Rússneskur áróður skýtur áfram upp kollinum á Facebook Kjartan Kjartansson skrifar 22. október 2019 12:23 Zuckerberg og Facebook hafa legið undir gagnrýni fyrir að leyfa ýmis konar upplýsingafalsi og ósannindum að fara fjöllum hærra á miðlinum. Vísir/EPA Samfélagsmiðlarisinn Facebook segist hafa eytt rússneskum reikningum sem voru látnir líta út fyrir að vera frá Bandaríkjamönnum. Þeir sem stóðu að reikningunum tóku þátt í umræðum um pólitísk hitamál í lykilríkjum fyrir forsetakosningar næsta árs, lofuðu Donald Trump forseta en löstuðu Joe Biden, mögulegan mótframbjóðanda hans. Rússnesk stjórnvöld stóðu fyrir skipulagðri samfélagsmiðlaherferð í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016. Gerðu þau út af örkinni svokallaða tröllaverksmiðju sem hélt ýmis konar stjórnmálaáróðri að bandarískum kjósendum sem var ætlað að ala á sundrung. Facebook segir að reikningarnir sem fyrirtækið hefur nú eytt beri sömu einkenni og herferðin fyrir þremur árum. Þá sóttust Rússar eftir því að upphefja Trump en grafa undan Hillary Clinton. Auk samfélagsmiðlaherferðarinnar stálu rússneskir hakkarar tölvupóstum framboðs hennar og landsnefndar Demókrataflokksins sem þeir komu svo í birtingu í gegnum uppljóstranavefinn Wikileaks. Að þessu sinni virðast Rússarnir beina kröftum sínum að myndadeiliforritinu Instagram sem er í eigu Facebook. Þar dreifa þeir efni um bandarísk stjórnmál og myndefni gegn frambjóðendum í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar, að sögn Washington Post. Einn rússnesku reikninganna var þannig gerður í nafni blökkumanns í Michigan sem gagnrýndi Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, fyrir klúður í málefnum ólíkra kynþátta í Bandaríkjunum undir myllumerkinu „#Svörtlífskiptamáli“. Aðrir rússneskir reikningar studdu Bernie Sanders. Auk rússnesku reikninganna fölsku segist Facebook hafa fjarlægt þrjár misvísandi samfélagsmiðlaherferðir sem tengjast Írönum.Veik viðbrögð gáfu fleiri ríkjum skotleyfi Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook, sagði Washington Post í síðustu viku að upplýsingafals á samfélagsmiðlum hafi versnað frá árinu 2016, meðal annars vegna slælegra viðbragða bandarískra stjórnvalda við tilraunum Rússa til afskipta. „Því miður voru viðbrögð Bandaríkjanna við Rússlandi ekki sérstaklega sterk eftir 2016 þannig að það sendi öðrum löndum skilaboð að þau gætu tekið þátt í þessu líka,“ sagði hann. Fyrir utan upplýsingafalsið sem fer fram í gegnum falska reikninga hefur Zuckerberg og Facebook legið undir gagnrýni fyrir að leyfa lygar og stoðlausar fullyrðingar í stjórnmálaauglýsingum á samfélagsmiðlinum. Bandaríkin Facebook Rússland Tengdar fréttir Bandaríkjamenn slökktu á „Tröllaverksmiðjunni“ fyrir þingkosningarnar Bandaríski herinn kom í veg fyrir að starfsmenn "Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu í St. Pétursborg í Rússlandi hefðu aðgang að internetinu í aðdraganda bandarísku þingkosninganna í vetur. 26. febrúar 2019 23:15 Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira
Samfélagsmiðlarisinn Facebook segist hafa eytt rússneskum reikningum sem voru látnir líta út fyrir að vera frá Bandaríkjamönnum. Þeir sem stóðu að reikningunum tóku þátt í umræðum um pólitísk hitamál í lykilríkjum fyrir forsetakosningar næsta árs, lofuðu Donald Trump forseta en löstuðu Joe Biden, mögulegan mótframbjóðanda hans. Rússnesk stjórnvöld stóðu fyrir skipulagðri samfélagsmiðlaherferð í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016. Gerðu þau út af örkinni svokallaða tröllaverksmiðju sem hélt ýmis konar stjórnmálaáróðri að bandarískum kjósendum sem var ætlað að ala á sundrung. Facebook segir að reikningarnir sem fyrirtækið hefur nú eytt beri sömu einkenni og herferðin fyrir þremur árum. Þá sóttust Rússar eftir því að upphefja Trump en grafa undan Hillary Clinton. Auk samfélagsmiðlaherferðarinnar stálu rússneskir hakkarar tölvupóstum framboðs hennar og landsnefndar Demókrataflokksins sem þeir komu svo í birtingu í gegnum uppljóstranavefinn Wikileaks. Að þessu sinni virðast Rússarnir beina kröftum sínum að myndadeiliforritinu Instagram sem er í eigu Facebook. Þar dreifa þeir efni um bandarísk stjórnmál og myndefni gegn frambjóðendum í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar, að sögn Washington Post. Einn rússnesku reikninganna var þannig gerður í nafni blökkumanns í Michigan sem gagnrýndi Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, fyrir klúður í málefnum ólíkra kynþátta í Bandaríkjunum undir myllumerkinu „#Svörtlífskiptamáli“. Aðrir rússneskir reikningar studdu Bernie Sanders. Auk rússnesku reikninganna fölsku segist Facebook hafa fjarlægt þrjár misvísandi samfélagsmiðlaherferðir sem tengjast Írönum.Veik viðbrögð gáfu fleiri ríkjum skotleyfi Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook, sagði Washington Post í síðustu viku að upplýsingafals á samfélagsmiðlum hafi versnað frá árinu 2016, meðal annars vegna slælegra viðbragða bandarískra stjórnvalda við tilraunum Rússa til afskipta. „Því miður voru viðbrögð Bandaríkjanna við Rússlandi ekki sérstaklega sterk eftir 2016 þannig að það sendi öðrum löndum skilaboð að þau gætu tekið þátt í þessu líka,“ sagði hann. Fyrir utan upplýsingafalsið sem fer fram í gegnum falska reikninga hefur Zuckerberg og Facebook legið undir gagnrýni fyrir að leyfa lygar og stoðlausar fullyrðingar í stjórnmálaauglýsingum á samfélagsmiðlinum.
Bandaríkin Facebook Rússland Tengdar fréttir Bandaríkjamenn slökktu á „Tröllaverksmiðjunni“ fyrir þingkosningarnar Bandaríski herinn kom í veg fyrir að starfsmenn "Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu í St. Pétursborg í Rússlandi hefðu aðgang að internetinu í aðdraganda bandarísku þingkosninganna í vetur. 26. febrúar 2019 23:15 Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira
Bandaríkjamenn slökktu á „Tröllaverksmiðjunni“ fyrir þingkosningarnar Bandaríski herinn kom í veg fyrir að starfsmenn "Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu í St. Pétursborg í Rússlandi hefðu aðgang að internetinu í aðdraganda bandarísku þingkosninganna í vetur. 26. febrúar 2019 23:15
Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00