Undanhald Trump sagt hafa raskað aðgerðinni gegn Bagdadi Kjartan Kjartansson skrifar 27. október 2019 21:24 Trump lýsti aðgerðinni gegn Bagdadi í hrikalegum smáatriðum á blaðamannafundi í dag. Vísir/EPA Upplýsingar um verustað leiðtoga Ríkis íslams sem er talinn hafa fallið í aðgerð Bandaríkjahers í dag komu eftir að ein eiginkona hans og sendiboði voru tekin höndum í sumar. Embættismenn bandaríska hersins segja að skyndilegt undanhald Donalds Trump Bandaríkjaforseta frá norðanverðu Sýrlandi hafi raskað skipulagningu aðgerðarinnar. Talið er að Abu Bakr al-Bagdadi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams, hafi sprengt sjálfan sig í loft upp þegar sérsveit Bandaríkjahers var við það að hafa hendur í hári hans í þorpi í norðvestanverðu Sýrlandi um helgina.New York Times hefur eftir bandarískum embættismönnum að eftir að Bandaríkjaher fékk fyrstu upplýsingarnar um verustað Bagdadi í sumar hafi leyniþjónustan CIA unnið náið með kúrdískum og íröskum njósnurum í Írak og Sýrlandi til að hafa upp á hryðjuverkaleiðtoganum. Undirbúningur fyrir aðgerðina er sagður hafa staðið yfir frá því í sumar. Ástæðan fyrir því að ákveðið var að ráðast í áhættusama aðgerð að næturþeli nú var undanhald bandarískra hersveita frá norðanverðu Sýrlandi sem Trump forseti ákvað skyndilega fyrr í þessum mánuði. Bandaríska varnarmálaráðuneytið ákvað því að láta til skarar skríða á meðan hermenn, njósnarar og njósnaflugvélar væru enn á svæðinu. Bagdadi hafi þannig verið felldur að mestu leyti þrátt fyrir ákvarðanir Trump forseta, að sögn heimildarmanna blaðsins innan hersins, leyniþjónustunnar og gagnhryðjuverkastofnana.CIA lofar framlag Kúrda til aðgerðarinnar Kúrdar hafi haldið áfram að sjá CIA fyrir upplýsingum jafnvel eftir að Trump tilkynnti að bandarískt herlið yfirgæfi þá vegna yfirvofandi innrásar Tyrkja í Sýrland. CIA segir að sýrlenskir og íraskir Kúrdar hafi séð Bandaríkjaher fyrir meiri upplýsingum fyrir aðgerðina gegn Bagdadi en nokkuð einstakt ríki. Mark Epser, varnarmálaráðherra, sagðist ekki geta svarað því hvort Bandaríkjaher hefði getað ráðist í aðgerðina gegn Bagdadi hefði herliðið verið dregið algerlega frá Sýrlandi eins og Trump vildi upphaflega. „Ég þarf að ráðfæra mig við herforingja okkar um það,“ sagði Esper í viðtali á CNN-fréttastöðinni í dag. Trump var sakaður um að stinga Kúrda, bandamenn Bandaríkjahers í baráttunni við Ríki íslams undanfarin ár, í bakið þegar hann ákvað að draga bandarískt herlið frá norðanverðu Sýrlandi þegar Tyrkir ætluðu að ráðast þar inn. Tyrknesk stjórnvöld líta á hersveitir Kúrda í Sýrlandi sem anga af kúrdískri uppreisn í Tyrklandi sem þau skilgreina sem hryðjuverkastarfsemi. Yfirmönnum Bandaríkjahers tókst þó að sannfæra Trump um að halda eftir fámennu herliði við olíulindir í Sýrlandi þrátt fyrir að hluti þess hafi verið sendur til Íraks. Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Leiðtogi ISIS sagður hafa sprengt sig í loft upp í miðri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa greint frá því í morgun að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í sérstakri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í Idlib-héraði í norðurhluta Sýrlands. Búist er við tilkynningu frá Bandaríkjaforseta klukkan eitt í dag að íslenskum tíma. 27. október 2019 07:27 Segir endalok al-Baghdadi ekki marka endalok ISIS Varnarmálaráðherra Frakklands, Florence Parly, óskaði Bandarískum yfirvöldum til hamingju með að hafa ráðið niðurlögum hryðjuverkaleiðtogans Abu Bakr al-Baghdadi í nótt. Parly varaði Bandaríkjastjórn þó við því að þótt að lífi al-Baghdadi sé lokið þýði það ekki að svo sé komið fyrir samtökum hans ISIS. 27. október 2019 16:39 Staðfestir dauða Baghdadi: Króaður af og sprengdi sig og þrjú börn í loft upp Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, staðfesti nú rétt í þessu að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands í nótt. 27. október 2019 13:22 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Upplýsingar um verustað leiðtoga Ríkis íslams sem er talinn hafa fallið í aðgerð Bandaríkjahers í dag komu eftir að ein eiginkona hans og sendiboði voru tekin höndum í sumar. Embættismenn bandaríska hersins segja að skyndilegt undanhald Donalds Trump Bandaríkjaforseta frá norðanverðu Sýrlandi hafi raskað skipulagningu aðgerðarinnar. Talið er að Abu Bakr al-Bagdadi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams, hafi sprengt sjálfan sig í loft upp þegar sérsveit Bandaríkjahers var við það að hafa hendur í hári hans í þorpi í norðvestanverðu Sýrlandi um helgina.New York Times hefur eftir bandarískum embættismönnum að eftir að Bandaríkjaher fékk fyrstu upplýsingarnar um verustað Bagdadi í sumar hafi leyniþjónustan CIA unnið náið með kúrdískum og íröskum njósnurum í Írak og Sýrlandi til að hafa upp á hryðjuverkaleiðtoganum. Undirbúningur fyrir aðgerðina er sagður hafa staðið yfir frá því í sumar. Ástæðan fyrir því að ákveðið var að ráðast í áhættusama aðgerð að næturþeli nú var undanhald bandarískra hersveita frá norðanverðu Sýrlandi sem Trump forseti ákvað skyndilega fyrr í þessum mánuði. Bandaríska varnarmálaráðuneytið ákvað því að láta til skarar skríða á meðan hermenn, njósnarar og njósnaflugvélar væru enn á svæðinu. Bagdadi hafi þannig verið felldur að mestu leyti þrátt fyrir ákvarðanir Trump forseta, að sögn heimildarmanna blaðsins innan hersins, leyniþjónustunnar og gagnhryðjuverkastofnana.CIA lofar framlag Kúrda til aðgerðarinnar Kúrdar hafi haldið áfram að sjá CIA fyrir upplýsingum jafnvel eftir að Trump tilkynnti að bandarískt herlið yfirgæfi þá vegna yfirvofandi innrásar Tyrkja í Sýrland. CIA segir að sýrlenskir og íraskir Kúrdar hafi séð Bandaríkjaher fyrir meiri upplýsingum fyrir aðgerðina gegn Bagdadi en nokkuð einstakt ríki. Mark Epser, varnarmálaráðherra, sagðist ekki geta svarað því hvort Bandaríkjaher hefði getað ráðist í aðgerðina gegn Bagdadi hefði herliðið verið dregið algerlega frá Sýrlandi eins og Trump vildi upphaflega. „Ég þarf að ráðfæra mig við herforingja okkar um það,“ sagði Esper í viðtali á CNN-fréttastöðinni í dag. Trump var sakaður um að stinga Kúrda, bandamenn Bandaríkjahers í baráttunni við Ríki íslams undanfarin ár, í bakið þegar hann ákvað að draga bandarískt herlið frá norðanverðu Sýrlandi þegar Tyrkir ætluðu að ráðast þar inn. Tyrknesk stjórnvöld líta á hersveitir Kúrda í Sýrlandi sem anga af kúrdískri uppreisn í Tyrklandi sem þau skilgreina sem hryðjuverkastarfsemi. Yfirmönnum Bandaríkjahers tókst þó að sannfæra Trump um að halda eftir fámennu herliði við olíulindir í Sýrlandi þrátt fyrir að hluti þess hafi verið sendur til Íraks.
Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Leiðtogi ISIS sagður hafa sprengt sig í loft upp í miðri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa greint frá því í morgun að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í sérstakri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í Idlib-héraði í norðurhluta Sýrlands. Búist er við tilkynningu frá Bandaríkjaforseta klukkan eitt í dag að íslenskum tíma. 27. október 2019 07:27 Segir endalok al-Baghdadi ekki marka endalok ISIS Varnarmálaráðherra Frakklands, Florence Parly, óskaði Bandarískum yfirvöldum til hamingju með að hafa ráðið niðurlögum hryðjuverkaleiðtogans Abu Bakr al-Baghdadi í nótt. Parly varaði Bandaríkjastjórn þó við því að þótt að lífi al-Baghdadi sé lokið þýði það ekki að svo sé komið fyrir samtökum hans ISIS. 27. október 2019 16:39 Staðfestir dauða Baghdadi: Króaður af og sprengdi sig og þrjú börn í loft upp Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, staðfesti nú rétt í þessu að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands í nótt. 27. október 2019 13:22 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Leiðtogi ISIS sagður hafa sprengt sig í loft upp í miðri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa greint frá því í morgun að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í sérstakri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í Idlib-héraði í norðurhluta Sýrlands. Búist er við tilkynningu frá Bandaríkjaforseta klukkan eitt í dag að íslenskum tíma. 27. október 2019 07:27
Segir endalok al-Baghdadi ekki marka endalok ISIS Varnarmálaráðherra Frakklands, Florence Parly, óskaði Bandarískum yfirvöldum til hamingju með að hafa ráðið niðurlögum hryðjuverkaleiðtogans Abu Bakr al-Baghdadi í nótt. Parly varaði Bandaríkjastjórn þó við því að þótt að lífi al-Baghdadi sé lokið þýði það ekki að svo sé komið fyrir samtökum hans ISIS. 27. október 2019 16:39
Staðfestir dauða Baghdadi: Króaður af og sprengdi sig og þrjú börn í loft upp Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, staðfesti nú rétt í þessu að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands í nótt. 27. október 2019 13:22