Útspil Íslandsbanka kemur fjármálaráðherra spánskt fyrir sjónir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. október 2019 11:30 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er hissa yfir fregnum af aðgerðum Íslandsbanka gegn karlægum fyrirtækjum og fjölmiðlum. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra veltir fyrir sér hvar Íslandsbanki ætli að draga mörkin þegar komi að jafnréttismálum. Bankinn, sem er í eigu ríkisins, ætlar að beina viðskiptum sínum frá karlægum fyrirtækjum og hætta að kaupa auglýsingar hjá fjölmiðlum „sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla“. Formaður Miðflokksins segir að ef Íslandsbanki vilji sýna samfélagslega ábyrgð ætti hann að byrja á því að lækka vexti til fólksins í landinu.Edda Hermannsdóttir segir að nú sé nóg rætt og kominn tími á framkvæmdir.Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka, kynnti ætlanir bankans í pistli á Vísi í vikunni. „Kröfurnar sem við setjum eru þær að ef um mikinn kynjahalla er að ræða þá viljum við gera athugasemdir við það. Við erum búin að flagga við þá aðila. Við ætlum ekki að gefa það upp hverjir það eru. En, við erum að taka upp gögn og erum í viðræðum um það,“ segir Edda í frétt Vísis í morgun.„Við munum ekki gera þetta á einum degi, þetta er ferli þar sem við erum búin að flagga því að við sem ábyrgur banki viljum aðeins eiga í viðskiptum við fyrirtæki þar sem þessi sjónarmið eru virt. Við setjum fram þá kröfu að það séu konur en ekki bara karlar hjá þeim fyrirtækjum sem við eigum í viðskiptum við.“ Spurð hvort þetta eigi einnig við um fyrirtæki sem eru frá fornu fari karllæg svo sem bifreiðarverkstæði segir hún að það sé til athugunar hjá rekstrardeildinni. Þetta sé það sem að markaðsdeildinni snúi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra út í þetta útspil bankans í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun.„Óhugnanlegt“ að bankinn hlutist til um rekstur fjölmiðla „Nú hljóta allir að vera þeirrar skoðunar að það er mikilvægt að gæta jafnréttis á fjölmiðlum og öðrum vinnustöðum,“ sagði Sigmundur í upphafi fyrirspurnar sinnar. Spurði hann ráðherra hvort honum þætti eðlilegt að ríkisfyrirtæki, í þessu tilfelli Íslandsbanki, beitti afli sínu og fjármunum til að þvinga fram ákveðna niðurstöðu. „Er ekki sérstaklega óhugnanlegt þegar það beinist að fjölmiðlum og banki ætlar að fara að hlutast til um það hvernig fjölmiðlar eru reknir?“ spurði Sigmundur Davíð.Sigmundi Davíð telur Íslandsbanka eiga að lækka vexti hafi bankinn hagsmuni almennings að leiðarljósi.vísir/vilhelmBjarni steig í pontu og minnti á að fjármálafyrirtækjum í eigu hins opinbera bæri að starfa í samræmi við eigendastefnu ríkisins. Þar væru lagðar allar meginreglur. Stjórn og starfsemi ætti að samræmast þeim áherslum sem birtast í eigendastefnunni. „Varðandi áherslur bankans verð ég að viðurkenna að þetta kemur mér nokkuð spánskt fyrir sjónir. Maður veltir fyrir sér ef bankinn vill leggja áherslu á jafnræði, jafnrétti og grænar lausnir í sinni starfsemi hvar bankinn hyggist draga mörkin.“ Auðvitað væri það svo að á Alþingi og hjá stjórnvöldum hverju sinni að áhersla hefði verið á jafnrétti og græna málaflokka undanfarin ár. Íslandsbanki ætlar samhliða vegferð sinni gegn kynjahalla að skera upp herör í umhverfismálum, meðal annars með því að hætta með plastsparibauka og prentun pappírs.Tvískinnungur hjá Íslandsbanka segir ráðherra „Ef menn ætla að gera það að aðalatriði í sinni starfsemi finnst mér ákveðin tvískinnungur í því að ætla að gera það bara á útgjaldahliðinni en ekki tekjuhliðinni,“ segir Bjarni. Hann segist ekki sjá hvert bankinn ætli með þessu. „Ætla menn að neita viðskiptum við þá sem starfa ekki samkvæmt þessari hugmyndafræði? Ef bankinn fer að líta á það sem kostnað eða útgjöld. Ég sé ekki alveg hvert menn eru að fara með þessu.“Allt hlutafé Íslandsbanka er í eigu ríkissjóðs.Fréttablaðið/EyþórÞað sé gott og blessað að viðskiptavinir bankans séu hvattir til að hafa jafnréttismál ofarlega á baugi. „En það eru takmörk fyrir því hversu langt menn geta siglt frá þeim stefnum sem birtast í eigendastefnu ríkisins.“ Sigmundur tók undir með Bjarna og sagði bankann væntanlega ekki vera að þjóna hagsmunum almennings, eigenda bankans, með því að hafna viðskiptum við ákveðin fyrirtæki. Spurði hann hvort ekki væri tímabært að fara yfir eigendastefnu þegar kæmi að bankanum. Vísaði hann til byggingar fyrirhugaðrar höfuðstöðva Landsbankans. Hann fyndi mikið að útspili Íslandsbanka og margt sem mætti velta fyrir sér. Tilefni væri til að hafa áhyggjur af ýmsu.Lækkun vaxta sýndi samfélagslega ábyrgð „Tökum bara dæmi af vinsælustu útvarpsstöð landsins, Bylgjunni. Þar vill svo til að flestir starfsmenn yfir daginn eru karlar þó konur séu að sjálfsögðu til viðtals þar. Ef að ríkisbankinn ákvæði að hætta að auglýsa á þessari tilteknu útvarpsrás þá væri hann væntanlega ekki að þjóna hagsmunum almennings, eigenda bankans, með því? „Er ekki aðalatriðið að banki sem að vill sýna af sér samfélagslega ábyrgð lækki vexti? Til að mynda Íslandsbanki lækki eitthvað af þessum 400-500 gjaldskrárliðum sem eru á heimasíðu sinni.“Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/VilhelmGuðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sér allt annan flöt á málinu. Minnir þingmaðurinn á að 24. október sé Kvennafrídagurinn og gerir grín að fyrrnefndum umræðum á þingi. „Kvennafrídagur í dag: í tilefni hans eru nú Sigmundur Davíð og Bjarni Ben að takast á um það í ræðustól Alþingis hvor er andvígari átaki Íslandsbanka gegn kynjahalla í fjölmiðlum,“ segir Guðmundur Andri á Facebook. Alþingi Fjölmiðlar Íslenskir bankar Umhverfismál Tengdar fréttir Segja eitt en gera annað Þegar loforð um betri og bættan heim heyrast úr öllum hornum þar sem flestir eru að reyna að breyta hegðun sinni þá er ekki annað hægt en að fyllast örlítilli von um að hlutirnir fari kannski ekki á versta veg þrátt fyrir öra hlýnun jarðar. 21. október 2019 09:00 Íslandsbanki setur viðskiptabann á karllæga fjölmiðla Búið að flagga tiltekna fjölmiðla. 24. október 2019 08:00 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra veltir fyrir sér hvar Íslandsbanki ætli að draga mörkin þegar komi að jafnréttismálum. Bankinn, sem er í eigu ríkisins, ætlar að beina viðskiptum sínum frá karlægum fyrirtækjum og hætta að kaupa auglýsingar hjá fjölmiðlum „sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla“. Formaður Miðflokksins segir að ef Íslandsbanki vilji sýna samfélagslega ábyrgð ætti hann að byrja á því að lækka vexti til fólksins í landinu.Edda Hermannsdóttir segir að nú sé nóg rætt og kominn tími á framkvæmdir.Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka, kynnti ætlanir bankans í pistli á Vísi í vikunni. „Kröfurnar sem við setjum eru þær að ef um mikinn kynjahalla er að ræða þá viljum við gera athugasemdir við það. Við erum búin að flagga við þá aðila. Við ætlum ekki að gefa það upp hverjir það eru. En, við erum að taka upp gögn og erum í viðræðum um það,“ segir Edda í frétt Vísis í morgun.„Við munum ekki gera þetta á einum degi, þetta er ferli þar sem við erum búin að flagga því að við sem ábyrgur banki viljum aðeins eiga í viðskiptum við fyrirtæki þar sem þessi sjónarmið eru virt. Við setjum fram þá kröfu að það séu konur en ekki bara karlar hjá þeim fyrirtækjum sem við eigum í viðskiptum við.“ Spurð hvort þetta eigi einnig við um fyrirtæki sem eru frá fornu fari karllæg svo sem bifreiðarverkstæði segir hún að það sé til athugunar hjá rekstrardeildinni. Þetta sé það sem að markaðsdeildinni snúi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra út í þetta útspil bankans í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun.„Óhugnanlegt“ að bankinn hlutist til um rekstur fjölmiðla „Nú hljóta allir að vera þeirrar skoðunar að það er mikilvægt að gæta jafnréttis á fjölmiðlum og öðrum vinnustöðum,“ sagði Sigmundur í upphafi fyrirspurnar sinnar. Spurði hann ráðherra hvort honum þætti eðlilegt að ríkisfyrirtæki, í þessu tilfelli Íslandsbanki, beitti afli sínu og fjármunum til að þvinga fram ákveðna niðurstöðu. „Er ekki sérstaklega óhugnanlegt þegar það beinist að fjölmiðlum og banki ætlar að fara að hlutast til um það hvernig fjölmiðlar eru reknir?“ spurði Sigmundur Davíð.Sigmundi Davíð telur Íslandsbanka eiga að lækka vexti hafi bankinn hagsmuni almennings að leiðarljósi.vísir/vilhelmBjarni steig í pontu og minnti á að fjármálafyrirtækjum í eigu hins opinbera bæri að starfa í samræmi við eigendastefnu ríkisins. Þar væru lagðar allar meginreglur. Stjórn og starfsemi ætti að samræmast þeim áherslum sem birtast í eigendastefnunni. „Varðandi áherslur bankans verð ég að viðurkenna að þetta kemur mér nokkuð spánskt fyrir sjónir. Maður veltir fyrir sér ef bankinn vill leggja áherslu á jafnræði, jafnrétti og grænar lausnir í sinni starfsemi hvar bankinn hyggist draga mörkin.“ Auðvitað væri það svo að á Alþingi og hjá stjórnvöldum hverju sinni að áhersla hefði verið á jafnrétti og græna málaflokka undanfarin ár. Íslandsbanki ætlar samhliða vegferð sinni gegn kynjahalla að skera upp herör í umhverfismálum, meðal annars með því að hætta með plastsparibauka og prentun pappírs.Tvískinnungur hjá Íslandsbanka segir ráðherra „Ef menn ætla að gera það að aðalatriði í sinni starfsemi finnst mér ákveðin tvískinnungur í því að ætla að gera það bara á útgjaldahliðinni en ekki tekjuhliðinni,“ segir Bjarni. Hann segist ekki sjá hvert bankinn ætli með þessu. „Ætla menn að neita viðskiptum við þá sem starfa ekki samkvæmt þessari hugmyndafræði? Ef bankinn fer að líta á það sem kostnað eða útgjöld. Ég sé ekki alveg hvert menn eru að fara með þessu.“Allt hlutafé Íslandsbanka er í eigu ríkissjóðs.Fréttablaðið/EyþórÞað sé gott og blessað að viðskiptavinir bankans séu hvattir til að hafa jafnréttismál ofarlega á baugi. „En það eru takmörk fyrir því hversu langt menn geta siglt frá þeim stefnum sem birtast í eigendastefnu ríkisins.“ Sigmundur tók undir með Bjarna og sagði bankann væntanlega ekki vera að þjóna hagsmunum almennings, eigenda bankans, með því að hafna viðskiptum við ákveðin fyrirtæki. Spurði hann hvort ekki væri tímabært að fara yfir eigendastefnu þegar kæmi að bankanum. Vísaði hann til byggingar fyrirhugaðrar höfuðstöðva Landsbankans. Hann fyndi mikið að útspili Íslandsbanka og margt sem mætti velta fyrir sér. Tilefni væri til að hafa áhyggjur af ýmsu.Lækkun vaxta sýndi samfélagslega ábyrgð „Tökum bara dæmi af vinsælustu útvarpsstöð landsins, Bylgjunni. Þar vill svo til að flestir starfsmenn yfir daginn eru karlar þó konur séu að sjálfsögðu til viðtals þar. Ef að ríkisbankinn ákvæði að hætta að auglýsa á þessari tilteknu útvarpsrás þá væri hann væntanlega ekki að þjóna hagsmunum almennings, eigenda bankans, með því? „Er ekki aðalatriðið að banki sem að vill sýna af sér samfélagslega ábyrgð lækki vexti? Til að mynda Íslandsbanki lækki eitthvað af þessum 400-500 gjaldskrárliðum sem eru á heimasíðu sinni.“Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/VilhelmGuðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sér allt annan flöt á málinu. Minnir þingmaðurinn á að 24. október sé Kvennafrídagurinn og gerir grín að fyrrnefndum umræðum á þingi. „Kvennafrídagur í dag: í tilefni hans eru nú Sigmundur Davíð og Bjarni Ben að takast á um það í ræðustól Alþingis hvor er andvígari átaki Íslandsbanka gegn kynjahalla í fjölmiðlum,“ segir Guðmundur Andri á Facebook.
Alþingi Fjölmiðlar Íslenskir bankar Umhverfismál Tengdar fréttir Segja eitt en gera annað Þegar loforð um betri og bættan heim heyrast úr öllum hornum þar sem flestir eru að reyna að breyta hegðun sinni þá er ekki annað hægt en að fyllast örlítilli von um að hlutirnir fari kannski ekki á versta veg þrátt fyrir öra hlýnun jarðar. 21. október 2019 09:00 Íslandsbanki setur viðskiptabann á karllæga fjölmiðla Búið að flagga tiltekna fjölmiðla. 24. október 2019 08:00 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Segja eitt en gera annað Þegar loforð um betri og bættan heim heyrast úr öllum hornum þar sem flestir eru að reyna að breyta hegðun sinni þá er ekki annað hægt en að fyllast örlítilli von um að hlutirnir fari kannski ekki á versta veg þrátt fyrir öra hlýnun jarðar. 21. október 2019 09:00
Íslandsbanki setur viðskiptabann á karllæga fjölmiðla Búið að flagga tiltekna fjölmiðla. 24. október 2019 08:00