Bættu við kafla um spillingu og mútur í ársreikninginn Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. nóvember 2019 11:45 Úr heimsókn Namibíumanna til Íslands í október árið 2012. Wikileaks Samherji vonast til þess að félagið verði búið að setja sér reglur um siðferði, spillingu, mannréttindi og mútur fyrir lok þessa árs. Engin slík viðmið eru í gildi, en Samherji segist þó virða „almenn mannréttindi, rétt allra til félagafrelsis og kjarasamninga.“ Þetta er meðal þess sem fram kemur í ófjárhagslegri upplýsingagjöf sem fylgdi með síðasta ársreikningi Samherja Holding ehf., sem samþykktur var um miðjan ágúst síðastliðinn. Ársreikningum Samherja Holding og Samherja hf., félaganna sem mynda Samherja-samstæðuna á Íslandi, hefur undanfarin ár lokið á útlistun á „margvíslegum stefnum og áætlunum“ samstæðunnar um samfélagslega ábyrgð, en í þeim síðasta var í fyrsta sinn sérstaklega fjallað um afstöðu fyrirtækisins til mútuþægni og spillingar.Þetta þykir áhugavert í ljósi þess sem fram kom í Kveiksþætti gærkvöldsins, að vísbendingar hafi fundist um rúmlega milljarðsgreiðslur frá Samherja til ráðamanna í Namibíu. Peningarnir hafi verið notaðar til að greiða leið fyrirtækisins að auðlindum landsins og því sé jafnt um spillingu og mútur að ræða.Klippa/Líma Ófjárhagslegu upplýsingarnar virðast að mestu hafa verið afritaðar á milli ársreikninga. Ártali hefur þó verið breytt. Í ársreikningum Samherja er þess þannig getið að félagið hafi unnið að innleiðingu ýmissa úrræða til að bæta vinnumhverfi starfsfólks; svo sem „viðbragðsáætlun gegn einelti, kynferðislegu og kynbundnu áreiti og ofbeldi, mannréttindastefnu, stefnu í vinnuverndar- og öryggismálum, jafnréttisáætlun, persónuverndarstefnu og fleira.“ Innleiðingin virðist þó ganga hægar en vonir Samherja höfðu staðið til, því í ársreikningum er þess getið að vinnan við framangreindar stefnur sé „vel á veg komin“ og að vonir standi til að þær verði innleiddar á næsta rekstrarári; 2018 eða 2019. Samherji segir í síðustu ársreikningum jafnframt vera að vinna að gerð mannréttindastefnu samstæðunnar. Engum skuli mismunað og engum „haldið í nauðungarvinnu eða barnaþrælkun og hafnar Samherji hvers kyns þrældómi, nauðungarvinnu og mansali,“ eins og þar segir. Ekki fylgir sögunni hvenær gert er ráð fyrir að stefnumótuninni ljúki.Samanburður á ársreikningum Samherja og Samherja Holding fyrir árin 2017 og 2018 sýnir lítinn mun á ófjárhagslegri upplýsingagjöf félaganna - að frátöldum kaflanum sem bætt hefur verið við um spillingu og múturInnleiðing stendur yfir Þá segir í ársreikningunum að fyrirhugað sé að stefna Samherja um samfélagslega ábyrgð gildi á öllum starfsstöðvum félagsins um allan heim. „Samherji lítur ekki einungis á samfélagslega ábyrgð sem ábyrgð heldur einnig tækifæri til að bæta velferð nærsamfélagsins,“ eins og þar segir orðrétt á milli ársreikninga. Umhverfis- og mannauðsmál eru Samherja jafnframt hugleikin, en félagið hefur undanfarna ársreikninga sagt að unnið sé að persónuverndarstefnu - „en með henni verður reynt að tryggja friðhelgi einkalífs starfsmanna með sem bestum hætti.“ Stærsti munurinn á ófjárhagslegum upplýsingum ársreikninga áranna 2017 og 2018 er kafli sem bætt var við síðarnefnda ársreikning Samherja Holding, kafla sem ber heitið Siðferði, spilling, mútur og mannréttindi. Þar segist Samherji virða almenn mannréttindi, rétt til félagafrelsins og kjarasamninga. „Áhersla er lögð á að verktakar og undirverktakar fari eftir gildandi lögum er varðar alla sína starfsmenn, hvort sem það eru þeirra launþegar eða eigin undirverktakar,“ segir í kaflanum. Þar er þó tekið fram, eins og með margar aðrar stefnur Samherja, að félagið hafi ekki enn sett sér skrifleg viðmið um siðferði, spillingu, mannréttindi eða mútur. „[V]inna við það hefur verið í gangi og líkur væntanlega á árinu 2019.“ Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. 13. nóvember 2019 08:47 Þorsteinn Már skellir skuldinni á uppljóstrarann Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir það hafa verið honum mikil vonbrigði að komast að því að fyrrverandi stjórnandi fyrirtækisins í Namibíu virðist hafa hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunna að vera ólögmæt. 12. nóvember 2019 23:08 Vaktin: Samherji í ólgusjó Eitt umsvifamesta sjávarútvegsfyrirtæki Íslands er sakað um að hafa borið fé á namibíska embættismenn til að komast yfir kvóta þar í landi. 13. nóvember 2019 10:10 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Sjá meira
Samherji vonast til þess að félagið verði búið að setja sér reglur um siðferði, spillingu, mannréttindi og mútur fyrir lok þessa árs. Engin slík viðmið eru í gildi, en Samherji segist þó virða „almenn mannréttindi, rétt allra til félagafrelsis og kjarasamninga.“ Þetta er meðal þess sem fram kemur í ófjárhagslegri upplýsingagjöf sem fylgdi með síðasta ársreikningi Samherja Holding ehf., sem samþykktur var um miðjan ágúst síðastliðinn. Ársreikningum Samherja Holding og Samherja hf., félaganna sem mynda Samherja-samstæðuna á Íslandi, hefur undanfarin ár lokið á útlistun á „margvíslegum stefnum og áætlunum“ samstæðunnar um samfélagslega ábyrgð, en í þeim síðasta var í fyrsta sinn sérstaklega fjallað um afstöðu fyrirtækisins til mútuþægni og spillingar.Þetta þykir áhugavert í ljósi þess sem fram kom í Kveiksþætti gærkvöldsins, að vísbendingar hafi fundist um rúmlega milljarðsgreiðslur frá Samherja til ráðamanna í Namibíu. Peningarnir hafi verið notaðar til að greiða leið fyrirtækisins að auðlindum landsins og því sé jafnt um spillingu og mútur að ræða.Klippa/Líma Ófjárhagslegu upplýsingarnar virðast að mestu hafa verið afritaðar á milli ársreikninga. Ártali hefur þó verið breytt. Í ársreikningum Samherja er þess þannig getið að félagið hafi unnið að innleiðingu ýmissa úrræða til að bæta vinnumhverfi starfsfólks; svo sem „viðbragðsáætlun gegn einelti, kynferðislegu og kynbundnu áreiti og ofbeldi, mannréttindastefnu, stefnu í vinnuverndar- og öryggismálum, jafnréttisáætlun, persónuverndarstefnu og fleira.“ Innleiðingin virðist þó ganga hægar en vonir Samherja höfðu staðið til, því í ársreikningum er þess getið að vinnan við framangreindar stefnur sé „vel á veg komin“ og að vonir standi til að þær verði innleiddar á næsta rekstrarári; 2018 eða 2019. Samherji segir í síðustu ársreikningum jafnframt vera að vinna að gerð mannréttindastefnu samstæðunnar. Engum skuli mismunað og engum „haldið í nauðungarvinnu eða barnaþrælkun og hafnar Samherji hvers kyns þrældómi, nauðungarvinnu og mansali,“ eins og þar segir. Ekki fylgir sögunni hvenær gert er ráð fyrir að stefnumótuninni ljúki.Samanburður á ársreikningum Samherja og Samherja Holding fyrir árin 2017 og 2018 sýnir lítinn mun á ófjárhagslegri upplýsingagjöf félaganna - að frátöldum kaflanum sem bætt hefur verið við um spillingu og múturInnleiðing stendur yfir Þá segir í ársreikningunum að fyrirhugað sé að stefna Samherja um samfélagslega ábyrgð gildi á öllum starfsstöðvum félagsins um allan heim. „Samherji lítur ekki einungis á samfélagslega ábyrgð sem ábyrgð heldur einnig tækifæri til að bæta velferð nærsamfélagsins,“ eins og þar segir orðrétt á milli ársreikninga. Umhverfis- og mannauðsmál eru Samherja jafnframt hugleikin, en félagið hefur undanfarna ársreikninga sagt að unnið sé að persónuverndarstefnu - „en með henni verður reynt að tryggja friðhelgi einkalífs starfsmanna með sem bestum hætti.“ Stærsti munurinn á ófjárhagslegum upplýsingum ársreikninga áranna 2017 og 2018 er kafli sem bætt var við síðarnefnda ársreikning Samherja Holding, kafla sem ber heitið Siðferði, spilling, mútur og mannréttindi. Þar segist Samherji virða almenn mannréttindi, rétt til félagafrelsins og kjarasamninga. „Áhersla er lögð á að verktakar og undirverktakar fari eftir gildandi lögum er varðar alla sína starfsmenn, hvort sem það eru þeirra launþegar eða eigin undirverktakar,“ segir í kaflanum. Þar er þó tekið fram, eins og með margar aðrar stefnur Samherja, að félagið hafi ekki enn sett sér skrifleg viðmið um siðferði, spillingu, mannréttindi eða mútur. „[V]inna við það hefur verið í gangi og líkur væntanlega á árinu 2019.“
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. 13. nóvember 2019 08:47 Þorsteinn Már skellir skuldinni á uppljóstrarann Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir það hafa verið honum mikil vonbrigði að komast að því að fyrrverandi stjórnandi fyrirtækisins í Namibíu virðist hafa hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunna að vera ólögmæt. 12. nóvember 2019 23:08 Vaktin: Samherji í ólgusjó Eitt umsvifamesta sjávarútvegsfyrirtæki Íslands er sakað um að hafa borið fé á namibíska embættismenn til að komast yfir kvóta þar í landi. 13. nóvember 2019 10:10 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Sjá meira
„Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. 13. nóvember 2019 08:47
Þorsteinn Már skellir skuldinni á uppljóstrarann Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir það hafa verið honum mikil vonbrigði að komast að því að fyrrverandi stjórnandi fyrirtækisins í Namibíu virðist hafa hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunna að vera ólögmæt. 12. nóvember 2019 23:08
Vaktin: Samherji í ólgusjó Eitt umsvifamesta sjávarútvegsfyrirtæki Íslands er sakað um að hafa borið fé á namibíska embættismenn til að komast yfir kvóta þar í landi. 13. nóvember 2019 10:10