Þjóðin hvött til að hjálpa við að kenna tækjum íslensku Heimir Már Pétursson skrifar 16. október 2019 20:15 Almenningur er hvattur til að leggja til raddir sínar til aðstoðar við gerð hugbúnaðar þannig að tæki og tölvur geti skilið íslensku. Forseti Íslands var meðal þeirra sem lagði til rödd sína í dag. Fyrirtækið Almannarómur hóf í dag söfnun radda sem nýtast við gerð hugbúnaðar þannig að íslenskan verði full gjaldgeng í hinum stafræna heimi og tæki og tölvur skilji íslensku. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti, Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gáfu raddir sínar í dag. Þau skiptu með sér línum úr vísunni:Á íslensku má alltaf finna svar og orða stórt og smátt sem er og varog hún á orð sem geyma gleði og sorg um gamalt líf og nýtt í sveit og borgá vörum okkar verður tungan þjál, þar vex og grær og dafnar okkar málað gæta hennar gildir hér og nú, það gerir enginn nema ég og þú. Sjá má þau lesa ljóðið í frétt Stöðvar 2 hér fyrir ofan. „Við viljum að tungumálið okkar lifi og það þarf að lifa í hinum stafræna heimi. Þetta verkefni sem stjórnvöld eru búin að fjármagna er til þess að tryggja að við getum talað við tækin okkar á íslensku og tækin svari til baka á íslensku,“ segir Lilja. Stjórnvöld styrkja verkefnið með tveimur milljörðum króna en Samtök atvinnulífsins hafa komið að því á síðari stigum en áætlað er að það taki fjögur til fimm ár. „Þetta er verkefni sem við þurfum alltaf að hlúa að eins og við höfum verið að gera í gegnum ár hundruðin. Núna erum við í þessari nýju áskorun þar sem enskan er að koma svona sterk inn og er alls staðar,“ segir menntamálaráðherra. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Almannaróms hvetur almenning til að fara inn á vefinn samromur.is og gefa raddsýni. Nauðsynlegt sé að safna öllum framburði bæði þeirra sem hér eru fæddir og þeirra sem hingað hafi flutt til að tryggja skilning tækja á íslenskunni. Íslenska á tækniöld Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira
Almenningur er hvattur til að leggja til raddir sínar til aðstoðar við gerð hugbúnaðar þannig að tæki og tölvur geti skilið íslensku. Forseti Íslands var meðal þeirra sem lagði til rödd sína í dag. Fyrirtækið Almannarómur hóf í dag söfnun radda sem nýtast við gerð hugbúnaðar þannig að íslenskan verði full gjaldgeng í hinum stafræna heimi og tæki og tölvur skilji íslensku. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti, Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gáfu raddir sínar í dag. Þau skiptu með sér línum úr vísunni:Á íslensku má alltaf finna svar og orða stórt og smátt sem er og varog hún á orð sem geyma gleði og sorg um gamalt líf og nýtt í sveit og borgá vörum okkar verður tungan þjál, þar vex og grær og dafnar okkar málað gæta hennar gildir hér og nú, það gerir enginn nema ég og þú. Sjá má þau lesa ljóðið í frétt Stöðvar 2 hér fyrir ofan. „Við viljum að tungumálið okkar lifi og það þarf að lifa í hinum stafræna heimi. Þetta verkefni sem stjórnvöld eru búin að fjármagna er til þess að tryggja að við getum talað við tækin okkar á íslensku og tækin svari til baka á íslensku,“ segir Lilja. Stjórnvöld styrkja verkefnið með tveimur milljörðum króna en Samtök atvinnulífsins hafa komið að því á síðari stigum en áætlað er að það taki fjögur til fimm ár. „Þetta er verkefni sem við þurfum alltaf að hlúa að eins og við höfum verið að gera í gegnum ár hundruðin. Núna erum við í þessari nýju áskorun þar sem enskan er að koma svona sterk inn og er alls staðar,“ segir menntamálaráðherra. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Almannaróms hvetur almenning til að fara inn á vefinn samromur.is og gefa raddsýni. Nauðsynlegt sé að safna öllum framburði bæði þeirra sem hér eru fæddir og þeirra sem hingað hafi flutt til að tryggja skilning tækja á íslenskunni.
Íslenska á tækniöld Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira