Rússneskur áróður skýtur áfram upp kollinum á Facebook Kjartan Kjartansson skrifar 22. október 2019 12:23 Zuckerberg og Facebook hafa legið undir gagnrýni fyrir að leyfa ýmis konar upplýsingafalsi og ósannindum að fara fjöllum hærra á miðlinum. Vísir/EPA Samfélagsmiðlarisinn Facebook segist hafa eytt rússneskum reikningum sem voru látnir líta út fyrir að vera frá Bandaríkjamönnum. Þeir sem stóðu að reikningunum tóku þátt í umræðum um pólitísk hitamál í lykilríkjum fyrir forsetakosningar næsta árs, lofuðu Donald Trump forseta en löstuðu Joe Biden, mögulegan mótframbjóðanda hans. Rússnesk stjórnvöld stóðu fyrir skipulagðri samfélagsmiðlaherferð í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016. Gerðu þau út af örkinni svokallaða tröllaverksmiðju sem hélt ýmis konar stjórnmálaáróðri að bandarískum kjósendum sem var ætlað að ala á sundrung. Facebook segir að reikningarnir sem fyrirtækið hefur nú eytt beri sömu einkenni og herferðin fyrir þremur árum. Þá sóttust Rússar eftir því að upphefja Trump en grafa undan Hillary Clinton. Auk samfélagsmiðlaherferðarinnar stálu rússneskir hakkarar tölvupóstum framboðs hennar og landsnefndar Demókrataflokksins sem þeir komu svo í birtingu í gegnum uppljóstranavefinn Wikileaks. Að þessu sinni virðast Rússarnir beina kröftum sínum að myndadeiliforritinu Instagram sem er í eigu Facebook. Þar dreifa þeir efni um bandarísk stjórnmál og myndefni gegn frambjóðendum í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar, að sögn Washington Post. Einn rússnesku reikninganna var þannig gerður í nafni blökkumanns í Michigan sem gagnrýndi Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, fyrir klúður í málefnum ólíkra kynþátta í Bandaríkjunum undir myllumerkinu „#Svörtlífskiptamáli“. Aðrir rússneskir reikningar studdu Bernie Sanders. Auk rússnesku reikninganna fölsku segist Facebook hafa fjarlægt þrjár misvísandi samfélagsmiðlaherferðir sem tengjast Írönum.Veik viðbrögð gáfu fleiri ríkjum skotleyfi Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook, sagði Washington Post í síðustu viku að upplýsingafals á samfélagsmiðlum hafi versnað frá árinu 2016, meðal annars vegna slælegra viðbragða bandarískra stjórnvalda við tilraunum Rússa til afskipta. „Því miður voru viðbrögð Bandaríkjanna við Rússlandi ekki sérstaklega sterk eftir 2016 þannig að það sendi öðrum löndum skilaboð að þau gætu tekið þátt í þessu líka,“ sagði hann. Fyrir utan upplýsingafalsið sem fer fram í gegnum falska reikninga hefur Zuckerberg og Facebook legið undir gagnrýni fyrir að leyfa lygar og stoðlausar fullyrðingar í stjórnmálaauglýsingum á samfélagsmiðlinum. Bandaríkin Facebook Rússland Tengdar fréttir Bandaríkjamenn slökktu á „Tröllaverksmiðjunni“ fyrir þingkosningarnar Bandaríski herinn kom í veg fyrir að starfsmenn "Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu í St. Pétursborg í Rússlandi hefðu aðgang að internetinu í aðdraganda bandarísku þingkosninganna í vetur. 26. febrúar 2019 23:15 Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fleiri fréttir Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Sjá meira
Samfélagsmiðlarisinn Facebook segist hafa eytt rússneskum reikningum sem voru látnir líta út fyrir að vera frá Bandaríkjamönnum. Þeir sem stóðu að reikningunum tóku þátt í umræðum um pólitísk hitamál í lykilríkjum fyrir forsetakosningar næsta árs, lofuðu Donald Trump forseta en löstuðu Joe Biden, mögulegan mótframbjóðanda hans. Rússnesk stjórnvöld stóðu fyrir skipulagðri samfélagsmiðlaherferð í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016. Gerðu þau út af örkinni svokallaða tröllaverksmiðju sem hélt ýmis konar stjórnmálaáróðri að bandarískum kjósendum sem var ætlað að ala á sundrung. Facebook segir að reikningarnir sem fyrirtækið hefur nú eytt beri sömu einkenni og herferðin fyrir þremur árum. Þá sóttust Rússar eftir því að upphefja Trump en grafa undan Hillary Clinton. Auk samfélagsmiðlaherferðarinnar stálu rússneskir hakkarar tölvupóstum framboðs hennar og landsnefndar Demókrataflokksins sem þeir komu svo í birtingu í gegnum uppljóstranavefinn Wikileaks. Að þessu sinni virðast Rússarnir beina kröftum sínum að myndadeiliforritinu Instagram sem er í eigu Facebook. Þar dreifa þeir efni um bandarísk stjórnmál og myndefni gegn frambjóðendum í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar, að sögn Washington Post. Einn rússnesku reikninganna var þannig gerður í nafni blökkumanns í Michigan sem gagnrýndi Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, fyrir klúður í málefnum ólíkra kynþátta í Bandaríkjunum undir myllumerkinu „#Svörtlífskiptamáli“. Aðrir rússneskir reikningar studdu Bernie Sanders. Auk rússnesku reikninganna fölsku segist Facebook hafa fjarlægt þrjár misvísandi samfélagsmiðlaherferðir sem tengjast Írönum.Veik viðbrögð gáfu fleiri ríkjum skotleyfi Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook, sagði Washington Post í síðustu viku að upplýsingafals á samfélagsmiðlum hafi versnað frá árinu 2016, meðal annars vegna slælegra viðbragða bandarískra stjórnvalda við tilraunum Rússa til afskipta. „Því miður voru viðbrögð Bandaríkjanna við Rússlandi ekki sérstaklega sterk eftir 2016 þannig að það sendi öðrum löndum skilaboð að þau gætu tekið þátt í þessu líka,“ sagði hann. Fyrir utan upplýsingafalsið sem fer fram í gegnum falska reikninga hefur Zuckerberg og Facebook legið undir gagnrýni fyrir að leyfa lygar og stoðlausar fullyrðingar í stjórnmálaauglýsingum á samfélagsmiðlinum.
Bandaríkin Facebook Rússland Tengdar fréttir Bandaríkjamenn slökktu á „Tröllaverksmiðjunni“ fyrir þingkosningarnar Bandaríski herinn kom í veg fyrir að starfsmenn "Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu í St. Pétursborg í Rússlandi hefðu aðgang að internetinu í aðdraganda bandarísku þingkosninganna í vetur. 26. febrúar 2019 23:15 Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fleiri fréttir Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Sjá meira
Bandaríkjamenn slökktu á „Tröllaverksmiðjunni“ fyrir þingkosningarnar Bandaríski herinn kom í veg fyrir að starfsmenn "Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu í St. Pétursborg í Rússlandi hefðu aðgang að internetinu í aðdraganda bandarísku þingkosninganna í vetur. 26. febrúar 2019 23:15
Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00