Trump fluttur til Flórída Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2019 08:02 Frá því að Trump varð forseti hefur hann varið 99 dögum í Mar-a-Lago en einungis 20 dögum í Trump-turni í New York. AP/Susan Walsh Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sem hefur búið í New York alla sína ævi hefur fært lögheimili sitt til Flórída. Nánar tiltekið er lögheimili hans nú skráð í Mar-a-Lago, klúbbi hans í Flórída. Trump segir ákvörðunina hafa verið tekna vegna þess hve illa stjórnmálamenn þar komi fram við hann. Það hafi sjaldan verið komið jafn illa fram við nokkurn mann og það þrátt fyrir að hann „greiði milljónir dala“ í skatta á ári hverju. Í röð tísta sem hann birti í nótt eftir að New York Times sögðu frá ákvörðun hans, sagði Trump þó að New York muni ávallt eiga sess í hjarta sínu.Andrew M. Cuomo, ríkisstjóri New York, virðist sáttur við ákvörðun forsetans enda er Trump gífurlega óvinsæll í New York. „Farið hefur fé betra,“ skrifaði hann á Twitter. „Það er ekki eins og hann hafi greitt skatta hér hvort sem er. Gjörið svo vel Flórída.“Bill De Blasio, borgarstjóri New York, tísti einnig um ákvörðun Trump og virtist hann taka henni fagnandi. Þá vottaði hann íbúum Flórída samúð sína vegna flutninga forsetans.Frá því að Trump varð forseti hefur hann varið 99 dögum í Mar-a-Lago en einungis 20 dögum í Trump-turni í New York. Hvíta húsið hefur ekki viljað segja af hverju Trump tók þessa ákvörðun en heimildarmaður New York Times segir forsetann hafa tekið þessa ákvörðun vegna skattamála. Tekjuskattur er minni í Flórída en víða annarsstaðar í Bandaríkjunum og þar er sömuleiðis engin erfðaskattur. Ómögulegt er að sannreyna þá staðhæfingu Trump um að hann hafi greitt milljónir í skatta í New York, þar sem hann hefur aldrei opinberað skattaskýrslur sínar eins og hefð er fyrir að forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum gera. Þá hefur Trump barist með kjafti og klóm gegn öllum tilraunum til að opinbera skattaskýrslurnar. Heimildarmaður NYT segir þá ákvörðun saksóknara í Manhattan að stefna Trump til að fá skattaskýrslur hans, hafa reitt forsetann til reiði. Flutningur lögheimilis hans hefur þó engin áhrif á stefnuna. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sem hefur búið í New York alla sína ævi hefur fært lögheimili sitt til Flórída. Nánar tiltekið er lögheimili hans nú skráð í Mar-a-Lago, klúbbi hans í Flórída. Trump segir ákvörðunina hafa verið tekna vegna þess hve illa stjórnmálamenn þar komi fram við hann. Það hafi sjaldan verið komið jafn illa fram við nokkurn mann og það þrátt fyrir að hann „greiði milljónir dala“ í skatta á ári hverju. Í röð tísta sem hann birti í nótt eftir að New York Times sögðu frá ákvörðun hans, sagði Trump þó að New York muni ávallt eiga sess í hjarta sínu.Andrew M. Cuomo, ríkisstjóri New York, virðist sáttur við ákvörðun forsetans enda er Trump gífurlega óvinsæll í New York. „Farið hefur fé betra,“ skrifaði hann á Twitter. „Það er ekki eins og hann hafi greitt skatta hér hvort sem er. Gjörið svo vel Flórída.“Bill De Blasio, borgarstjóri New York, tísti einnig um ákvörðun Trump og virtist hann taka henni fagnandi. Þá vottaði hann íbúum Flórída samúð sína vegna flutninga forsetans.Frá því að Trump varð forseti hefur hann varið 99 dögum í Mar-a-Lago en einungis 20 dögum í Trump-turni í New York. Hvíta húsið hefur ekki viljað segja af hverju Trump tók þessa ákvörðun en heimildarmaður New York Times segir forsetann hafa tekið þessa ákvörðun vegna skattamála. Tekjuskattur er minni í Flórída en víða annarsstaðar í Bandaríkjunum og þar er sömuleiðis engin erfðaskattur. Ómögulegt er að sannreyna þá staðhæfingu Trump um að hann hafi greitt milljónir í skatta í New York, þar sem hann hefur aldrei opinberað skattaskýrslur sínar eins og hefð er fyrir að forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum gera. Þá hefur Trump barist með kjafti og klóm gegn öllum tilraunum til að opinbera skattaskýrslurnar. Heimildarmaður NYT segir þá ákvörðun saksóknara í Manhattan að stefna Trump til að fá skattaskýrslur hans, hafa reitt forsetann til reiði. Flutningur lögheimilis hans hefur þó engin áhrif á stefnuna.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira