Landsliðshlutabréfin hækkuðu hjá þessum sex um helgina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. október 2019 11:30 Kári Kristján átti eftirminnilega endurkomu í landsliðið um helgina. vísir/getty Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætti því sænska í tveimur vináttulandsleikjum í Svíþjóð um helgina.Ísland vann fyrri leikinn í Kristianstad, 26-27, en tapaði þeim seinni í Karlskrona, 35-31. Sterka leikmenn á borð við Guðjón Val Sigurðsson, Arnór Þór Gunnarsson og Arnar Frey Arnarsson vantaði í íslenska liðið í leikjunum tveimur og því fengu aðrir tækifæri til að láta ljós sitt skína. Framundan er Evrópumótið í Austurríki, Noregi og Svíþjóð og nokkrir leikmenn bönkuðu fastar en aðrir á landsliðsdyrnar um helgina og juku möguleika sína á að komast í EM-hópinn. Landsliðshlutabréf eftirtalinna sex leikmanna hækkuðu eftir leikina gegn Svíþjóð:Kári Kristján Kristjánsson Lék sína fyrstu landsleiki í tæp tvö ár. Guðmundur óskaði eftir meiri sóknarþunga á línunni og Kári kom með hann. Eyjamaðurinn skoraði samtals sjö mörk í leikjunum tveimur og var sérstaklega öflugur í þeim fyrri. Miðað við frammistöðuna gegn Svíum er líklegt að Kári fari með á EM.Haukur Þrastarson Selfyssingurinn var frábær í leikjunum tveimur og nýtti sitt tækifæri vel. Stýrði spilinu af öryggi og var ógnandi. Skoraði sex mörk úr sjö skotum. Hlýtur að vera í EM-hópnum.Sveinn Jóhannsson Spilaði nánast allan tímann í miðri vörninni í báðum leikjunum. Var frábær í fyrri leiknum en átti í erfiðleikum í þeim seinni. Jók samt möguleika sína á að fara með á EM með frammistöðunni um helgina.Viggó Kristjánsson Lék sína fyrstu landsleiki um helgina en spilaði ekki eins og nýliði. Klikkaði á fyrsta skotinu sínu í fyrri leiknum og fékk brottvísun en lék vel eftir það. Afar vel spilandi og skynsamur leikmaður sem getur spilað vörn. Gæti komist í EM-hópinn, sérstaklega ef Ómar Ingi Magnússon verður lengur frá.Gísli Þorgeir Kristjánsson Lék ekkert í fyrri leiknum en átti frábæra innkomu í þann seinni. Er farinn að geta skotið á markið og nýtti fyrstu þrjú skotin sín. Gaf nokkuð eftir í seinni hálfleik í seinni leiknum enda kannski ekki í mikilli leikæfingu.Viktor Gísli Hallgrímsson Var fínn í fyrri hálfleik í fyrri leiknum. Varði vel í fyrri hálfleiknum og kom svo inn á undir lokin og varði síðustu tvö skot Svía. Var í fullt af skotum en vantaði stundum herslumuninn. Náði sér ekki á strik í seinni leiknum enda fékk hann oft erfið skot á sig úr góðum færum. Guðmundur getur heilt yfir verið ánægður með leikina tvo og ekki er hægt að segja að neinn leikmaður hafi beint spilað sig út úr landsliðsmyndinni. Aron Pálmarsson, Ólafur Guðmundsson, Bjarki Már Elísson, Elvar Örn Jónsson, Ýmir Örn Gíslason og Sigvaldi Guðjónsson verða alltaf í EM-hópnum og Teitur Örn Einarsson og Ágúst Elí Björgvinsson fara að öllum líkindum með til Malmö þar sem riðill Íslands á EM verður leikinn. Íslendingar eru í riðli með heimsmeisturum Dana, Rússum og Ungverjum. Fyrsti leikur Íslands á EM er gegn Danmörku 11. janúar. EM 2020 í handbolta Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 26-27 | Frábær sigur á Svíum Þrátt fyrir erfiða byrjun vann Ísland frábæran sigur á Svíþjóð í vináttulandsleik í kvöld. 25. október 2019 18:45 Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 35-31 | Engin vörn í tapi fyrir Svíum Svíþjóð vann fjögurra marka sigur á Íslandi, 35-31, í seinni vináttulandsleik liðanna. 27. október 2019 16:45 Guðmundur: Vörnin alveg stórkostleg Landsliðsþjálfarinn var hæstánægður eftir sigurinn á Svíum. 25. október 2019 19:13 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætti því sænska í tveimur vináttulandsleikjum í Svíþjóð um helgina.