Nauðsynlegt skref til að hleypa fjárfestum að Keflavíkurflugvelli Ari Brynjólfsson skrifar 18. nóvember 2019 06:00 Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans. Stjórn Isavia samþykkti fyrir helgi að skipta fyrirtækinu í þrennt. Sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans segir það nauðsynlegt skref í einkavæðingu Keflavíkurflugvallar. „Ef það á að hleypa fjárfestum að Keflavíkurflugvelli þá er þetta nauðsynlegt skref í þá átt,“ segir Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans. Fyrir helgi samþykkti stjórn Isavia að stofna sérstök dótturfélög utan um ólíka starfsemi. Verður þá samkeppnisrekstur á Keflavíkurflugvelli aðskilinn frá rekstri innanlandsflugvalla og flugleiðsögukerfi á Norður-Atlantshafi. Fríhöfnin verður áfram rekin í sömu mynd. „Það hefur alltaf verið ljóst að skiptingin innan Isavia, starfsemin í kringum Keflavíkurflugvöll er alveg sér á báti. Innanlandsflugið er niðurgreitt og enginn vilji meðal einkaaðila að fara þangað inn,“ segir Sveinn. „Lofthelgin verður alltaf á hendi ríkisins. Þessi skerping á skiptingu Isavia er alveg gefin og alveg í takt við fyrri yfirlýsingar.“ Fyrirtækið Domavia mun sjá um innanlandsflug eftir áramót. Sveinn segir að burt séð frá eignarhaldinu þá sé skiptingin mjög skynsamleg. „Það er alveg hægt að gera þessa skiptingu innan fyrirtækisins, en það er athyglisvert að setja þetta í dótturfélög. Með því skapast grundvöllur fyrir því að hleypa einkaaðilum að borðinu. Ef það er vilji stjórnvalda á hverjum tíma.“ Aðspurður hvort Isavia þurfi að stíga fleiri skref áður en hægt sé að hleypa fjárfestum að borðinu telur Sveinn ekki svo vera. „Þetta snýst þá bara um pólitískan vilja,“ segir Sveinn. „Isavia á auðveldan aðgang að fjármagni, aðkoma einkaaðila snýst ekki um að fá pening inn í reksturinn heldur að fá þekkingu inn í reksturinn. Að fá fjárfesta sem þekkja rekstur flugvalla.“ Sveinn segir að ríkið gæti vissulega losað um fjármagn, en til þess væri vænlegra að einkavæða bankana. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Áróður erlendra vogunarsjóða tekinn á næsta stig Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Stjórn Isavia samþykkti fyrir helgi að skipta fyrirtækinu í þrennt. Sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans segir það nauðsynlegt skref í einkavæðingu Keflavíkurflugvallar. „Ef það á að hleypa fjárfestum að Keflavíkurflugvelli þá er þetta nauðsynlegt skref í þá átt,“ segir Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans. Fyrir helgi samþykkti stjórn Isavia að stofna sérstök dótturfélög utan um ólíka starfsemi. Verður þá samkeppnisrekstur á Keflavíkurflugvelli aðskilinn frá rekstri innanlandsflugvalla og flugleiðsögukerfi á Norður-Atlantshafi. Fríhöfnin verður áfram rekin í sömu mynd. „Það hefur alltaf verið ljóst að skiptingin innan Isavia, starfsemin í kringum Keflavíkurflugvöll er alveg sér á báti. Innanlandsflugið er niðurgreitt og enginn vilji meðal einkaaðila að fara þangað inn,“ segir Sveinn. „Lofthelgin verður alltaf á hendi ríkisins. Þessi skerping á skiptingu Isavia er alveg gefin og alveg í takt við fyrri yfirlýsingar.“ Fyrirtækið Domavia mun sjá um innanlandsflug eftir áramót. Sveinn segir að burt séð frá eignarhaldinu þá sé skiptingin mjög skynsamleg. „Það er alveg hægt að gera þessa skiptingu innan fyrirtækisins, en það er athyglisvert að setja þetta í dótturfélög. Með því skapast grundvöllur fyrir því að hleypa einkaaðilum að borðinu. Ef það er vilji stjórnvalda á hverjum tíma.“ Aðspurður hvort Isavia þurfi að stíga fleiri skref áður en hægt sé að hleypa fjárfestum að borðinu telur Sveinn ekki svo vera. „Þetta snýst þá bara um pólitískan vilja,“ segir Sveinn. „Isavia á auðveldan aðgang að fjármagni, aðkoma einkaaðila snýst ekki um að fá pening inn í reksturinn heldur að fá þekkingu inn í reksturinn. Að fá fjárfesta sem þekkja rekstur flugvalla.“ Sveinn segir að ríkið gæti vissulega losað um fjármagn, en til þess væri vænlegra að einkavæða bankana.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Áróður erlendra vogunarsjóða tekinn á næsta stig Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun