Kærir Trump fyrir meiðyrði í tengslum við ásakanir um nauðgun Samúel Karl Ólason skrifar 4. nóvember 2019 21:45 E. Jean Carroll. AP/Craig Ruttle Kona sem sakað hefur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um nauðgun hefur höfðað meiðyrðamál gegn forsetanum vegna ummæla hans í kjölfar ásakana hennar. E. Jean Carroll sakaði Trump í sumar um nauðgun sem á að hafa átt sér stað í lok ársins 1995 eða upphafi 1996. Hún sagðist hafa hitt Trump í versluninni Bergdorf Goodman á Manhattan einhvern tímann um miðjan tíunda áratuginn. Hún var þá 52 ára og var nýbyrjuð að skrifa vinsælan dálk í tímaritið Elle. Carroll heldur því fram að Trump hafi beðið hana um að máta fyrir sig föt í versluninni og brotið á henni inni í mátunarklefa. Þar hafi hann kastað sér á hana, gripið um báða handleggi hennar og þvingað getnaðarlim sínum inn í leggöng hennar.Sjá einnig: Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgunTrump sjálfur sagði í sumar að Carroll væri að ljúga og hún væri „ekki hans týpa“. Þá neitar hann því að hafa yfir höfuð hitt hana og Stephanie Grisham, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins segir Carrlol reyna að auðgast á ásökununum. Málshöfðun Carroll snýr að því að Trump hafi neitað ásökununum opinberlega og sakað Carroll um lygar. „Leyfið mér að ná utan um þetta. Carroll er að höfða mál gegn forsetanum fyrir að verja sig gegn fölskum ásökunum?“ sagði Grisham við blaðamenn í dag. Sakaði hún Carroll um að reyna að auðgast á ásökunum þessum, þar sem hún hafi ekkert hagnast á bók sem hún gaf út í sumar.„Þessi saga sem hún reyndi að nota til að selja þessa drasl bók sína átti sér aldrei stað, punktur,“ sagði Grisham. „Frásögn hennar heldur engu vatni ef þið hafið reynt að máta föt í mannmergð í svona verslun. Lögsóknin er lítilvæg og sagan sjálf er fölsk, eins og höfundurinn.“ Kærur sem þessar eru algengar í málum sem tengjast kynferðisbrotum vestanhafs. Ásakanir um kynferðisbrot eru oft orð gegn orði. Ásakanir um meiðyrði eru oftast af öðru sniði og þannig reynir fólk að koma kynferðisbrotum fyrir dóm með því að kæra meinta gerendur fyrir meiðyrði, þegar þeir neita fyrri ásökununum. Til að sannreyna hvort að um meiðyrði sé að ræða, þarf fyrst að reyna að sanna hvort að fyrra brotið hafi átt sér stað eða ekki. Trump stendur til dæmis frammi fyrir öðru meiðyrðamáli þar sem Summer Zervos, fyrrverandi þátttakandi í raunveruleikaþáttum Trump, The Apprentice, sakaði Trump um kynferðisbrot árið 2016. Hann sagði hana vera að ljúga og þá kærði hún hann fyrir meiðyrði. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Kona sem sakað hefur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um nauðgun hefur höfðað meiðyrðamál gegn forsetanum vegna ummæla hans í kjölfar ásakana hennar. E. Jean Carroll sakaði Trump í sumar um nauðgun sem á að hafa átt sér stað í lok ársins 1995 eða upphafi 1996. Hún sagðist hafa hitt Trump í versluninni Bergdorf Goodman á Manhattan einhvern tímann um miðjan tíunda áratuginn. Hún var þá 52 ára og var nýbyrjuð að skrifa vinsælan dálk í tímaritið Elle. Carroll heldur því fram að Trump hafi beðið hana um að máta fyrir sig föt í versluninni og brotið á henni inni í mátunarklefa. Þar hafi hann kastað sér á hana, gripið um báða handleggi hennar og þvingað getnaðarlim sínum inn í leggöng hennar.Sjá einnig: Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgunTrump sjálfur sagði í sumar að Carroll væri að ljúga og hún væri „ekki hans týpa“. Þá neitar hann því að hafa yfir höfuð hitt hana og Stephanie Grisham, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins segir Carrlol reyna að auðgast á ásökununum. Málshöfðun Carroll snýr að því að Trump hafi neitað ásökununum opinberlega og sakað Carroll um lygar. „Leyfið mér að ná utan um þetta. Carroll er að höfða mál gegn forsetanum fyrir að verja sig gegn fölskum ásökunum?“ sagði Grisham við blaðamenn í dag. Sakaði hún Carroll um að reyna að auðgast á ásökunum þessum, þar sem hún hafi ekkert hagnast á bók sem hún gaf út í sumar.„Þessi saga sem hún reyndi að nota til að selja þessa drasl bók sína átti sér aldrei stað, punktur,“ sagði Grisham. „Frásögn hennar heldur engu vatni ef þið hafið reynt að máta föt í mannmergð í svona verslun. Lögsóknin er lítilvæg og sagan sjálf er fölsk, eins og höfundurinn.“ Kærur sem þessar eru algengar í málum sem tengjast kynferðisbrotum vestanhafs. Ásakanir um kynferðisbrot eru oft orð gegn orði. Ásakanir um meiðyrði eru oftast af öðru sniði og þannig reynir fólk að koma kynferðisbrotum fyrir dóm með því að kæra meinta gerendur fyrir meiðyrði, þegar þeir neita fyrri ásökununum. Til að sannreyna hvort að um meiðyrði sé að ræða, þarf fyrst að reyna að sanna hvort að fyrra brotið hafi átt sér stað eða ekki. Trump stendur til dæmis frammi fyrir öðru meiðyrðamáli þar sem Summer Zervos, fyrrverandi þátttakandi í raunveruleikaþáttum Trump, The Apprentice, sakaði Trump um kynferðisbrot árið 2016. Hann sagði hana vera að ljúga og þá kærði hún hann fyrir meiðyrði.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira