„Jane Doe 15“ vill svör frá Andrési prins Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. nóvember 2019 06:51 Mynd úr skjölum málsins sem sýnir konuna, sem gengur undir dulnefninu Jane Doe 15, á unglingsárunum. Vísir/afp Kona, sem segir Jeffrey Epstein hafa brotið kynferðislega gegn sér þegar hún var 15 ára gömul, hefur höfðað mál gegn dánarbúi bandaríska auðkýfingsins. Á blaðamannafundi í gær með lögmanni sínum, sem sjá má neðst í fréttinni, kallaði konan jafnframt eftir því að Andrés Bretaprins myndi segja allan sannleikann um samskipti sín við Epstein. Prinsinn steig fram í viðtali um helgina sem lýst hefur verið sem stórslysi. Konan, sem í dag er 31 árs gömul, var ekki nafngreind á fundinum í gær en reiðir sig þess í stað á dulnefnið „Jane Doe 15.“ Hún segir að aðstoðarfólk Epstein hafi sett sig í samband við sig þegar hún var á skólaferðalagi í New York árið 2004. Það hafi tjáð henni að auðkýfingurinn hefði áhuga á að styðja við fátækt, ungt fólk og buðu henni og öðrum stúlkum að hitta Epstein á búgarði hans í Nýju Mexíkó. Þangað var þeim flogið á einkaþotu, áður en Epstein braut síðan kynferðislega á þeim. Sjá einnig: „Óbærilegt viðtal“ sem vekur upp margar spurningar innan konungsfjölskyldunnar Konan lýsti brotunum á blaðamannafundinum í gær sem „hrottalegum og ítrekuðum kynferðisbrotum“ og að Epstein hafi hrifsað „kynferðislegt sakleysi“ hennar. Auk þess að kalla eftir því að Andrés Bretaprins myndi vinna með bandarískum lögregluyfirvöldum, sem rannsaka nú á annan tug ásakana á hendur Epstein, lýsti konan því sem fram fór í einkaþotu auðkýfingsins. „Þegar ég valdi mér sæti í einkaþotunni sagði Jeffrey mér að hér sæti vinur hans Bill Clinton alltaf, til þess að sannfæra mig um að þetta væri eðlileg hegðun,“ sagði konan. Epstein er sagður hafa fyrirfarið sér í fangaklefa sínum í ágúst eftir að hafa verið handtekin vegna gruns um kynferðisbrot og mansal á ungum stúlkum. Hann hafði áður neitað sök. Blaðamannafund stúlkunnar og lögmannsins Gloriu Allred má sjá hér að neðan. Bandaríkin Bretland Mál Jeffrey Epstein Kóngafólk Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Andrés Bretaprins hafnar ásökunum um nauðgun Prinsinn var til viðtals hjá BBC í gær þar sem hann ræddi meðala annars tengsl sín við barnaníðinginn Jeffrey Epstein. 17. nóvember 2019 09:39 Eins og að horfa á mann sökkva í kviksyndi Lögmaður fimm þolenda barnaníðingsins og auðjöfursins Jeffreys Epstein segir að viðtal BBC við Andrés Bretaprins, vin Epsteins, um ásakanir gegn prinsinum hafi verið hamfarakennt. 18. nóvember 2019 18:45 „Óbærilegt viðtal“ sem vekur upp margar spurningar innan konungsfjölskyldunnar Um fátt hefur verið meira rætt í breskum fjölmiðlum um helgina en viðtal BBC Newsnight við Andrés prins sem sýnt var síðastliðið laugardagskvöld. 18. nóvember 2019 13:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Sjá meira
Kona, sem segir Jeffrey Epstein hafa brotið kynferðislega gegn sér þegar hún var 15 ára gömul, hefur höfðað mál gegn dánarbúi bandaríska auðkýfingsins. Á blaðamannafundi í gær með lögmanni sínum, sem sjá má neðst í fréttinni, kallaði konan jafnframt eftir því að Andrés Bretaprins myndi segja allan sannleikann um samskipti sín við Epstein. Prinsinn steig fram í viðtali um helgina sem lýst hefur verið sem stórslysi. Konan, sem í dag er 31 árs gömul, var ekki nafngreind á fundinum í gær en reiðir sig þess í stað á dulnefnið „Jane Doe 15.“ Hún segir að aðstoðarfólk Epstein hafi sett sig í samband við sig þegar hún var á skólaferðalagi í New York árið 2004. Það hafi tjáð henni að auðkýfingurinn hefði áhuga á að styðja við fátækt, ungt fólk og buðu henni og öðrum stúlkum að hitta Epstein á búgarði hans í Nýju Mexíkó. Þangað var þeim flogið á einkaþotu, áður en Epstein braut síðan kynferðislega á þeim. Sjá einnig: „Óbærilegt viðtal“ sem vekur upp margar spurningar innan konungsfjölskyldunnar Konan lýsti brotunum á blaðamannafundinum í gær sem „hrottalegum og ítrekuðum kynferðisbrotum“ og að Epstein hafi hrifsað „kynferðislegt sakleysi“ hennar. Auk þess að kalla eftir því að Andrés Bretaprins myndi vinna með bandarískum lögregluyfirvöldum, sem rannsaka nú á annan tug ásakana á hendur Epstein, lýsti konan því sem fram fór í einkaþotu auðkýfingsins. „Þegar ég valdi mér sæti í einkaþotunni sagði Jeffrey mér að hér sæti vinur hans Bill Clinton alltaf, til þess að sannfæra mig um að þetta væri eðlileg hegðun,“ sagði konan. Epstein er sagður hafa fyrirfarið sér í fangaklefa sínum í ágúst eftir að hafa verið handtekin vegna gruns um kynferðisbrot og mansal á ungum stúlkum. Hann hafði áður neitað sök. Blaðamannafund stúlkunnar og lögmannsins Gloriu Allred má sjá hér að neðan.
Bandaríkin Bretland Mál Jeffrey Epstein Kóngafólk Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Andrés Bretaprins hafnar ásökunum um nauðgun Prinsinn var til viðtals hjá BBC í gær þar sem hann ræddi meðala annars tengsl sín við barnaníðinginn Jeffrey Epstein. 17. nóvember 2019 09:39 Eins og að horfa á mann sökkva í kviksyndi Lögmaður fimm þolenda barnaníðingsins og auðjöfursins Jeffreys Epstein segir að viðtal BBC við Andrés Bretaprins, vin Epsteins, um ásakanir gegn prinsinum hafi verið hamfarakennt. 18. nóvember 2019 18:45 „Óbærilegt viðtal“ sem vekur upp margar spurningar innan konungsfjölskyldunnar Um fátt hefur verið meira rætt í breskum fjölmiðlum um helgina en viðtal BBC Newsnight við Andrés prins sem sýnt var síðastliðið laugardagskvöld. 18. nóvember 2019 13:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Sjá meira
Andrés Bretaprins hafnar ásökunum um nauðgun Prinsinn var til viðtals hjá BBC í gær þar sem hann ræddi meðala annars tengsl sín við barnaníðinginn Jeffrey Epstein. 17. nóvember 2019 09:39
Eins og að horfa á mann sökkva í kviksyndi Lögmaður fimm þolenda barnaníðingsins og auðjöfursins Jeffreys Epstein segir að viðtal BBC við Andrés Bretaprins, vin Epsteins, um ásakanir gegn prinsinum hafi verið hamfarakennt. 18. nóvember 2019 18:45
„Óbærilegt viðtal“ sem vekur upp margar spurningar innan konungsfjölskyldunnar Um fátt hefur verið meira rætt í breskum fjölmiðlum um helgina en viðtal BBC Newsnight við Andrés prins sem sýnt var síðastliðið laugardagskvöld. 18. nóvember 2019 13:00