðlegri samvinnu. Skipbrot æsingamannanna er algjört. Ef eitthvað er hefur stuðningur við aðild að innri markaði Evrópu aukist. Samsæriskenningar stóðust ekki rök sem byggðust á málefnalegri þekkingu og yfirvegun. Þar er skýrslan um EES sterkt framlag.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar