Táknmynd illskunnar Davíð Stefánsson skrifar 9. nóvember 2019 07:15 Á þessum degi, 9. nóvember, fyrir þrjátíu árum, féll Berlínarmúrinn. „Varnarveggur gegn fasisma“ sem reistur var árið 1961, fangelsaði þegna hinnar sósíalísku paradísar sem annars hefðu lagt á flótta undan kúguninni. Í sama tilgangi hafði sæluríkið komið upp meira en milljón jarðsprengjum á landamærunum í vestri ásamt öðrum vígvélum. Þúsundir grimmra árásarhunda áttu einnig að varna mönnum frelsis. Margir reyndu, svo slæmt var ástandið. Sumum tókst það, en á annað hundrað féllu við flóttatilraunir. Berlínarmúrinn var tákngervingur kalda stríðsins, stjórnkerfis mannvonsku og lygi. Hann var ímynd þjóðskipulags þar sem tjáningar-, funda- og ferðafrelsi var fótum troðið. Hann var teikn hagkerfis stöðnunar og heimskulegrar oftrúar á getu ríkisskipulags alls mannlífs. Fjölskyldur, vinir og nágrannar í Austur- og Vestur-Berlín voru aðskildir í 28 ár. Í Þýska alþýðulýðveldinu voru þegnarnir undir stöðugu eftirliti leynilögreglunnar Stasi. Fólk var neytt til uppljóstrana og eftirlits hvert með öðru. Börn voru jafnvel hvött til að segja til foreldra sinna. Stjórn- og valdakerfi kommúnista í Mið- og Austur-Evrópu var þó komið að fótum fram og það splundraðist. Ófrelsið og stöðnunin varð ljós. Ekki yrði aftur snúið. Þessi ríki voru efnahagslega komin í þrot. Hagvöxtur þeirra fjaraði út. Efnahagskerfið, sem batt atvinnugreinar á klafa ríkisreksturs og ofskipulags, virkaði ekki til lengdar. Afleiðingin var stöðnun á flestum sviðum. Samanburður á miðstýringu austursins og viðskiptafrelsi vestursins fyrir lífskjör almennings varð æ skýrari. Frjálsir menn skapa og framleiða meira. Ríkisstjórnir hinna sósíalísku ríkja, sem sátu í skjóli Ráðstjórnarríkjanna, tóku að hrynja hver á fætur annarri. Hrun Berlínarmúrsins varð sögulegur punktur í þeirri þróun. Við tók sameining Þýskalands sem var og verður flókið viðfangsefni næstu áratuga. Enn er austurhlutinn talsvert frábrugðinn. Sameinað Þýskaland telst vart fullkomið en fáum dylst að lífskjör almennings eru betri. Þeir eru til sem telja sameiningu ríkjanna mistök. Líkt og í Sovétríkjunum sakna sumir öryggis og stöðugleika einræðisins. Þrátt fyrir njósnir um eigin þegna voru leikskólapláss. Þrátt fyrir miklar ferðatakmarkanir og vöruskort var atvinna flestra tryggð, að minnsta kosti í orði. Þrjátíu ára sögu hins illræmda múrs lauk þegar harðstjórnin lyppaðist niður, þrotin að kröftum, en fólkið reif niður, nánast með berum höndum, þessa táknmynd illskunnar. Þessa skal minnst. Frelsi og borgaraleg réttindi eru ekki sjálfgefin. Þau kalla á þjóðskipulag sem þarf sífellt að verja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Á þessum degi, 9. nóvember, fyrir þrjátíu árum, féll Berlínarmúrinn. „Varnarveggur gegn fasisma“ sem reistur var árið 1961, fangelsaði þegna hinnar sósíalísku paradísar sem annars hefðu lagt á flótta undan kúguninni. Í sama tilgangi hafði sæluríkið komið upp meira en milljón jarðsprengjum á landamærunum í vestri ásamt öðrum vígvélum. Þúsundir grimmra árásarhunda áttu einnig að varna mönnum frelsis. Margir reyndu, svo slæmt var ástandið. Sumum tókst það, en á annað hundrað féllu við flóttatilraunir. Berlínarmúrinn var tákngervingur kalda stríðsins, stjórnkerfis mannvonsku og lygi. Hann var ímynd þjóðskipulags þar sem tjáningar-, funda- og ferðafrelsi var fótum troðið. Hann var teikn hagkerfis stöðnunar og heimskulegrar oftrúar á getu ríkisskipulags alls mannlífs. Fjölskyldur, vinir og nágrannar í Austur- og Vestur-Berlín voru aðskildir í 28 ár. Í Þýska alþýðulýðveldinu voru þegnarnir undir stöðugu eftirliti leynilögreglunnar Stasi. Fólk var neytt til uppljóstrana og eftirlits hvert með öðru. Börn voru jafnvel hvött til að segja til foreldra sinna. Stjórn- og valdakerfi kommúnista í Mið- og Austur-Evrópu var þó komið að fótum fram og það splundraðist. Ófrelsið og stöðnunin varð ljós. Ekki yrði aftur snúið. Þessi ríki voru efnahagslega komin í þrot. Hagvöxtur þeirra fjaraði út. Efnahagskerfið, sem batt atvinnugreinar á klafa ríkisreksturs og ofskipulags, virkaði ekki til lengdar. Afleiðingin var stöðnun á flestum sviðum. Samanburður á miðstýringu austursins og viðskiptafrelsi vestursins fyrir lífskjör almennings varð æ skýrari. Frjálsir menn skapa og framleiða meira. Ríkisstjórnir hinna sósíalísku ríkja, sem sátu í skjóli Ráðstjórnarríkjanna, tóku að hrynja hver á fætur annarri. Hrun Berlínarmúrsins varð sögulegur punktur í þeirri þróun. Við tók sameining Þýskalands sem var og verður flókið viðfangsefni næstu áratuga. Enn er austurhlutinn talsvert frábrugðinn. Sameinað Þýskaland telst vart fullkomið en fáum dylst að lífskjör almennings eru betri. Þeir eru til sem telja sameiningu ríkjanna mistök. Líkt og í Sovétríkjunum sakna sumir öryggis og stöðugleika einræðisins. Þrátt fyrir njósnir um eigin þegna voru leikskólapláss. Þrátt fyrir miklar ferðatakmarkanir og vöruskort var atvinna flestra tryggð, að minnsta kosti í orði. Þrjátíu ára sögu hins illræmda múrs lauk þegar harðstjórnin lyppaðist niður, þrotin að kröftum, en fólkið reif niður, nánast með berum höndum, þessa táknmynd illskunnar. Þessa skal minnst. Frelsi og borgaraleg réttindi eru ekki sjálfgefin. Þau kalla á þjóðskipulag sem þarf sífellt að verja.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar