Konungleg leyndarmál afhjúpuð í nýrri bók Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. október 2019 21:46 Elísabet II Englandsdrottning var með fjólubláan hatt þegar hún afhenti bikarinn á síðustu Royal Ascot kappreiðum, en fólk veðjar um lit hattsins á hverju ári. Mynd//Getty Elísabet II Englandsdrottning lætur aðra um að ganga til nýja skó áður en hún notar þá. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í bókinni The Other Side of the Coin: The Queen, The Dresser and the Wardrobe. Angela Kelly, vinkona og starfsmaður Elísabetar Englandsdrottningar í 25 ár, er höfundur bókarinnar en drottningin sjálf gaf leyfi sitt fyrir útgáfunni. „Drottningin hefur lítinn tíma út af fyrir sig og hefur ekki tíma til að ganga til nýja skó, við notum sömu skóstærð og því passar best að gera þetta svona,“ skrifar Kelly um þetta einstaka hlutverk sitt. Kelly sér um að velja föt, skó og skartgripi fyrir drottninguna og hefur unnið við það frá árinu 2002. Tímaritið Hello birtir nokkur sniðug leyndarmál sem Kelly afhjúpar í bókinni. Samkvæmt frétt á vef BBC skrifar Kelly meðal annars um atriðið sem drottningin lék í ásamt leikaranum Daniel Craig fyrir ólympíuleikana árið 2012. Þurfti drottningin aðeins að hugsa sig um í fimm mínútur áður en hún sagði já. „Innan nokkurra mínúta var ég að segja leikstjóranum góðu fréttirnar, ég held að hann hafi næstum því dottið úr stólnum sínum þegar ég sagði að eina skilyrði drottningarinnar væri að hún fengi að segja frægu línuna „Góða kvöldið herra Bond.““Kelly segir líka frá því að eftir að þær komust að því að fólk væri að veðja um litinn á hatti drottningar þegar hún mætir á Royal Ascot kappreiðarnar, ákváð Kelly að gera þetta meira spennandi. Gekk hún meira að segja svo langt að setja aðra hatta víða um höllina til að villa um fyrir fólki. „Ég hitti eiganda Paddy Power og við ákváðum að lokað yrði fyrir veðmál um litinn á hatti drottningar á ákveðnum tíma til þess að koma í veg fyrir svindl.“Bókin er strax komin á metsölulista.Mynd/AmazonÍ bókinni er skrifað um faðmlag drottningarinnar og Michelle Obama, en þar vakti athygli að drottningin hefði heilsað Obama með faðmlagi.„Í rauninni voru þetta ósjálfráð viðbrögð hjá drottningunni að sýna þessari frábæru konu ástúð og virðingu.“ Kelly uppljóstraði því hvernig Yorkshire te var notað til þess að líkja eftir litnum á skírnakjól konungsfjölskyldunnar. Á síðasta ári var gerð eftirlíking af skírnarkjól sem hafði verið notaður innan fjölskyldunnar í meira en tíu ár. Til þess að hafa eftirlíkinguna sem nákvæmasta var notað sterkasta teið sem völ var á. „Við settum hvert blúndustykki í litla skál úr eldhúsinu, fyllta með köldu vatni og tepoka og létum liggja í bleyti í um fimm mínútur, en kíktum reglulega á þetta þangað til liturinn varð fullkominn.“ Bókin kemur ekki út fyrr en á morgun en er strax komin á metsölulista Amazon vegna forpantana. Bretland Kóngafólk Tengdar fréttir Snæðir kvöldverð með drottningunni Opinber heimsókn Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Melaniu Trump forsetafrúar til Bretlands hefur verið efst á baugi breskra fjölmiðla í allan dag. 3. júní 2019 18:30 Drottningin biðlar til Breta um að finna „sameiginlega leið“ Elísabet II Englandsdrottning hefur biðlað til þjóðar sinnar um að virða ólík sjónarmið og að finna sameiginlega leið. 25. janúar 2019 10:35 Drottningin sögð hafa haft óbeit á hraðakstri prinsins Telur nokkuð víst að hún hafi beðið prinsinn um að hætta akstri eftir áreksturinn. 24. janúar 2019 10:05 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Sjá meira
Elísabet II Englandsdrottning lætur aðra um að ganga til nýja skó áður en hún notar þá. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í bókinni The Other Side of the Coin: The Queen, The Dresser and the Wardrobe. Angela Kelly, vinkona og starfsmaður Elísabetar Englandsdrottningar í 25 ár, er höfundur bókarinnar en drottningin sjálf gaf leyfi sitt fyrir útgáfunni. „Drottningin hefur lítinn tíma út af fyrir sig og hefur ekki tíma til að ganga til nýja skó, við notum sömu skóstærð og því passar best að gera þetta svona,“ skrifar Kelly um þetta einstaka hlutverk sitt. Kelly sér um að velja föt, skó og skartgripi fyrir drottninguna og hefur unnið við það frá árinu 2002. Tímaritið Hello birtir nokkur sniðug leyndarmál sem Kelly afhjúpar í bókinni. Samkvæmt frétt á vef BBC skrifar Kelly meðal annars um atriðið sem drottningin lék í ásamt leikaranum Daniel Craig fyrir ólympíuleikana árið 2012. Þurfti drottningin aðeins að hugsa sig um í fimm mínútur áður en hún sagði já. „Innan nokkurra mínúta var ég að segja leikstjóranum góðu fréttirnar, ég held að hann hafi næstum því dottið úr stólnum sínum þegar ég sagði að eina skilyrði drottningarinnar væri að hún fengi að segja frægu línuna „Góða kvöldið herra Bond.““Kelly segir líka frá því að eftir að þær komust að því að fólk væri að veðja um litinn á hatti drottningar þegar hún mætir á Royal Ascot kappreiðarnar, ákváð Kelly að gera þetta meira spennandi. Gekk hún meira að segja svo langt að setja aðra hatta víða um höllina til að villa um fyrir fólki. „Ég hitti eiganda Paddy Power og við ákváðum að lokað yrði fyrir veðmál um litinn á hatti drottningar á ákveðnum tíma til þess að koma í veg fyrir svindl.“Bókin er strax komin á metsölulista.Mynd/AmazonÍ bókinni er skrifað um faðmlag drottningarinnar og Michelle Obama, en þar vakti athygli að drottningin hefði heilsað Obama með faðmlagi.„Í rauninni voru þetta ósjálfráð viðbrögð hjá drottningunni að sýna þessari frábæru konu ástúð og virðingu.“ Kelly uppljóstraði því hvernig Yorkshire te var notað til þess að líkja eftir litnum á skírnakjól konungsfjölskyldunnar. Á síðasta ári var gerð eftirlíking af skírnarkjól sem hafði verið notaður innan fjölskyldunnar í meira en tíu ár. Til þess að hafa eftirlíkinguna sem nákvæmasta var notað sterkasta teið sem völ var á. „Við settum hvert blúndustykki í litla skál úr eldhúsinu, fyllta með köldu vatni og tepoka og létum liggja í bleyti í um fimm mínútur, en kíktum reglulega á þetta þangað til liturinn varð fullkominn.“ Bókin kemur ekki út fyrr en á morgun en er strax komin á metsölulista Amazon vegna forpantana.
Bretland Kóngafólk Tengdar fréttir Snæðir kvöldverð með drottningunni Opinber heimsókn Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Melaniu Trump forsetafrúar til Bretlands hefur verið efst á baugi breskra fjölmiðla í allan dag. 3. júní 2019 18:30 Drottningin biðlar til Breta um að finna „sameiginlega leið“ Elísabet II Englandsdrottning hefur biðlað til þjóðar sinnar um að virða ólík sjónarmið og að finna sameiginlega leið. 25. janúar 2019 10:35 Drottningin sögð hafa haft óbeit á hraðakstri prinsins Telur nokkuð víst að hún hafi beðið prinsinn um að hætta akstri eftir áreksturinn. 24. janúar 2019 10:05 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Sjá meira
Snæðir kvöldverð með drottningunni Opinber heimsókn Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Melaniu Trump forsetafrúar til Bretlands hefur verið efst á baugi breskra fjölmiðla í allan dag. 3. júní 2019 18:30
Drottningin biðlar til Breta um að finna „sameiginlega leið“ Elísabet II Englandsdrottning hefur biðlað til þjóðar sinnar um að virða ólík sjónarmið og að finna sameiginlega leið. 25. janúar 2019 10:35
Drottningin sögð hafa haft óbeit á hraðakstri prinsins Telur nokkuð víst að hún hafi beðið prinsinn um að hætta akstri eftir áreksturinn. 24. janúar 2019 10:05