
Sjö ára svívirða
Fjórflokkurinn, sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra nefndi því nafni 2010, situr fastur í herkví útvegsfyrirtækja og hefur ekki þrek til að losa sig þótt þjóðaratkvæðagreiðslan 2012 hafi veitt honum fullkomið færi til þess. Þingmenn gátu þá sagt við útvegsmenn: „Þjóðin hefur talað. Þið þurfið héðan í frá að greiða fullt gjald fyrir kvótann.“
Rannsóknarnefnd Alþingis upplýsti í skýrslu sinni 2010 (8. bindi, bls. 164-9) að föllnu bankarnir styrktu stjórnmálamenn og flokka 2004-2008 um 147 mkr. Það gerir um 300 mkr. á núvirði og jafngildir nærri 2.000 kr. á hvert greitt atkvæði í alþingiskosningunum 2007. Það þarf engin geimvísindi til að geta sér til um að útvegsfyrirtæki hafi bæði fyrir og eftir hrun séð sér hag í að hafa sama háttinn á og bankarnir sem keyptu sér frið til að hlunnfara fórnarlömb sín án aðhalds frá Alþingi. Tólfta hver fjölskylda um landið missti heimili sitt eftir hrun. Vonandi þarf ekki nýtt hrun með tilheyrandi skakkaföllum til að leiða fram upplýsingar um fjárhagstengsl útvegsfyrirtækja við stjórnmálamenn og flokka. Í Bandaríkjunum eru nú þingið, alríkislögreglan og saksóknarar í óða önn að fletta ofan af hliðstæðum fjárhagstengslum eins og vera ber í sæmilega heilbrigðu réttarríki.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur 2009-2013 ber þunga ábyrgð. Henni bar að neyta þingmeirihlutans sem fyrir lá með undirskriftum 32ja þingmanna til að staðfesta nýju stjórnarskrána vorið 2013 en stjórnin bar ekki gæfu til þess. Eigin flokksmenn keyrðu forsætisráðherrann niður með fulltingi nýrra formanna þv. stjórnarflokka, Árna Páls Árnasonar í Samfylkingu og Katrínar Jakobsdóttur í VG. Óhæfuverk þeirra markaði upphaf þeirrar sjö ára svívirðu sem fólkið í landinu þarf enn að búa við. Gömlu helmingaskiptaflokkarnir snerust báðir gegn þjóðinni þegar mesti óttinn rann af þeim eftir hrun og hafa nú báðir verið klofnir í herðar niður. Hitt er enn lakara að fyrsta meirihlutastjórn lýðveldisins án beggja þessara hermangs- og einkavinavæðingarflokka skyldi bregðast trausti kjósenda þegar svo mikið lá við. Vinstri græn innsigluðu samsekt sína með því að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn 2017, stjórn sem þykist nú sitja við að semja nýja stjórnarskrá í stað þeirrar sem 67% kjósenda samþykktu 2012.
Málflutningur forsætisráðherra o.fl. um stjórnarskrármálið vitnar um einbeittan brotavilja gagnvart fólkinu í landinu. Auðlindaákvæði ráðherrans er bersýnilega ætlað að þýðast ríkjandi hagsmuni, þau öfl sem áttu mestan þátt í að koma Íslandi á kaldan klaka 2008, skaða ásjónu landsins í augum umheimsins og grafa undan trausti innan lands. Niðursallandi umsagnir almennings um ákvæði ráðherrans á vefsetri Alþingis afhjúpa óhæfuna. Fimm af hverjum sex vantreysta Alþingi skv. nýlegri könnun Gallups.
Frumvarp Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá svaraði að loknum þjóðfundi 2010 ákalli þjóðarinnar um nýja stjórnarskrá, nýja siði, nýtt upphaf. Þetta var gert í samræmi við verkferli sem Alþingi ákvað. Fyrirætlanir forsætisráðherra miða að því að bregðast þessu ákalli, ekki aðeins með því að úrbeina auðlindaákvæðið sem 83% kjósenda lýstu sig fylgjandi í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 heldur einnig með því leiða hjá sér ákvæðið um jafnt vægi atkvæða, eitt brýnasta ákvæði frumvarpsins, og einnig t.d. ákvæðið um framsal ríkisvalds. Ekki bara það: Forsætisráðherra hefur beinlínis ýtt þeim tillögum sem kjósendur samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu út af borðinu eins og þær leggja sig. Já, þið lásuð rétt!
Án nýs kosningaákvæðis verða næstu alþingiskosningar enn á ný haldnar skv. kosningalögum sem 67% kjósenda höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Án nýs framsalsákvæðis munu alþingismenn halda áfram að sæta ásökunum um að brjóta vísvitandi gegn gildandi stjórnarskrá þar eð í hana vantar skýrt ákvæði um framsal ríkisvalds. Og enn um sinn mun haldast í gildi hin bráðsmellna 30. grein gildandi stjórnarskrár frá 1944: „Forsetinn veitir, annaðhvort sjálfur eða með því að fela það öðrum stjórnvöldum, undanþágur frá lögum samkvæmt reglum, sem farið hefur verið eftir hingað til.“
Skoðun

Eyðileggjandi umræða
Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar

Lýðræðið sigrar
Snorri Ásmundsson skrifar

Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri
Stefán Ingi Arnarson skrifar

Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld
Bergur Hauksson skrifar

Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda!
Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar

Lítil breyting sem getur skipt sköpum!
Arnar Steinn Þórarinsson skrifar

Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra
Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar

Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur!
Bjarni Þór Sigurðsson skrifar

Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR?
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar

Kjarkur og kraftur til að breyta
Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar

Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Góður fyrsti aldarfjórðungur
Jón Guðni Ómarsson skrifar

Af hverju stríð?
Helga Þórólfsdóttir skrifar

Donald Trump
Jovana Pavlović skrifar

Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá
Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar

Stækkum Sjálfstæðisflokkinn
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu?
Svanur Sigurbjörnsson skrifar

Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda?
Eyþór Máni Steinarsson skrifar

Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Stjórnarskráin
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

„Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…”
Marta Wieczorek skrifar

Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili
Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar

Börn í vanda
Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar

Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar
Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar

Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur
Erlingur Erlingsson skrifar

Hinir mannlegu englar Landspítalans
Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar

Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll
Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar

Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr?
Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar