Að pússa annan skóinn á meðan migið er í hinn Björn Hákon Sveinsson skrifar 2. október 2019 11:15 Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Framsóknarflokksins hefur haft gaman að því síðustu daga að stilla gagnrýni minni á samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins upp sem andstæðum pól við þá sem hrópa hvað hæst „aðför, aðför“ þegar leggja á fjármagn í eitthvað annað en samgöngumannvirki fyrir fólk sem keyrir að jafnaði eitt í fyrirferða miklum bílum.Andstæður póll við þá sem vilja ekki sjá neitt annað en einkabílinn væri að útrýma einkabílnum af götunum og ef Sigurður Ingi hefur skilið gagnrýni mína þannig, þá hefur hann hreinlega ekki skilið hana. Hver sá sem segir að möguleikar mismunandi ferðamáta séu jafnir í dag kýs einfaldlega ekki að sjá þá skekkju sem er í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins. Á næstu 15 árum er stefnan að setja jafn mikið fjármagn í hraðbrautarskipulag fyrir einkabílinn annars vegar, og alla aðra samgöngumáta hins vegar. Þetta kallast að viðhalda áratugalangri skekkju. Hver veit, ef nánast allt samgöngufjármagn síðustu 60 ára hefði farið í sérakreinar Strætó og hjóla- og göngustíga væri ég kannski að berjast fyrir jafnræði í hina áttina. Væri mögulega heiðursmeðlimur í FÍB. En af hverju að gagnrýna samgöngusáttmála sem inniheldur meiri framkvæmdir í þágu almenningssamgangna en nokkru sinni áður? Einfaldlega vegna þess að við þurfum að minnka umferð. Vegna heilsufarsáhrifa, áhrifa á nær- og fjærumhverfið auk þess sem Ísland hefur beinlínis skuldbundið sig til þess með Parísarsáttmálanum og mun að öllum líkindum sæta háum sektum ef við náum ekki settum markmiðum um minnkun í útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Margt í samgöngusáttmálanum vinnur að þessum markmiðum og það mjög vel. Borgarlína mun auka valmöguleika fólks í almenningssamgöngum, hjóla- og göngustígar munu einnig gera það. En, að ætla að bjóða einni bíl-háðustu þjóð í heimi upp á að það verði auðveldara að keyra allra sinna ferða mun að öllum líkindum gera það að verkum að aðrir samgöngumátar verða síður nýttir. Fjöldi nýrra einstaklinga koma út í umferðina á hverju ári á höfuðborgarsvæðinu, bæði vegna aldurs og flutninga hingað. Hvaða samgöngumáta munu þeir kjósa þegar þeir sjá breikkandi vegi, mislæg gatnamót, stokka og fleira verða að veruleika? Tafirnar sem fólk upplifir í dag verða enn verri að 15 árum liðnum ef allir kjósa bílinn. Með hverjum ökumanni, sem sér kost sinn vænstan í því að hætta, eða byrja ekki, að aka og nota í staðin almenningssamgöngur, ganga eða hjóla ‑ skilur það eftir meira pláss fyrir þau sem vilja, eða þurfa nauðsynlega, að nota einkabíl. Ég vona, og endurtek að ég vona innilega, að þetta gangi allt saman upp og mikill fjöldi fólks muni kjósa að nýta nýja möguleika í samgöngum. Ég er hins vegar smeykur um að á meðan við pússum annan skóinn og mígum í hinn, þá muni fjárfesting upp á rúmlega 60 milljarða ekki skila sér í góðri nýtingu. Ég vil að lokum óska öllum íbúum höfuðborgarsvæðisins innilega til hamingju með fjármögnun stórs hluta Borgarlínu á næstu 15 árum og betri tengingu hjóla- og göngustíga. Við getum þakkað stjórnmálafólkinu sem vann að þessu kærlega fyrir þann hluta samningsins. Með betri innviðum, þjónustu og þ.a.l. nýtingu getum við auðveldað þeim sem þurfa að nýta sér einkabílinn að komast sinna leiða án umferðarteppa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjólreiðar Reykjavík Samgöngur Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fóturinn tekinn af vegna tannpínu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Á ábyrgð okkar allra Grímur Grímsson skrifar Skoðun „Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga“ Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Hin íslenska láglaunastefna Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Mikilvægasta kosningamálið Hrafnkell Guðnason skrifar Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Hefur Sjálfstæðisflokkurinn hækkað eða lækkað skatta? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Ég gef kost á mér sem rödd launafólks á Alþingi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Barátta í áratugi fyrir auknu starfsnámi Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Plan í skipulags- og samgöngumálum í lítilli bílaborg Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir,Guðrún Halla Finnsdóttir,Hjörtur Sigurðsson skrifar Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Rúnkviskubit, hnífaburður og jafnréttismál Tryggvi Hallgrímsson skrifar Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Þrúgandi góðmennska Kári Allansson skrifar Skoðun Fúskið, letin, hugleysið og spillingin Björn Þorláksson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Við viljum ekki rauð jól Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir ykkur Elín Fanndal skrifar Skoðun Stöndum saman um velferð því örorka fer ekki í manngreinarálit María Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Framsóknarflokksins hefur haft gaman að því síðustu daga að stilla gagnrýni minni á samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins upp sem andstæðum pól við þá sem hrópa hvað hæst „aðför, aðför“ þegar leggja á fjármagn í eitthvað annað en samgöngumannvirki fyrir fólk sem keyrir að jafnaði eitt í fyrirferða miklum bílum.Andstæður póll við þá sem vilja ekki sjá neitt annað en einkabílinn væri að útrýma einkabílnum af götunum og ef Sigurður Ingi hefur skilið gagnrýni mína þannig, þá hefur hann hreinlega ekki skilið hana. Hver sá sem segir að möguleikar mismunandi ferðamáta séu jafnir í dag kýs einfaldlega ekki að sjá þá skekkju sem er í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins. Á næstu 15 árum er stefnan að setja jafn mikið fjármagn í hraðbrautarskipulag fyrir einkabílinn annars vegar, og alla aðra samgöngumáta hins vegar. Þetta kallast að viðhalda áratugalangri skekkju. Hver veit, ef nánast allt samgöngufjármagn síðustu 60 ára hefði farið í sérakreinar Strætó og hjóla- og göngustíga væri ég kannski að berjast fyrir jafnræði í hina áttina. Væri mögulega heiðursmeðlimur í FÍB. En af hverju að gagnrýna samgöngusáttmála sem inniheldur meiri framkvæmdir í þágu almenningssamgangna en nokkru sinni áður? Einfaldlega vegna þess að við þurfum að minnka umferð. Vegna heilsufarsáhrifa, áhrifa á nær- og fjærumhverfið auk þess sem Ísland hefur beinlínis skuldbundið sig til þess með Parísarsáttmálanum og mun að öllum líkindum sæta háum sektum ef við náum ekki settum markmiðum um minnkun í útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Margt í samgöngusáttmálanum vinnur að þessum markmiðum og það mjög vel. Borgarlína mun auka valmöguleika fólks í almenningssamgöngum, hjóla- og göngustígar munu einnig gera það. En, að ætla að bjóða einni bíl-háðustu þjóð í heimi upp á að það verði auðveldara að keyra allra sinna ferða mun að öllum líkindum gera það að verkum að aðrir samgöngumátar verða síður nýttir. Fjöldi nýrra einstaklinga koma út í umferðina á hverju ári á höfuðborgarsvæðinu, bæði vegna aldurs og flutninga hingað. Hvaða samgöngumáta munu þeir kjósa þegar þeir sjá breikkandi vegi, mislæg gatnamót, stokka og fleira verða að veruleika? Tafirnar sem fólk upplifir í dag verða enn verri að 15 árum liðnum ef allir kjósa bílinn. Með hverjum ökumanni, sem sér kost sinn vænstan í því að hætta, eða byrja ekki, að aka og nota í staðin almenningssamgöngur, ganga eða hjóla ‑ skilur það eftir meira pláss fyrir þau sem vilja, eða þurfa nauðsynlega, að nota einkabíl. Ég vona, og endurtek að ég vona innilega, að þetta gangi allt saman upp og mikill fjöldi fólks muni kjósa að nýta nýja möguleika í samgöngum. Ég er hins vegar smeykur um að á meðan við pússum annan skóinn og mígum í hinn, þá muni fjárfesting upp á rúmlega 60 milljarða ekki skila sér í góðri nýtingu. Ég vil að lokum óska öllum íbúum höfuðborgarsvæðisins innilega til hamingju með fjármögnun stórs hluta Borgarlínu á næstu 15 árum og betri tengingu hjóla- og göngustíga. Við getum þakkað stjórnmálafólkinu sem vann að þessu kærlega fyrir þann hluta samningsins. Með betri innviðum, þjónustu og þ.a.l. nýtingu getum við auðveldað þeim sem þurfa að nýta sér einkabílinn að komast sinna leiða án umferðarteppa.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir,Guðrún Halla Finnsdóttir,Hjörtur Sigurðsson skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun