WOW enn á flugi í Tælandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. október 2019 10:45 VietJet air lét sér nægja til að byrja með að setja límmiða á stél vélarinnar og hreyfla. Hún er því ennþá fjólublá og merkt WOW air í bak og fyrir. Instagram/toeychincha Þrátt fyrir að starfsemi WOW air hafi verið stöðvuð þann 28. mars síðastliðinn má enn sjá vél flugfélagsins bregða fyrir í háloftunum. Líti íbúar og gestir Tælands til himins gætu þeir rekið augun í vélina, sem enn er í fjólubláum einkennislit hins fallna flugfélags. Umrædd vél er af gerðinni Airbus 321 og bar heitið TF-NOW þegar hún var í flota WOW air, á árunum 2017 til 2019. Undir það síðasta hafði TF-NOW verið í leiguflugsverkefni á milli Miami í Flórída og Kúbu og tengdist því ekki hefðbundnu áætlunarflugi WOW frá Íslandi. Fjórum dögum áður en starfsemi WOW var endanlega stöðvuð kyrrsetti eigandi TF-NOW, írski leigusalinn Jin Shan 20 Company, vélina í Miami. Þaðan var henni flogið til Toulouse í Frakklandi í júníbyrjun og hafði verið svo gott sem verkefnalaus þangað til í byrjun október, þegar hið víetnamska Vietjet tók hana á leigu.Fjólublá með límmíðum Í samskiptum við Vísi segir talsmaður flugfélagsins að jú, vélin sé í fullri notkun og beri þær merkingar sem sjá má á myndinni hér að ofan. Hún sé ennþá fjólublá og með stórri WOW-letrun á hliðunum. Hún heiti þó ekki lengur TF-NOW heldur beri í dag merkinguna HS-VKM, auk þess sem Vietjet hafi sett merki sitt á stél hennar og hreyfla. Þessar vikurnar sé hún einungis notuð til innanlandsflugs í Tælandi, frá höfuðborginni Bangkok til Chiang Mai og Phuket, en til stendur að nota vélina einnig til millilandaflugs. Gunnar Steinn Pálsson, talsmaður hópsins sem nú vinnur að endurreisn WOW air, gat lítið tjáð sig um málið þegar Vísir spurði hann hvort einhverjar athugasemdir hafi verið gerðar við merkingar vélarinnar. Þó má ætla að Michele Ballarin og félagar þurfi ekki að aðhafast mikið, það er ekki fyrirhugað að vélin verði fjólublá að eilífu. „Fljótlega verður hún máluð í hefðbundnum einkennislitum Vietjet,“ segir talsmaður víetnamska flugfélagsins en þá má sjá hér að neðan. Næsti kafli í lífi TF-Now verður hvítur og appelsínugulur á lit.Getty/NurPhoto Fréttir af flugi Taíland WOW Air Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Þrátt fyrir að starfsemi WOW air hafi verið stöðvuð þann 28. mars síðastliðinn má enn sjá vél flugfélagsins bregða fyrir í háloftunum. Líti íbúar og gestir Tælands til himins gætu þeir rekið augun í vélina, sem enn er í fjólubláum einkennislit hins fallna flugfélags. Umrædd vél er af gerðinni Airbus 321 og bar heitið TF-NOW þegar hún var í flota WOW air, á árunum 2017 til 2019. Undir það síðasta hafði TF-NOW verið í leiguflugsverkefni á milli Miami í Flórída og Kúbu og tengdist því ekki hefðbundnu áætlunarflugi WOW frá Íslandi. Fjórum dögum áður en starfsemi WOW var endanlega stöðvuð kyrrsetti eigandi TF-NOW, írski leigusalinn Jin Shan 20 Company, vélina í Miami. Þaðan var henni flogið til Toulouse í Frakklandi í júníbyrjun og hafði verið svo gott sem verkefnalaus þangað til í byrjun október, þegar hið víetnamska Vietjet tók hana á leigu.Fjólublá með límmíðum Í samskiptum við Vísi segir talsmaður flugfélagsins að jú, vélin sé í fullri notkun og beri þær merkingar sem sjá má á myndinni hér að ofan. Hún sé ennþá fjólublá og með stórri WOW-letrun á hliðunum. Hún heiti þó ekki lengur TF-NOW heldur beri í dag merkinguna HS-VKM, auk þess sem Vietjet hafi sett merki sitt á stél hennar og hreyfla. Þessar vikurnar sé hún einungis notuð til innanlandsflugs í Tælandi, frá höfuðborginni Bangkok til Chiang Mai og Phuket, en til stendur að nota vélina einnig til millilandaflugs. Gunnar Steinn Pálsson, talsmaður hópsins sem nú vinnur að endurreisn WOW air, gat lítið tjáð sig um málið þegar Vísir spurði hann hvort einhverjar athugasemdir hafi verið gerðar við merkingar vélarinnar. Þó má ætla að Michele Ballarin og félagar þurfi ekki að aðhafast mikið, það er ekki fyrirhugað að vélin verði fjólublá að eilífu. „Fljótlega verður hún máluð í hefðbundnum einkennislitum Vietjet,“ segir talsmaður víetnamska flugfélagsins en þá má sjá hér að neðan. Næsti kafli í lífi TF-Now verður hvítur og appelsínugulur á lit.Getty/NurPhoto
Fréttir af flugi Taíland WOW Air Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira