Allir umsækjendur frá Venesúela hlotið alþjóðlega vernd á árinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. nóvember 2019 16:39 Ástandið hefur síðustu ár farið versnandi í Venesúela. Hagkerfið er í molum og óðaverðbólga herjar á þjóðina auk þess sem stjórnmálin eru í upplausn. Vísir/Getty Það sem af er ári hafa 84 einstaklingar frá Venesúela sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi og allir hlotið hæli. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur beint þeim tilmælum til Útlendingastofnunar að annað hvort veita hælisleitendum frá Venesúela alþjóðlega vernd eða mannúðarleyfi vegna stöðunnar sem uppi er í Venesúela. Ástandið hefur síðustu ár farið versnandi í Venesúela. Hagkerfið er í molum og óðaverðbólga herjar á þjóðina auk þess sem stjórnmálin eru í upplausn. „Það er reyndar tilviljun að þessar tölur lenda saman því það eru inn í þessu líka umsóknir sem komu inn í lok síðasta árs sem er þá verið að vinna að á þessu ári og einhver mál enn í vinnslu hjá okkur líka. Það sem stendur á bakvið þetta er fyrst og fremst það ástand sem er uppi í Venesúela. Og það er þannig, eins og við þekkjum, að ástandið þar hefur verið mjög ótryggt undanfarið,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, settur forstjóri Útlendingastofnunar. Hann segir að margar umsóknir fólks frá Venesúela hafi verið teknar í forgangsmeðferð frá miðju sumri þegar ástandið í Venesúela fór skyndilega hríðversnandi. „En það sem einkennir þennan hóp svolítið er að það er ekki gerð krafa um áritun frá Venesúela til að ferðast til Evrópu. Við berum ábyrgð á því að afgreiða mál einstaklinganna sem koma til Evrópu ef þeir sækja ekki um alþjóðlega vernd í öðru aðildarríki. Afar fáir hjá okkur hafa verið í Dyflinnarmeðferð. Málin eru flest tekin til efnismeðferðar og í ljósi þeirra aðstæðna sem eru uppi í Venesúela tókum við, frá miðju sumri, sum mál í forgangsmeðferð. Við afgreiðum málin út frá þeirri forsendu að það sé líklegt að viðkomandi uppfylli skilyrði til þess að fá alþjóðlega vernd á Íslandi og erum að einbeita okkur að því að afgreiða þessi mál mjög hratt í gegnum kerfið svo fólk þurfi ekki að dvelja lengur en nauðsynlegt er í úrræðum Útlendingastofnunar,“ segir Þorsteinn.Hafa reynt að auka afköst Þorsteinn telur að Útlendingastofnun hafi aldrei veitt jafn mörgum hæli en á þessu ári. Frá janúar á þessu ári til septemberloka hefur stofnunin veitt alls 216 einstaklingum vernd. Stærstu hóparnir, sem bæði sóttu um vernd og hlutu hana, eru ríkisborgarar Íraks, Venesúela og Afganistan.Þorsteinn Gunnarsson, settur forstjóri Útlendingastofnunar.Það skal þó athugað að lokatölur fyrir árið liggja ekki fyrir því við munu bætast tölur um kvótaflóttafólk og það fólk sem hefur fengið niðurstöðu Útlendingastofnunar snúið hjá kærunefnd útlendingamála. Þá vantar einnig inn í lokatölu yfir árið þeir einstaklingar sem koma til landsins vegna fjölskyldusameiningar. Þorsteinn segir að það séu nokkrir þættir sem skýri fjölgunina. „Við höfum verið að vinna að því að bæta okkar verkferla og afköst þannig að við erum að vinna hraðar. Á bakvið hópinn sem kemur frá Venesúela eru náttúrulega tilmæli Flóttamannastofnunar um það að þeir sem koma frá Venesúela séu í þörf fyrir vernd. […] Við leggjum áherslu á að fara eftir tilmælum Flóttamannastofnunar. Það hefur gert okkur kleipt að vinna þessi mál hratt og örugglega.“Samsetning hópanna tekið breytingum undanfarin ár Þorsteinn segir að undanfarin ár hafi samsetning hópanna sem hingað koma í leit að alþjóðlegri vernd breyst. „Við höfum séð færri umsóknir hlutfallslega séð frá ríkjum í austurhluta Evrópu eins og Albaníu og Makedóníu, það sem við tölum um sem örugg upprunaríki. Raunverulega eru topp þrjú þjóðernin hjá okkur núna frá Írak, Venesúela og Afganistan,“ segir Þorsteinn. Hælisleitendur Stjórnsýsla Venesúela Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Það sem af er ári hafa 84 einstaklingar frá Venesúela sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi og allir hlotið hæli. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur beint þeim tilmælum til Útlendingastofnunar að annað hvort veita hælisleitendum frá Venesúela alþjóðlega vernd eða mannúðarleyfi vegna stöðunnar sem uppi er í Venesúela. Ástandið hefur síðustu ár farið versnandi í Venesúela. Hagkerfið er í molum og óðaverðbólga herjar á þjóðina auk þess sem stjórnmálin eru í upplausn. „Það er reyndar tilviljun að þessar tölur lenda saman því það eru inn í þessu líka umsóknir sem komu inn í lok síðasta árs sem er þá verið að vinna að á þessu ári og einhver mál enn í vinnslu hjá okkur líka. Það sem stendur á bakvið þetta er fyrst og fremst það ástand sem er uppi í Venesúela. Og það er þannig, eins og við þekkjum, að ástandið þar hefur verið mjög ótryggt undanfarið,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, settur forstjóri Útlendingastofnunar. Hann segir að margar umsóknir fólks frá Venesúela hafi verið teknar í forgangsmeðferð frá miðju sumri þegar ástandið í Venesúela fór skyndilega hríðversnandi. „En það sem einkennir þennan hóp svolítið er að það er ekki gerð krafa um áritun frá Venesúela til að ferðast til Evrópu. Við berum ábyrgð á því að afgreiða mál einstaklinganna sem koma til Evrópu ef þeir sækja ekki um alþjóðlega vernd í öðru aðildarríki. Afar fáir hjá okkur hafa verið í Dyflinnarmeðferð. Málin eru flest tekin til efnismeðferðar og í ljósi þeirra aðstæðna sem eru uppi í Venesúela tókum við, frá miðju sumri, sum mál í forgangsmeðferð. Við afgreiðum málin út frá þeirri forsendu að það sé líklegt að viðkomandi uppfylli skilyrði til þess að fá alþjóðlega vernd á Íslandi og erum að einbeita okkur að því að afgreiða þessi mál mjög hratt í gegnum kerfið svo fólk þurfi ekki að dvelja lengur en nauðsynlegt er í úrræðum Útlendingastofnunar,“ segir Þorsteinn.Hafa reynt að auka afköst Þorsteinn telur að Útlendingastofnun hafi aldrei veitt jafn mörgum hæli en á þessu ári. Frá janúar á þessu ári til septemberloka hefur stofnunin veitt alls 216 einstaklingum vernd. Stærstu hóparnir, sem bæði sóttu um vernd og hlutu hana, eru ríkisborgarar Íraks, Venesúela og Afganistan.Þorsteinn Gunnarsson, settur forstjóri Útlendingastofnunar.Það skal þó athugað að lokatölur fyrir árið liggja ekki fyrir því við munu bætast tölur um kvótaflóttafólk og það fólk sem hefur fengið niðurstöðu Útlendingastofnunar snúið hjá kærunefnd útlendingamála. Þá vantar einnig inn í lokatölu yfir árið þeir einstaklingar sem koma til landsins vegna fjölskyldusameiningar. Þorsteinn segir að það séu nokkrir þættir sem skýri fjölgunina. „Við höfum verið að vinna að því að bæta okkar verkferla og afköst þannig að við erum að vinna hraðar. Á bakvið hópinn sem kemur frá Venesúela eru náttúrulega tilmæli Flóttamannastofnunar um það að þeir sem koma frá Venesúela séu í þörf fyrir vernd. […] Við leggjum áherslu á að fara eftir tilmælum Flóttamannastofnunar. Það hefur gert okkur kleipt að vinna þessi mál hratt og örugglega.“Samsetning hópanna tekið breytingum undanfarin ár Þorsteinn segir að undanfarin ár hafi samsetning hópanna sem hingað koma í leit að alþjóðlegri vernd breyst. „Við höfum séð færri umsóknir hlutfallslega séð frá ríkjum í austurhluta Evrópu eins og Albaníu og Makedóníu, það sem við tölum um sem örugg upprunaríki. Raunverulega eru topp þrjú þjóðernin hjá okkur núna frá Írak, Venesúela og Afganistan,“ segir Þorsteinn.
Hælisleitendur Stjórnsýsla Venesúela Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira