Opinberar vitnaleiðslur í rannsókninni á Trump hefjast í dag Kjartan Kjartansson skrifar 13. nóvember 2019 12:45 Vitni verða leidd fyrir nefndir fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í rannsókn á mögulegum embættisbrotum Trump í dag. AP/Jacquelyn Martin Tveir embættismenn bandarísku utanríkisþjónustunnar verða þeir fyrstu sem bera vitni opinberlega í rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Donalds Trump forseta í dag. Hægt verður að fylgja með vitnisburði þeirra í beinni útsendingu á Vísi frá klukkan 15:00. Rannsóknin á því hvort að Trump hafi misbeitt valdi sínu sem forseti þegar hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitíska keppninauta hans hefur fram að þessu farið fram á bak við luktar dyr. Opinber hluti rannsóknarinnar hefst í dag þegar þeir William Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Kænugarði, og George Kent, aðstoðarvarautanríkisráðherra í málefnum Evrópu og Evrasíuríkja, bera vitni á opnum fundi þriggja nefnda sem stýra henni. Upphaf rannsóknar þingsins má rekja til þess að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar lagði fram formlega kvörtun vegna símtals Trump við Volodýmýr Zelenskíj, forseta Úkraínu, í júlí. Í kvörtuninni kom fram að Trump hefði möguleg misnotað vald sitt með því að þrýsta á Zelenskíj um pólitískan greiða og að Hvíta húsið hefði reynt að hylma yfir það með því að koma eftirriti símtalsins fyrir í tölvukerfi sem ætlað er fyrir háleynilegar upplýsingar. Fjöldi núverandi og fyrrverandi embættismanna Trump-stjórnarinnar hefur staðfest meginefni kvörtunar uppljóstrarans í framburði fyrir þingnefndunum undanfarnar vikur. Nokkrir þeirra munu nú bera vitni aftur fyrir opnum tjöldum næstu daga. Vitnin hafa lýst því að Trump og bandamenn hans hafi gert rannsóknir á Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegum mótherja Trump í kosningum næsta árs, og á stoðlausri samsæriskenningu um forsetakosningarnar árið 2016, að skilyrði fyrir um 400 milljóna dollara hernaðarðaðstoð og fundi í Hvíta húsinu sem úkraínsk stjórnvöld sóttust eftir.Í spilaranum hér fyrir neðan má fylgjast með beinni útsendingu PBS frá framburði Taylor og Kent.Báru vitni um þrýsting og „lygaherferð“ Taylor tók við sem starfandi sendiherra í Úkraínu eftir að Trump kallaði skyndilega heim Marie Yovanovitch í maí. Vitni í rannsókninni hafa haldið því fram að Yovanovitch hafi verið fórnarlamb ófrægingarherferðar að undirlagi Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump.Í upphaflegum vitnisburði fyrir luktum dyrum sagði Taylor að honum hafi verið ljóst að stjórnvöld í Úkraínu fengju ekki hernaðaraðstoð eða fund í Hvíta húsinu sem þau sóttust eftir nema þau féllust á rannsóknir sem Trump sóttist eftir á pólitískum andstæðingum sínum. Kent átti að hafa umsjón með stefnu Bandaríkjastjórnar gagnvart Úkraínu. Honum var hins vegar ýtt til hliðar þegar Trump fól Giuliani, Gordon Sondland, sendiherra gagnvart Evrópusambandinu, og Kurt Volker, þáverandi sendifulltrúa vegna átakanna í Austur-Úkraínu, að reka nokkurs konar skuggautanríkisstefnu í Úkraínu. Fyrir þingnefndundunum bar Kent vitni um að Trump vildi að Zelenskíj tilkynnti opinberlega um rannsóknirnar og að hann notaði sérstaklega orðin „Biden“ og „Clinton“. Þetta hefði Kent heyrt frá embættismönnum sem hefðu rætt við forsetann. Hélt Kent því jafnframt fram að „spilltir“ Úkraínumenn hefðu fengið Giuliani til að grafa undan Yovanovitch sendiherra með „lygaherferð“. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Taldi Úkraínu ekki fá aðstoð nema að fallist yrði á kröfur Trump Að minnsta kosti þrír embættismenn ríkisstjórnar Trump forseta hafa nú borið vitni um að hernaðaraðstoð við Úkraínu hafi verið skilyrt við rannsóknir sem Trump krafðist frá stjórnvöldum í Kænugarði. 7. nóvember 2019 09:30 Sendu Úkraínustjórn hvað hún átti að segja um rannsóknir sem Trump vildi Vitnisburðir tveggja sendifulltrúa Trump forseta í Úkraínu voru gerðir opinberir í gær. Annar þeirra breytti fyrri framburði verulega og segir nú að Trump hafi notað hernaðaraðstoð sem skiptimynt í samskiptunum við Austur-Evrópulandið. 6. nóvember 2019 12:15 Vitnisburður embættismanna gróf undan málsvörn Trump Varnarmála- og utanríkisembættismenn báru vitni um það þegar Trump Bandaríkjaforseti stöðvaði hernaðaraðstoð til Úkraínu í sumar. 12. nóvember 2019 11:15 Sagði þingnefnd að Trump hefði gert „kaup kaups“ við Úkraínu Framburður sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB virðist grafa undan málsvörn Trump forseta um samskipti hans við úkraínsk stjórnvöld. 27. október 2019 17:48 Trump skipaði Perry að vinna með Giuliani í Úkraínu Í viðtali skýrir orkumálaráðherra Bandaríkjanna frekar hversu mikil áhrif persónulegur lögmaður Trump forseta hafði á stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Úkraínu. 17. október 2019 11:15 Háttsettur erindreki segir Trump hafa tengt aðstoð við Úkraínu við rannsókn á pólitískum andstæðingum William B. Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, greindi rannsakendum sem rannsaka möguleg embættisbrot Donald Trump forseta Bandaríkjanna, frá því í dag að Trump hafi neitað að veita Úkraínu hernaðaraðstoð og að hann hafnað því að funda með forseta Úkraínu í Hvíta húsinu nema hann myndi heita því að rannsaka andstæðinga Trump í bandarískum stjórnmálum. 22. október 2019 20:47 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Tveir embættismenn bandarísku utanríkisþjónustunnar verða þeir fyrstu sem bera vitni opinberlega í rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Donalds Trump forseta í dag. Hægt verður að fylgja með vitnisburði þeirra í beinni útsendingu á Vísi frá klukkan 15:00. Rannsóknin á því hvort að Trump hafi misbeitt valdi sínu sem forseti þegar hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitíska keppninauta hans hefur fram að þessu farið fram á bak við luktar dyr. Opinber hluti rannsóknarinnar hefst í dag þegar þeir William Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Kænugarði, og George Kent, aðstoðarvarautanríkisráðherra í málefnum Evrópu og Evrasíuríkja, bera vitni á opnum fundi þriggja nefnda sem stýra henni. Upphaf rannsóknar þingsins má rekja til þess að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar lagði fram formlega kvörtun vegna símtals Trump við Volodýmýr Zelenskíj, forseta Úkraínu, í júlí. Í kvörtuninni kom fram að Trump hefði möguleg misnotað vald sitt með því að þrýsta á Zelenskíj um pólitískan greiða og að Hvíta húsið hefði reynt að hylma yfir það með því að koma eftirriti símtalsins fyrir í tölvukerfi sem ætlað er fyrir háleynilegar upplýsingar. Fjöldi núverandi og fyrrverandi embættismanna Trump-stjórnarinnar hefur staðfest meginefni kvörtunar uppljóstrarans í framburði fyrir þingnefndunum undanfarnar vikur. Nokkrir þeirra munu nú bera vitni aftur fyrir opnum tjöldum næstu daga. Vitnin hafa lýst því að Trump og bandamenn hans hafi gert rannsóknir á Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegum mótherja Trump í kosningum næsta árs, og á stoðlausri samsæriskenningu um forsetakosningarnar árið 2016, að skilyrði fyrir um 400 milljóna dollara hernaðarðaðstoð og fundi í Hvíta húsinu sem úkraínsk stjórnvöld sóttust eftir.Í spilaranum hér fyrir neðan má fylgjast með beinni útsendingu PBS frá framburði Taylor og Kent.Báru vitni um þrýsting og „lygaherferð“ Taylor tók við sem starfandi sendiherra í Úkraínu eftir að Trump kallaði skyndilega heim Marie Yovanovitch í maí. Vitni í rannsókninni hafa haldið því fram að Yovanovitch hafi verið fórnarlamb ófrægingarherferðar að undirlagi Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump.Í upphaflegum vitnisburði fyrir luktum dyrum sagði Taylor að honum hafi verið ljóst að stjórnvöld í Úkraínu fengju ekki hernaðaraðstoð eða fund í Hvíta húsinu sem þau sóttust eftir nema þau féllust á rannsóknir sem Trump sóttist eftir á pólitískum andstæðingum sínum. Kent átti að hafa umsjón með stefnu Bandaríkjastjórnar gagnvart Úkraínu. Honum var hins vegar ýtt til hliðar þegar Trump fól Giuliani, Gordon Sondland, sendiherra gagnvart Evrópusambandinu, og Kurt Volker, þáverandi sendifulltrúa vegna átakanna í Austur-Úkraínu, að reka nokkurs konar skuggautanríkisstefnu í Úkraínu. Fyrir þingnefndundunum bar Kent vitni um að Trump vildi að Zelenskíj tilkynnti opinberlega um rannsóknirnar og að hann notaði sérstaklega orðin „Biden“ og „Clinton“. Þetta hefði Kent heyrt frá embættismönnum sem hefðu rætt við forsetann. Hélt Kent því jafnframt fram að „spilltir“ Úkraínumenn hefðu fengið Giuliani til að grafa undan Yovanovitch sendiherra með „lygaherferð“.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Taldi Úkraínu ekki fá aðstoð nema að fallist yrði á kröfur Trump Að minnsta kosti þrír embættismenn ríkisstjórnar Trump forseta hafa nú borið vitni um að hernaðaraðstoð við Úkraínu hafi verið skilyrt við rannsóknir sem Trump krafðist frá stjórnvöldum í Kænugarði. 7. nóvember 2019 09:30 Sendu Úkraínustjórn hvað hún átti að segja um rannsóknir sem Trump vildi Vitnisburðir tveggja sendifulltrúa Trump forseta í Úkraínu voru gerðir opinberir í gær. Annar þeirra breytti fyrri framburði verulega og segir nú að Trump hafi notað hernaðaraðstoð sem skiptimynt í samskiptunum við Austur-Evrópulandið. 6. nóvember 2019 12:15 Vitnisburður embættismanna gróf undan málsvörn Trump Varnarmála- og utanríkisembættismenn báru vitni um það þegar Trump Bandaríkjaforseti stöðvaði hernaðaraðstoð til Úkraínu í sumar. 12. nóvember 2019 11:15 Sagði þingnefnd að Trump hefði gert „kaup kaups“ við Úkraínu Framburður sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB virðist grafa undan málsvörn Trump forseta um samskipti hans við úkraínsk stjórnvöld. 27. október 2019 17:48 Trump skipaði Perry að vinna með Giuliani í Úkraínu Í viðtali skýrir orkumálaráðherra Bandaríkjanna frekar hversu mikil áhrif persónulegur lögmaður Trump forseta hafði á stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Úkraínu. 17. október 2019 11:15 Háttsettur erindreki segir Trump hafa tengt aðstoð við Úkraínu við rannsókn á pólitískum andstæðingum William B. Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, greindi rannsakendum sem rannsaka möguleg embættisbrot Donald Trump forseta Bandaríkjanna, frá því í dag að Trump hafi neitað að veita Úkraínu hernaðaraðstoð og að hann hafnað því að funda með forseta Úkraínu í Hvíta húsinu nema hann myndi heita því að rannsaka andstæðinga Trump í bandarískum stjórnmálum. 22. október 2019 20:47 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Taldi Úkraínu ekki fá aðstoð nema að fallist yrði á kröfur Trump Að minnsta kosti þrír embættismenn ríkisstjórnar Trump forseta hafa nú borið vitni um að hernaðaraðstoð við Úkraínu hafi verið skilyrt við rannsóknir sem Trump krafðist frá stjórnvöldum í Kænugarði. 7. nóvember 2019 09:30
Sendu Úkraínustjórn hvað hún átti að segja um rannsóknir sem Trump vildi Vitnisburðir tveggja sendifulltrúa Trump forseta í Úkraínu voru gerðir opinberir í gær. Annar þeirra breytti fyrri framburði verulega og segir nú að Trump hafi notað hernaðaraðstoð sem skiptimynt í samskiptunum við Austur-Evrópulandið. 6. nóvember 2019 12:15
Vitnisburður embættismanna gróf undan málsvörn Trump Varnarmála- og utanríkisembættismenn báru vitni um það þegar Trump Bandaríkjaforseti stöðvaði hernaðaraðstoð til Úkraínu í sumar. 12. nóvember 2019 11:15
Sagði þingnefnd að Trump hefði gert „kaup kaups“ við Úkraínu Framburður sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB virðist grafa undan málsvörn Trump forseta um samskipti hans við úkraínsk stjórnvöld. 27. október 2019 17:48
Trump skipaði Perry að vinna með Giuliani í Úkraínu Í viðtali skýrir orkumálaráðherra Bandaríkjanna frekar hversu mikil áhrif persónulegur lögmaður Trump forseta hafði á stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Úkraínu. 17. október 2019 11:15
Háttsettur erindreki segir Trump hafa tengt aðstoð við Úkraínu við rannsókn á pólitískum andstæðingum William B. Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, greindi rannsakendum sem rannsaka möguleg embættisbrot Donald Trump forseta Bandaríkjanna, frá því í dag að Trump hafi neitað að veita Úkraínu hernaðaraðstoð og að hann hafnað því að funda með forseta Úkraínu í Hvíta húsinu nema hann myndi heita því að rannsaka andstæðinga Trump í bandarískum stjórnmálum. 22. október 2019 20:47
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“