Biðlar til Hæstaréttar til að verja skattskýrslur sínar Samúel Karl Ólason skrifar 15. nóvember 2019 09:47 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur farið fram á að Hæstiréttur landsins komi í veg fyrir að saksóknarar fái aðgang að skattskýrslum hans. Málið þykir markvert fyrir margar sakir og er talið muna reyna verulega á völd forsetans, stjórnarskrána og stöðu dómstólsins sjálfs. Saksóknari í Manhattan hefur nú um nokkuð skeið reynt að koma höndum yfir skattskýrslur Trump sem ná yfir undanfarin átta ár og þá frá endurskoðendafyrirtæki hans. Forsetinn höfðaði mál til að koma í veg fyrir afhendingu gagnanna en síðan þá hafa dómarar tveggja dómstiga úrskurðað gegn honum og sagt að endurskoðendafyrirtækinu beri að afhenda gögnin. Forsvarsmenn fyrirtækisins samþykktu að bíða með að afhenda skýrslurnar á meðan lögmenn Trump báðu Hæstarétt um að taka málið til skoðunar. Neiti dómurinn að taka málið fyrir, mun fyrirtækið afhenda gögnin. Í kröfunni til Hæstaréttar skrifaði Jay Seklow, einn af lögmönnum Trump, að þetta væri í fyrsta sinn í sögu þjóðarinnar sem ríkissaksóknarar hefðu hafið glæparannsókn gegn forseta Bandaríkjanna og beitt hann þvingunum. Hann sagði einnig að stefnan um skattskýrslur forsetans, sem viðurkenndi nýverið ólöglegt athæfi í tengslum við góðgerðasamtök sín, væri skýrt dæmi um af hverju sitjandi forsetar ættu að vera alfarið ónæmir gagnvart lögsóknum.Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur túlkað lög á þann hátt að ekki sé hægt að ákæra sitjandi forseta fyrir alríkisglæp. Það lögfræðiálit bindur ekki hendur saksóknarar einstakra ríkja.Ekki eina málið Þetta er ekki eina málið varðandi skattskýrslur Trump sem stefna á Hæstarétt Bandaríkjanna. Dómarar hafa í öðru máli komist að þeirri niðurstöðu að þingmenn eigi rétt á aðgengi að skattaskýrslum Trump og stendur til að biðja Hæstarétt einnig um að koma að því máli. Því þykir líklegt að Hæstiréttur, þar sem dómarar tilnefndir af Repúblikönum eru í meirihluta og Trump sjálfur hefur tilnefnt tvo, muni taka málin til skoðunar. Það mun væntanlega koma í ljós á næstu vikum hvaða ákvörðun verður tekin. Trump hefur aldrei birt skattskýrslur sínar, eins og áratuga löng hefð er fyrir að forsetaframbjóðendur í bandaríkjunum gera, og hefur hann þar að auki barist með kjafti og klóm gegn öllum tilraunum til að draga þær fram í dagsljósið. Þá hefur hann ekki slitið sig frá fyrirtæki sínu og þeirri starfsemi sem kemur rekstri ríkisins ekki við, þó hann hafi sagst hafa gert það. Hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg gagnrýndi Trump í viðtali fyrir forsetakosningarnar 2016, samkvæmt Washington Post, og sagðist ekki skilja hvernig hann hafi komist upp með það að opinbera ekki skattskýrslur sínar. Seinna sagði hún að hún hefði ekki átt að tjá sig um frambjóðandann. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Saksóknarar krefjast skattagagna Trump Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. 16. september 2019 23:56 Lögmaður Trump segir ekki hægt að ákæra hann fyrir morð Lagakenninguna setti persónulegur lögmaður Bandaríkjaforseta fram í máli sem varðar skattskýrslur hans og þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonu. 24. október 2019 10:45 Skattskýrslur Trump skulu afhentar saksóknurum Dómari taldi rök Trump um að hann njóti friðhelgi gegn sakamálarannsókn andstæð stjórnarskipan og gildum Bandaríkjanna. 7. október 2019 13:31 Enn tapar Trump fyrir dómi varðandi skattskýrslur Áfrýjunardómstóll úrskurðaði saksóknurum sem krefjast skattskýrslna Trump Bandaríkjaforseta í vil. Fastlega er búist við því að forsetinn áfrýi alla leið til Hæstaréttar Bandaríkjanna. 4. nóvember 2019 16:01 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur farið fram á að Hæstiréttur landsins komi í veg fyrir að saksóknarar fái aðgang að skattskýrslum hans. Málið þykir markvert fyrir margar sakir og er talið muna reyna verulega á völd forsetans, stjórnarskrána og stöðu dómstólsins sjálfs. Saksóknari í Manhattan hefur nú um nokkuð skeið reynt að koma höndum yfir skattskýrslur Trump sem ná yfir undanfarin átta ár og þá frá endurskoðendafyrirtæki hans. Forsetinn höfðaði mál til að koma í veg fyrir afhendingu gagnanna en síðan þá hafa dómarar tveggja dómstiga úrskurðað gegn honum og sagt að endurskoðendafyrirtækinu beri að afhenda gögnin. Forsvarsmenn fyrirtækisins samþykktu að bíða með að afhenda skýrslurnar á meðan lögmenn Trump báðu Hæstarétt um að taka málið til skoðunar. Neiti dómurinn að taka málið fyrir, mun fyrirtækið afhenda gögnin. Í kröfunni til Hæstaréttar skrifaði Jay Seklow, einn af lögmönnum Trump, að þetta væri í fyrsta sinn í sögu þjóðarinnar sem ríkissaksóknarar hefðu hafið glæparannsókn gegn forseta Bandaríkjanna og beitt hann þvingunum. Hann sagði einnig að stefnan um skattskýrslur forsetans, sem viðurkenndi nýverið ólöglegt athæfi í tengslum við góðgerðasamtök sín, væri skýrt dæmi um af hverju sitjandi forsetar ættu að vera alfarið ónæmir gagnvart lögsóknum.Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur túlkað lög á þann hátt að ekki sé hægt að ákæra sitjandi forseta fyrir alríkisglæp. Það lögfræðiálit bindur ekki hendur saksóknarar einstakra ríkja.Ekki eina málið Þetta er ekki eina málið varðandi skattskýrslur Trump sem stefna á Hæstarétt Bandaríkjanna. Dómarar hafa í öðru máli komist að þeirri niðurstöðu að þingmenn eigi rétt á aðgengi að skattaskýrslum Trump og stendur til að biðja Hæstarétt einnig um að koma að því máli. Því þykir líklegt að Hæstiréttur, þar sem dómarar tilnefndir af Repúblikönum eru í meirihluta og Trump sjálfur hefur tilnefnt tvo, muni taka málin til skoðunar. Það mun væntanlega koma í ljós á næstu vikum hvaða ákvörðun verður tekin. Trump hefur aldrei birt skattskýrslur sínar, eins og áratuga löng hefð er fyrir að forsetaframbjóðendur í bandaríkjunum gera, og hefur hann þar að auki barist með kjafti og klóm gegn öllum tilraunum til að draga þær fram í dagsljósið. Þá hefur hann ekki slitið sig frá fyrirtæki sínu og þeirri starfsemi sem kemur rekstri ríkisins ekki við, þó hann hafi sagst hafa gert það. Hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg gagnrýndi Trump í viðtali fyrir forsetakosningarnar 2016, samkvæmt Washington Post, og sagðist ekki skilja hvernig hann hafi komist upp með það að opinbera ekki skattskýrslur sínar. Seinna sagði hún að hún hefði ekki átt að tjá sig um frambjóðandann.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Saksóknarar krefjast skattagagna Trump Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. 16. september 2019 23:56 Lögmaður Trump segir ekki hægt að ákæra hann fyrir morð Lagakenninguna setti persónulegur lögmaður Bandaríkjaforseta fram í máli sem varðar skattskýrslur hans og þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonu. 24. október 2019 10:45 Skattskýrslur Trump skulu afhentar saksóknurum Dómari taldi rök Trump um að hann njóti friðhelgi gegn sakamálarannsókn andstæð stjórnarskipan og gildum Bandaríkjanna. 7. október 2019 13:31 Enn tapar Trump fyrir dómi varðandi skattskýrslur Áfrýjunardómstóll úrskurðaði saksóknurum sem krefjast skattskýrslna Trump Bandaríkjaforseta í vil. Fastlega er búist við því að forsetinn áfrýi alla leið til Hæstaréttar Bandaríkjanna. 4. nóvember 2019 16:01 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Sjá meira
Saksóknarar krefjast skattagagna Trump Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. 16. september 2019 23:56
Lögmaður Trump segir ekki hægt að ákæra hann fyrir morð Lagakenninguna setti persónulegur lögmaður Bandaríkjaforseta fram í máli sem varðar skattskýrslur hans og þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonu. 24. október 2019 10:45
Skattskýrslur Trump skulu afhentar saksóknurum Dómari taldi rök Trump um að hann njóti friðhelgi gegn sakamálarannsókn andstæð stjórnarskipan og gildum Bandaríkjanna. 7. október 2019 13:31
Enn tapar Trump fyrir dómi varðandi skattskýrslur Áfrýjunardómstóll úrskurðaði saksóknurum sem krefjast skattskýrslna Trump Bandaríkjaforseta í vil. Fastlega er búist við því að forsetinn áfrýi alla leið til Hæstaréttar Bandaríkjanna. 4. nóvember 2019 16:01