Fundur G7 haldinn á golfklúbbi Trump í Miami Andri Eysteinsson skrifar 17. október 2019 18:08 Forseti Bandaríkjanna á teig við glæsilegan golfskála National Doral Miami þar sem fundur G7 ríkjanna fer fram. Getty/Johnny Louis Fyrirhugaður fundur G7 ríkjanna í júní á næsta ári mun fara fram í húsnæði golfklúbbsins National Doral Miami, klúbbs í eigu forseta Bandaríkjanna Donald Trump. Starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney greindi blaðamönnum frá þessu í dag en BBC greinir frá. Fulltrúar G7 ríkjanna funda á ári hverju um helstu málefni, í ár var fundað í franska bænum Biarritz. Starfsmannastjórinn Mulvaney sagði að fjöldi mögulegra fundarstaða innan Bandaríkjanna hefðu komið til greina. Útsendarar ríkisstjórnarinnar hefðu ferðast til staða í Kaliforníu, Colorado, Hawaii, Flórída, Norður-Karólínu, Michigan, Tennessee og í Utah. Eftir það ferli hafi verið ljóst að enginn hinn mögulegu fundarstaða komst með tærnar þar sem National Doral Miami var með hælana. „Ég spurði þá sem tóku út National Doral Miami hvernig þeim hafi litist á staðinn, þá sögðu þeir að það væri eins og að staðurinn hafi verið sérstaklega hannaður fyrir svona fundarhöld,“ sagði Mulvaney.Ákvörðunin ekki tekin í hagnaðarskyni Þá tók Mulvaney fram að forsetinn muni ekki hagnast á því að fundurinn verði haldinn á golfklúbbi hans. „Vörumerki forsetans þarf ekki frekari auglýsingar. Nafn hans er mögulega það þekktasta í heimi svo að þetta hefur ekkert með slíkt að gera,“ sagði starfsmannastjórinn en bætti við að hann skildi gagnrýnisraddir sem hefðu vaknað við tilkynninguna. „Ég skil gagnrýnina og það gerir Trump líka. Hann yrði gagnrýndur fyrir hvað sem hann myndi gera, en hann mun ekki græða á þessari ákvörðun með nokkrum hætti,“ sagði Mulvaney í Hvíta húsinu í dag. G7 ríkin, sem munu senda fulltrúa sína til National Doral Miami 10. – 12. Júní næstkomandi eru auk Bandaríkjanna, Kanada, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Japan og Bretland. Þá hefur Evrópusambandið einnig sent fulltrúa sinn á fundi G7. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Fyrirhugaður fundur G7 ríkjanna í júní á næsta ári mun fara fram í húsnæði golfklúbbsins National Doral Miami, klúbbs í eigu forseta Bandaríkjanna Donald Trump. Starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney greindi blaðamönnum frá þessu í dag en BBC greinir frá. Fulltrúar G7 ríkjanna funda á ári hverju um helstu málefni, í ár var fundað í franska bænum Biarritz. Starfsmannastjórinn Mulvaney sagði að fjöldi mögulegra fundarstaða innan Bandaríkjanna hefðu komið til greina. Útsendarar ríkisstjórnarinnar hefðu ferðast til staða í Kaliforníu, Colorado, Hawaii, Flórída, Norður-Karólínu, Michigan, Tennessee og í Utah. Eftir það ferli hafi verið ljóst að enginn hinn mögulegu fundarstaða komst með tærnar þar sem National Doral Miami var með hælana. „Ég spurði þá sem tóku út National Doral Miami hvernig þeim hafi litist á staðinn, þá sögðu þeir að það væri eins og að staðurinn hafi verið sérstaklega hannaður fyrir svona fundarhöld,“ sagði Mulvaney.Ákvörðunin ekki tekin í hagnaðarskyni Þá tók Mulvaney fram að forsetinn muni ekki hagnast á því að fundurinn verði haldinn á golfklúbbi hans. „Vörumerki forsetans þarf ekki frekari auglýsingar. Nafn hans er mögulega það þekktasta í heimi svo að þetta hefur ekkert með slíkt að gera,“ sagði starfsmannastjórinn en bætti við að hann skildi gagnrýnisraddir sem hefðu vaknað við tilkynninguna. „Ég skil gagnrýnina og það gerir Trump líka. Hann yrði gagnrýndur fyrir hvað sem hann myndi gera, en hann mun ekki græða á þessari ákvörðun með nokkrum hætti,“ sagði Mulvaney í Hvíta húsinu í dag. G7 ríkin, sem munu senda fulltrúa sína til National Doral Miami 10. – 12. Júní næstkomandi eru auk Bandaríkjanna, Kanada, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Japan og Bretland. Þá hefur Evrópusambandið einnig sent fulltrúa sinn á fundi G7.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira