Vilja að starfsmannastjóri Trump beri vitni 5. nóvember 2019 23:48 Mick Mulvaney ætlar ekki að verða við beiðni þingmanna. AP/Evan Vucci Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa beðið Mick Mulvaney, fyrrverandi þingmann og starfandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, um að mæta á fund þingmanna. Þar á hann að svara spurningum varðandi rannsókn þingsins á því hvort Donald Trump hafi brotið af sér í starfi. Formenn þeirra Þriggja þingnefnda sem leiða rannsóknina sendu Mulvaney erindi í gær þar sem þeir segjast telja að hann geti, vegna stöðu sinnar, svarað mikilvægum spurningum þingmanna. Mulvaney ætlar að hunsa þessa beiðni fyrrverandi samstarfsmanna sinna, eins og svo margir aðrir starfsmenn Trump hafa gert hingað til. Þar að auki hefur Mulvaney áður hunsað stefnu um að afhenda þingin skjöl vegna rannsóknarinnar. Hún snýr að miklu leyti að þrýstingi sem Trump og bandamenn hans beittu gegn yfirvöld Úkraínu. Markmiðið var að fá Úkraínumenn til að lýsa því yfir að þeir ætluðu sér að opna rannsókn sem sneri að einhverju leyti að syni Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og núverandi forsetaframbjóðenda. Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna, gagnvart Evrópusambandinu, breytti á dögunum framburði sínum og viðurkenndi að Hvíta húsið hefði haldið aftur umfangsmikilli hernaðaraðstoð til Úkraínu, sem þingið hafði samþykkt, með því markmiði að þvinga forseta Úkraínu til að hefja áðurnefnda rannsókn og aðra sem snýr að samsæriskenningu um að tölvuárásin á Landsnefnd Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna 2016 hafi verið sviðsett til að koma sök á Rússa. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Trump hótar vitni og vill láta afhjúpa uppljóstrara Bandaríkjaforseti boðar að hann láti birta upplýsingar um starfsmann hans eigins þjóðaröryggisráðs sem bar vitni í rannsókn Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Trump. 4. nóvember 2019 14:45 Taldi sér ógnað með orðum Trump við Úkraínuforseta Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu hefur enn áhyggjur af hefndaraðgerðum eftir að hann las ummæli Trump forseta um hann í símtali við forseta Úkraínu. 5. nóvember 2019 11:45 Lykilvitni breytir framburði sínum Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, hefur viðurkennt að hafa tilkynnt aðstoðarmanni forseta Úkraínu að hernaðaraðstoð yrði ekki afhent fyrr en Úkraínumenn hefðu rannsóknir sem Trump hafði krafið Volodymr Zelensky, forseta Úkraínu, um og lýstu því yfir opinberlega. 5. nóvember 2019 20:00 Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Sjá meira
Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa beðið Mick Mulvaney, fyrrverandi þingmann og starfandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, um að mæta á fund þingmanna. Þar á hann að svara spurningum varðandi rannsókn þingsins á því hvort Donald Trump hafi brotið af sér í starfi. Formenn þeirra Þriggja þingnefnda sem leiða rannsóknina sendu Mulvaney erindi í gær þar sem þeir segjast telja að hann geti, vegna stöðu sinnar, svarað mikilvægum spurningum þingmanna. Mulvaney ætlar að hunsa þessa beiðni fyrrverandi samstarfsmanna sinna, eins og svo margir aðrir starfsmenn Trump hafa gert hingað til. Þar að auki hefur Mulvaney áður hunsað stefnu um að afhenda þingin skjöl vegna rannsóknarinnar. Hún snýr að miklu leyti að þrýstingi sem Trump og bandamenn hans beittu gegn yfirvöld Úkraínu. Markmiðið var að fá Úkraínumenn til að lýsa því yfir að þeir ætluðu sér að opna rannsókn sem sneri að einhverju leyti að syni Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og núverandi forsetaframbjóðenda. Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna, gagnvart Evrópusambandinu, breytti á dögunum framburði sínum og viðurkenndi að Hvíta húsið hefði haldið aftur umfangsmikilli hernaðaraðstoð til Úkraínu, sem þingið hafði samþykkt, með því markmiði að þvinga forseta Úkraínu til að hefja áðurnefnda rannsókn og aðra sem snýr að samsæriskenningu um að tölvuárásin á Landsnefnd Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna 2016 hafi verið sviðsett til að koma sök á Rússa.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Trump hótar vitni og vill láta afhjúpa uppljóstrara Bandaríkjaforseti boðar að hann láti birta upplýsingar um starfsmann hans eigins þjóðaröryggisráðs sem bar vitni í rannsókn Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Trump. 4. nóvember 2019 14:45 Taldi sér ógnað með orðum Trump við Úkraínuforseta Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu hefur enn áhyggjur af hefndaraðgerðum eftir að hann las ummæli Trump forseta um hann í símtali við forseta Úkraínu. 5. nóvember 2019 11:45 Lykilvitni breytir framburði sínum Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, hefur viðurkennt að hafa tilkynnt aðstoðarmanni forseta Úkraínu að hernaðaraðstoð yrði ekki afhent fyrr en Úkraínumenn hefðu rannsóknir sem Trump hafði krafið Volodymr Zelensky, forseta Úkraínu, um og lýstu því yfir opinberlega. 5. nóvember 2019 20:00 Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Sjá meira
Trump hótar vitni og vill láta afhjúpa uppljóstrara Bandaríkjaforseti boðar að hann láti birta upplýsingar um starfsmann hans eigins þjóðaröryggisráðs sem bar vitni í rannsókn Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Trump. 4. nóvember 2019 14:45
Taldi sér ógnað með orðum Trump við Úkraínuforseta Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu hefur enn áhyggjur af hefndaraðgerðum eftir að hann las ummæli Trump forseta um hann í símtali við forseta Úkraínu. 5. nóvember 2019 11:45
Lykilvitni breytir framburði sínum Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, hefur viðurkennt að hafa tilkynnt aðstoðarmanni forseta Úkraínu að hernaðaraðstoð yrði ekki afhent fyrr en Úkraínumenn hefðu rannsóknir sem Trump hafði krafið Volodymr Zelensky, forseta Úkraínu, um og lýstu því yfir opinberlega. 5. nóvember 2019 20:00