Unnur Tara: Þú verður að hjálpa fólki í neyð Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 16. október 2019 23:10 Unnur Tara Jónsdóttir í baráttunni á síðasta tímabili Vísir/Daníel Unnur Tara Jónsdóttir var ekki ánægð eftir naumt tap gegn Val í DHL-höllinni, en KR tapaði leiknum á lokasekúndunum, 74-76. „Mér líður alltaf vel í svona hörkuleik, finnst gaman að slást inni á vellinum,“ sagði Unnur en dómarar leyfðu mikla baráttu í leiknum. Í lokafjórðungnum gerðist það leiðinlega atvik að Sóllilja Bjarnadóttir fór upp í frákastabaráttu við Helenu Sverris og lenti illa. Unnur Tara hljóp til eftir að liðsfélaginn meiddist og vildi fá að fara inn á völlinn til að aðstoða, enda er hún læknir. Þegar hún baði um að fara inn á völlinn uppskar hún hins vegar tæknivillu. „Ég spurði hvort ég mætti fara inn á völlinn, hann sagði nei og ég sagðist ætla að spyrja annan dómara. Þetta er læknaeiðurinn og þú verður að hjálpa fólki í neyð og ég trúi eiginlega ekki að að þetta sé löglegt það sem að hann gerði,“ sagði Unnur og bar Ísaki Erni dómara ekki vel söguna. „Ég hjálpa öllum sem eru meiddir og á bara mjög erfitt með að trúa þessu,“ sagði hún og var augljóslega leið með meiðsl Sóllilju. „Hún er á leið upp á slysó og gæti verið brotin.“ Hildur Björg Kjartansdóttir var frábær í leiknum og þær tvær skiptust á að reyna að hemja Helenu Sverris og stöðva hana inn í teig. „Það er geggjað að spila með Hildi. Hún stóð sig mjög vel og var hörkudugleg í vörninni. Fínt að geta skipt þessu svona á milli okkar,“ sagði Unnur um verkaskiptinguna undir körfunni. Unnur Tara lét tapið ekki draga allt of mikið úr sér og taldi að KR væri ekkert síðri en Valur. „Klárlega, við erum enn að slípa okkur saman. Þær hafa spilað fleiri leiki en við,“ sagði hún en eins og áður hefur komið fram spilaði KR enga æfingaleiki á undirbúningstímabilinu þrátt fyrir að vera með mjög nýjan hóp. Unnur Tara var viss um að þær myndu læra af þessu tapi og að þær svarthvítu ættu helling inni. „Við stefnum bara á að vinna hvern einasta leik,“ sagði hún að lokum og fór að ræða við liðsfélaga sína eftir naumt tap á heimavelli KR-inga. Dominos-deild kvenna Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Fleiri fréttir Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Sjá meira
Unnur Tara Jónsdóttir var ekki ánægð eftir naumt tap gegn Val í DHL-höllinni, en KR tapaði leiknum á lokasekúndunum, 74-76. „Mér líður alltaf vel í svona hörkuleik, finnst gaman að slást inni á vellinum,“ sagði Unnur en dómarar leyfðu mikla baráttu í leiknum. Í lokafjórðungnum gerðist það leiðinlega atvik að Sóllilja Bjarnadóttir fór upp í frákastabaráttu við Helenu Sverris og lenti illa. Unnur Tara hljóp til eftir að liðsfélaginn meiddist og vildi fá að fara inn á völlinn til að aðstoða, enda er hún læknir. Þegar hún baði um að fara inn á völlinn uppskar hún hins vegar tæknivillu. „Ég spurði hvort ég mætti fara inn á völlinn, hann sagði nei og ég sagðist ætla að spyrja annan dómara. Þetta er læknaeiðurinn og þú verður að hjálpa fólki í neyð og ég trúi eiginlega ekki að að þetta sé löglegt það sem að hann gerði,“ sagði Unnur og bar Ísaki Erni dómara ekki vel söguna. „Ég hjálpa öllum sem eru meiddir og á bara mjög erfitt með að trúa þessu,“ sagði hún og var augljóslega leið með meiðsl Sóllilju. „Hún er á leið upp á slysó og gæti verið brotin.“ Hildur Björg Kjartansdóttir var frábær í leiknum og þær tvær skiptust á að reyna að hemja Helenu Sverris og stöðva hana inn í teig. „Það er geggjað að spila með Hildi. Hún stóð sig mjög vel og var hörkudugleg í vörninni. Fínt að geta skipt þessu svona á milli okkar,“ sagði Unnur um verkaskiptinguna undir körfunni. Unnur Tara lét tapið ekki draga allt of mikið úr sér og taldi að KR væri ekkert síðri en Valur. „Klárlega, við erum enn að slípa okkur saman. Þær hafa spilað fleiri leiki en við,“ sagði hún en eins og áður hefur komið fram spilaði KR enga æfingaleiki á undirbúningstímabilinu þrátt fyrir að vera með mjög nýjan hóp. Unnur Tara var viss um að þær myndu læra af þessu tapi og að þær svarthvítu ættu helling inni. „Við stefnum bara á að vinna hvern einasta leik,“ sagði hún að lokum og fór að ræða við liðsfélaga sína eftir naumt tap á heimavelli KR-inga.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Fleiri fréttir Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Sjá meira