Trump sagður fordæma „óhugnanlegt“ myndband sem sýnt var í golfklúbbi hans Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. október 2019 15:30 Donald Trump. AP/Pablo Martinez Monsivais Talsmaður Hvíta hússins segir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fordæmi sterklega óhugnanlegt tilbúið myndband þar sem meðal annars sjá má persónu sem líkist forsetanum skjóta, stinga og ráðast á fjölmiðla og pólítiska andstæðinga hans.New York Times greindi frá því í dag að myndbandið hafi verið sýnt á ráðstefnu fyrir stuðningsmenn Trump sem haldin var á Doral-golfklúbbi hans í Flórída í síðustu viku. Ráðstefnan var haldin á vegum American Priority en forsvarsmenn samtakanna segjast hvorki hafa séð, samþykkt né heimilað birtingu myndbandsins á ráðstefnunni. Meðal þeirra sem héldu erindi á ráðstefnunni voru Donald Trump Jr., sonur Trump og Sarah Huckabee Sanders, fyrrverandi talsmaður forsetans. Þau segjast hvorugt hafa séð myndbandið sem um ræðir. New York Times greinir frá því að á myndbandinu megi meðal annars sjá atriði þar sem búið er að klippa andlit Trump inn á atriði í myndinni Kingsman: The Secret Service. Þar slátrar Trump kirkjugestum í „Kirkju falsfrétta“en á andlit þeirra var búið að klippa myndir af pólitískum andstæðingum hans eða merkjum fjölmiðla. Talsmaður Trump segir að forsetinn hafi ekki séð myndbandið en ætli sér að sjá það „innan tíðar.“ „Miðað við það sem hann hefur heyrt þá fordæmir hann myndbandið sterklega,“ segir Stephani Grisham, talsmaður Hvíta hússins á Twitter.Re: the video played over the weekend: The @POTUS@realDonaldTrump has not yet seen the video, he will see it shortly, but based upon everything he has heard, he strongly condemns this video. — Stephanie Grisham (@PressSec) October 14, 2019 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sendiherra ekki viss um hvort Trump sagði satt um Úkraínu Utanríkisráðuneytið bannaði sendiherra Bandaríkjanna við ESB að bera vitni en hann er engu að síður ætla að koma fyrir þingnefnd í vikunni. 14. október 2019 12:30 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Fleiri fréttir Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sjá meira
Talsmaður Hvíta hússins segir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fordæmi sterklega óhugnanlegt tilbúið myndband þar sem meðal annars sjá má persónu sem líkist forsetanum skjóta, stinga og ráðast á fjölmiðla og pólítiska andstæðinga hans.New York Times greindi frá því í dag að myndbandið hafi verið sýnt á ráðstefnu fyrir stuðningsmenn Trump sem haldin var á Doral-golfklúbbi hans í Flórída í síðustu viku. Ráðstefnan var haldin á vegum American Priority en forsvarsmenn samtakanna segjast hvorki hafa séð, samþykkt né heimilað birtingu myndbandsins á ráðstefnunni. Meðal þeirra sem héldu erindi á ráðstefnunni voru Donald Trump Jr., sonur Trump og Sarah Huckabee Sanders, fyrrverandi talsmaður forsetans. Þau segjast hvorugt hafa séð myndbandið sem um ræðir. New York Times greinir frá því að á myndbandinu megi meðal annars sjá atriði þar sem búið er að klippa andlit Trump inn á atriði í myndinni Kingsman: The Secret Service. Þar slátrar Trump kirkjugestum í „Kirkju falsfrétta“en á andlit þeirra var búið að klippa myndir af pólitískum andstæðingum hans eða merkjum fjölmiðla. Talsmaður Trump segir að forsetinn hafi ekki séð myndbandið en ætli sér að sjá það „innan tíðar.“ „Miðað við það sem hann hefur heyrt þá fordæmir hann myndbandið sterklega,“ segir Stephani Grisham, talsmaður Hvíta hússins á Twitter.Re: the video played over the weekend: The @POTUS@realDonaldTrump has not yet seen the video, he will see it shortly, but based upon everything he has heard, he strongly condemns this video. — Stephanie Grisham (@PressSec) October 14, 2019
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sendiherra ekki viss um hvort Trump sagði satt um Úkraínu Utanríkisráðuneytið bannaði sendiherra Bandaríkjanna við ESB að bera vitni en hann er engu að síður ætla að koma fyrir þingnefnd í vikunni. 14. október 2019 12:30 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Fleiri fréttir Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sjá meira
Sendiherra ekki viss um hvort Trump sagði satt um Úkraínu Utanríkisráðuneytið bannaði sendiherra Bandaríkjanna við ESB að bera vitni en hann er engu að síður ætla að koma fyrir þingnefnd í vikunni. 14. október 2019 12:30