Ísland vann fyrri leikinn í Kristianstad, 26-27, en tapaði þeim seinni í Karlskrona, 35-31. Sterka leikmenn á borð við Guðjón Val Sigurðsson, Arnór Þór Gunnarsson og Arnar Frey Arnarsson vantaði í íslenska liðið í leikjunum tveimur og því fengu aðrir tækifæri til að láta ljós sitt skína. Framundan er Evrópumótið í Austurríki, Noregi og Svíþjóð og nokkrir leikmenn bönkuðu fastar en aðrir á landsliðsdyrnar um helgina og juku möguleika sína á að komast í EM-hópinn. Landsliðshlutabréf eftirtalinna sex leikmanna hækkuðu eftir leikina gegn Svíþjóð:Kári Kristján Kristjánsson Lék sína fyrstu landsleiki í tæp tvö ár. Guðmundur óskaði eftir meiri sóknarþunga á línunni og Kári kom með hann. Eyjamaðurinn skoraði samtals sjö mörk í leikjunum tveimur og var sérstaklega öflugur í þeim fyrri. Miðað við frammistöðuna gegn Svíum er líklegt að Kári fari með á EM.Haukur Þrastarson Selfyssingurinn var frábær í leikjunum tveimur og nýtti sitt tækifæri vel. Stýrði spilinu af öryggi og var ógnandi. Skoraði sex mörk úr sjö skotum. Hlýtur að vera í EM-hópnum.Sveinn Jóhannsson Spilaði nánast allan tímann í miðri vörninni í báðum leikjunum. Var frábær í fyrri leiknum en átti í erfiðleikum í þeim seinni. Jók samt möguleika sína á að fara með á EM með frammistöðunni um helgina.Viggó Kristjánsson Lék sína fyrstu landsleiki um helgina en spilaði ekki eins og nýliði. Klikkaði á fyrsta skotinu sínu í fyrri leiknum og fékk brottvísun en lék vel eftir það. Afar vel spilandi og skynsamur leikmaður sem getur spilað vörn. Gæti komist í EM-hópinn, sérstaklega ef Ómar Ingi Magnússon verður lengur frá.Gísli Þorgeir Kristjánsson Lék ekkert í fyrri leiknum en átti frábæra innkomu í þann seinni. Er farinn að geta skotið á markið og nýtti fyrstu þrjú skotin sín. Gaf nokkuð eftir í seinni hálfleik í seinni leiknum enda kannski ekki í mikilli leikæfingu.Viktor Gísli Hallgrímsson Var fínn í fyrri hálfleik í fyrri leiknum. Varði vel í fyrri hálfleiknum og kom svo inn á undir lokin og varði síðustu tvö skot Svía. Var í fullt af skotum en vantaði stundum herslumuninn. Náði sér ekki á strik í seinni leiknum enda fékk hann oft erfið skot á sig úr góðum færum. Guðmundur getur heilt yfir verið ánægður með leikina tvo og ekki er hægt að segja að neinn leikmaður hafi beint spilað sig út úr landsliðsmyndinni. Aron Pálmarsson, Ólafur Guðmundsson, Bjarki Már Elísson, Elvar Örn Jónsson, Ýmir Örn Gíslason og Sigvaldi Guðjónsson verða alltaf í EM-hópnum og Teitur Örn Einarsson og Ágúst Elí Björgvinsson fara að öllum líkindum með til Malmö þar sem riðill Íslands á EM verður leikinn. Íslendingar eru í riðli með heimsmeisturum Dana, Rússum og Ungverjum. Fyrsti leikur Íslands á EM er gegn Danmörku 11. janúar.
EM 2020 í handbolta Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 26-27 | Frábær sigur á Svíum Þrátt fyrir erfiða byrjun vann Ísland frábæran sigur á Svíþjóð í vináttulandsleik í kvöld. 25. október 2019 18:45 Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 35-31 | Engin vörn í tapi fyrir Svíum Svíþjóð vann fjögurra marka sigur á Íslandi, 35-31, í seinni vináttulandsleik liðanna. 27. október 2019 16:45 Guðmundur: Vörnin alveg stórkostleg Landsliðsþjálfarinn var hæstánægður eftir sigurinn á Svíum. 25. október 2019 19:13 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 26-27 | Frábær sigur á Svíum Þrátt fyrir erfiða byrjun vann Ísland frábæran sigur á Svíþjóð í vináttulandsleik í kvöld. 25. október 2019 18:45
Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 35-31 | Engin vörn í tapi fyrir Svíum Svíþjóð vann fjögurra marka sigur á Íslandi, 35-31, í seinni vináttulandsleik liðanna. 27. október 2019 16:45
Guðmundur: Vörnin alveg stórkostleg Landsliðsþjálfarinn var hæstánægður eftir sigurinn á Svíum. 25. október 2019 19:13
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti