Hvað dvelur orminn langa? Hjálmar Jónsson skrifar 18. nóvember 2019 14:12 Undanfarnir dagar hafa sýnt svo ekki verður um villst mikilvægi starfsemi fjölmiðla fyrir lýðræðið sem fánabera tjáningarfrelsins og að enginn annar aðili getur gegnt því hlutverki sem þeir gegna hvað snertir eftirlit og aðhald að valdinu í samfélaginu. Einkum er það ánægjulegt að sjá hversu vel hefur tekist til þegar einkareknir fjölmiðlar og fjölmiðlar reknir fyrir almannafé taka höndum saman og koma upp um ömurlegar meinsemdir í íslensku samfélagi með vandaðri og ítarlegri rannsóknarvinnu svo mánuðum skiptir. Það undirstrikar hversu mikilvægt það er að fjölmiðlar séu fjárhagslega öflugir og að ritstjórnarlegt sjálfstæði þeirra sé virt í hvívetna. Ég finn fyrir velvild í íslensku samfélagi gagnvart fjölmiðlum og auknum skilningi á því mikilvæga hlutverki sem blaða- og fréttamenn hafa að gegna. Ég verð ekki síst var við það í tengslum við yfirstandandi kjaradeilu Blaðamannafélagsins við viðsemjendur sína, sem kosið hafa sér verustað innan Samtaka atvinnulífsins. Fjölmiðlar og fjölmiðlarekstur eiga sannarlega undir högg að sækja á sama tíma og þörfin fyrir vandað efni framleitt af sjálfstæðum fjölmiðlum hefur kanski aldrei verið meiri. Þar ræður tækniþróun síðustu tveggja áratuga mestu, sem hefur gert það að verkum að tekjumódel fjölmiðla er í molum. Miklu skiptir að hið opinbera komi að málum með myndarlegum hætti til að tryggja öfluga samkeppni á fjölmiðlamarkaði, að minnsta kosti á meðan fjölmiðlar eru að fóta sig í þessu nýja umhverfi. Því vekur það furðu að vandað frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla skuli ekki enn komið fram á Alþingi. Langt er síðan drög að frumvarpinu voru kynnt í samráðsgátt stjórnvalda og bárust við það nærfellt þrír tugir athugasemda. Óskiljanlegt er að frumvarpið sé ekki enn komið fram í ljósi þess að málið er brýnt og afdráttarlausra fyrirheita stjórnvalda um stuðning við einkarekna fjölmiðla, m.a. í stjórnarsáttmálanum. Afdrif frumvarps um uppljóstrara er með mun jákvæðari hætti. Styttra er síðan það var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda, en það var lagt fram í þinginu fyrrihluta nóvember og var vísað til allsherjar- og menntamálanefndar eftir fyrstu umræðu um miðjan mánuðinn. Miklu skiptir að það frumvarp fái góðan framgang og um það skapist góður friður. Atburðir síðustu daga hafa sýnt og sannað mikilvægi þess að það verði að lögum. Í samráðsgáttina barst aðeins ein umsögn; frá Samtökum atvinnulífsins, sem leggjast eindregið gegn samþykkt frumvarpsins. Kannski er það tímana tákn?!Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Hjálmar Jónsson Kjaramál Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Undanfarnir dagar hafa sýnt svo ekki verður um villst mikilvægi starfsemi fjölmiðla fyrir lýðræðið sem fánabera tjáningarfrelsins og að enginn annar aðili getur gegnt því hlutverki sem þeir gegna hvað snertir eftirlit og aðhald að valdinu í samfélaginu. Einkum er það ánægjulegt að sjá hversu vel hefur tekist til þegar einkareknir fjölmiðlar og fjölmiðlar reknir fyrir almannafé taka höndum saman og koma upp um ömurlegar meinsemdir í íslensku samfélagi með vandaðri og ítarlegri rannsóknarvinnu svo mánuðum skiptir. Það undirstrikar hversu mikilvægt það er að fjölmiðlar séu fjárhagslega öflugir og að ritstjórnarlegt sjálfstæði þeirra sé virt í hvívetna. Ég finn fyrir velvild í íslensku samfélagi gagnvart fjölmiðlum og auknum skilningi á því mikilvæga hlutverki sem blaða- og fréttamenn hafa að gegna. Ég verð ekki síst var við það í tengslum við yfirstandandi kjaradeilu Blaðamannafélagsins við viðsemjendur sína, sem kosið hafa sér verustað innan Samtaka atvinnulífsins. Fjölmiðlar og fjölmiðlarekstur eiga sannarlega undir högg að sækja á sama tíma og þörfin fyrir vandað efni framleitt af sjálfstæðum fjölmiðlum hefur kanski aldrei verið meiri. Þar ræður tækniþróun síðustu tveggja áratuga mestu, sem hefur gert það að verkum að tekjumódel fjölmiðla er í molum. Miklu skiptir að hið opinbera komi að málum með myndarlegum hætti til að tryggja öfluga samkeppni á fjölmiðlamarkaði, að minnsta kosti á meðan fjölmiðlar eru að fóta sig í þessu nýja umhverfi. Því vekur það furðu að vandað frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla skuli ekki enn komið fram á Alþingi. Langt er síðan drög að frumvarpinu voru kynnt í samráðsgátt stjórnvalda og bárust við það nærfellt þrír tugir athugasemda. Óskiljanlegt er að frumvarpið sé ekki enn komið fram í ljósi þess að málið er brýnt og afdráttarlausra fyrirheita stjórnvalda um stuðning við einkarekna fjölmiðla, m.a. í stjórnarsáttmálanum. Afdrif frumvarps um uppljóstrara er með mun jákvæðari hætti. Styttra er síðan það var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda, en það var lagt fram í þinginu fyrrihluta nóvember og var vísað til allsherjar- og menntamálanefndar eftir fyrstu umræðu um miðjan mánuðinn. Miklu skiptir að það frumvarp fái góðan framgang og um það skapist góður friður. Atburðir síðustu daga hafa sýnt og sannað mikilvægi þess að það verði að lögum. Í samráðsgáttina barst aðeins ein umsögn; frá Samtökum atvinnulífsins, sem leggjast eindregið gegn samþykkt frumvarpsins. Kannski er það tímana tákn?!Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar