Sala Arion á TravelCo er á lokametrunum Hörður Ægisson skrifar 13. nóvember 2019 06:30 TravelCo tók yfir ferðaskrifstofuna Primera Travel Group við gjaldþrot flugfélagsins Primera Air. Einkaviðræður standa nú yfir við erlendan aðila sem gerði skuldbindandi kauptilboð í ferðaskrifstofusamstæðuna TravelCo, eiganda Heimsferða, Terra Nova á Íslandi auk ferðaskrifstofa í Noregi, Finnlandi, Danmörku og Svíþjóð, en vonir standa til að salan geti klárast í lok þess mánaðar, samkvæmt heimildum Markaðarins. Til greina kemur hins vegar að íslensku ferðaskrifstofunum, báðum eða annarri, verði haldið fyrir utan kaupin og þær seldar öðrum fjárfestum. Á síðasta fjórðungi ársins 2018 námu heildartekjur TravelCo um 5,8 milljörðum króna en mikill meirihluti þeirra tekna kemur til vegna starfseminnar utan Íslands. Jón Karl Ólafsson, stjórnarformaður TravelCo, staðfestir í samtali við Markaðinn að viðræður standi yfir við einn aðila um kaup á samstæðunni en ekki sé hægt að upplýsa um nafn hans. Unnið sé nú að gerð áreiðanleikakönnunar og ætti niðurstaða hennar að liggja fyrir á næstu dögum. Ferðaskrifstofufélagið var tekið yfir af Arion banka í júní á þessu ári vegna fjárhagserfiðleika og vanefnda við bankann. TravelCo, sem var stofnað í október fyrir um ári, hafði áður tekið yfir ferðaskrifstofur Primera Travel Group þegar flugfélagið Primera Air varð gjaldþrota en eigandi og stofnandi Primera Air var Andri Már Ingólfsson. Samkvæmt nýlega birtum ársreikningi TravelCo nam tap félagsins á síðustu þremur mánuðum ársins 2018 rúmlega þremur milljörðum króna og var eigið fé neikvætt um 2,3 milljarða í árslok. Í síðasta mánuði tilkynnti Arion banki að vegna erfiðleika í ferðaþjónustu þyrfti bankinn að niðurfæra eignir TravelCo um 600 milljónir króna.Meiri áhugi á Terra Nova Unnið hefur verið að undirbúningi og sölu á TravelCo um nokkurt skeið en í söluferlinu áttu áhugasamir fjárfestar þess kost að gera tilboð í tilteknar eignir samstæðunnar. Samkvæmt heimildum Markaðarins reyndist þannig umtalsvert meiri áhugi á Terra Nova heldur en Heimsferðum. Á síðasta ári nam tap Heimsferða samtals 768 milljónum króna, sem kom til vegna gjaldfærðra krafna við gjaldþrot Primera Air og Primera Travel Group, en tekjur félagsins voru tæplega 4,3 milljarðar króna. Eigið fé félagsins nam 51 milljón króna í árslok 2018. Í ársreikningi Heimsferða kemur fram í skýrslu stjórnar, sem er undirrituð í lok ágúst, að í uppfærðri áætlun félagsins fyrir 2019 sé gert ráð fyrir að undirliggjandi hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) verði um 65 milljónir. Tap Terra Nova í fyrra var hins vegar um 3,3 milljónir evra, jafnvirði 450 milljóna króna, en rekstrarhagnaður félagsins var tæplega ein milljón evra. Þar réð mestu um tjón fyrirtækisins gjaldþrot Primera Travel Group en samkvæmt ársreikningi var það metið á um 4,1 milljón evra. Tekjur minnkuðu um rúmlega 2 milljónir evra á milli ára og voru samtals 15,4 milljónir evra 2018. Eigið fé var neikvætt um 1,8 milljónir evra í árslok 2018. Unnið er að fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins og gera fjárhagsáætlanir ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu sem nemur um 0,2 milljónum evra á þessu ári. Mikið tap af starfsemi TravelCo eftir það tók til starfa í október á síðasta ári kom meðal annars til vegna þeirra óhagstæðu áhrifa sem gjaldþrot Primera air hafði á rekstrarniðurstöður ferðaheildsala. Í ársreikningi félagsins kemur fram í skýrslu stjórnar að endurskipuleggja hafi þurft flugáætlanir og gera nýja flugsamninga með mjög stuttum fyrirvara til að tryggja þegar seldar pakkaferðir og flugsæti. Þeir samningar hafi verið afar óhagstæðir. Ekki aðeins hafi sætisverð verið hærra en áður heldur hafi einnig þurft að kaupa mun meira magn af sætum en þörf var á. Viðbótarkostnaður vegna þessara óhagstæðu flugsamninga er metinn á um 768 milljónir. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Íslenskir bankar Tengdar fréttir TravelCo úr höndum Andra Más til Arion banka Arion banki hefur eignast allt hlutafé í TravelCo hf. og hyggst finna félaginu nýja framtíðareigendur svo fljótt sem auðið er. 20. júní 2019 18:21 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Einkaviðræður standa nú yfir við erlendan aðila sem gerði skuldbindandi kauptilboð í ferðaskrifstofusamstæðuna TravelCo, eiganda Heimsferða, Terra Nova á Íslandi auk ferðaskrifstofa í Noregi, Finnlandi, Danmörku og Svíþjóð, en vonir standa til að salan geti klárast í lok þess mánaðar, samkvæmt heimildum Markaðarins. Til greina kemur hins vegar að íslensku ferðaskrifstofunum, báðum eða annarri, verði haldið fyrir utan kaupin og þær seldar öðrum fjárfestum. Á síðasta fjórðungi ársins 2018 námu heildartekjur TravelCo um 5,8 milljörðum króna en mikill meirihluti þeirra tekna kemur til vegna starfseminnar utan Íslands. Jón Karl Ólafsson, stjórnarformaður TravelCo, staðfestir í samtali við Markaðinn að viðræður standi yfir við einn aðila um kaup á samstæðunni en ekki sé hægt að upplýsa um nafn hans. Unnið sé nú að gerð áreiðanleikakönnunar og ætti niðurstaða hennar að liggja fyrir á næstu dögum. Ferðaskrifstofufélagið var tekið yfir af Arion banka í júní á þessu ári vegna fjárhagserfiðleika og vanefnda við bankann. TravelCo, sem var stofnað í október fyrir um ári, hafði áður tekið yfir ferðaskrifstofur Primera Travel Group þegar flugfélagið Primera Air varð gjaldþrota en eigandi og stofnandi Primera Air var Andri Már Ingólfsson. Samkvæmt nýlega birtum ársreikningi TravelCo nam tap félagsins á síðustu þremur mánuðum ársins 2018 rúmlega þremur milljörðum króna og var eigið fé neikvætt um 2,3 milljarða í árslok. Í síðasta mánuði tilkynnti Arion banki að vegna erfiðleika í ferðaþjónustu þyrfti bankinn að niðurfæra eignir TravelCo um 600 milljónir króna.Meiri áhugi á Terra Nova Unnið hefur verið að undirbúningi og sölu á TravelCo um nokkurt skeið en í söluferlinu áttu áhugasamir fjárfestar þess kost að gera tilboð í tilteknar eignir samstæðunnar. Samkvæmt heimildum Markaðarins reyndist þannig umtalsvert meiri áhugi á Terra Nova heldur en Heimsferðum. Á síðasta ári nam tap Heimsferða samtals 768 milljónum króna, sem kom til vegna gjaldfærðra krafna við gjaldþrot Primera Air og Primera Travel Group, en tekjur félagsins voru tæplega 4,3 milljarðar króna. Eigið fé félagsins nam 51 milljón króna í árslok 2018. Í ársreikningi Heimsferða kemur fram í skýrslu stjórnar, sem er undirrituð í lok ágúst, að í uppfærðri áætlun félagsins fyrir 2019 sé gert ráð fyrir að undirliggjandi hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) verði um 65 milljónir. Tap Terra Nova í fyrra var hins vegar um 3,3 milljónir evra, jafnvirði 450 milljóna króna, en rekstrarhagnaður félagsins var tæplega ein milljón evra. Þar réð mestu um tjón fyrirtækisins gjaldþrot Primera Travel Group en samkvæmt ársreikningi var það metið á um 4,1 milljón evra. Tekjur minnkuðu um rúmlega 2 milljónir evra á milli ára og voru samtals 15,4 milljónir evra 2018. Eigið fé var neikvætt um 1,8 milljónir evra í árslok 2018. Unnið er að fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins og gera fjárhagsáætlanir ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu sem nemur um 0,2 milljónum evra á þessu ári. Mikið tap af starfsemi TravelCo eftir það tók til starfa í október á síðasta ári kom meðal annars til vegna þeirra óhagstæðu áhrifa sem gjaldþrot Primera air hafði á rekstrarniðurstöður ferðaheildsala. Í ársreikningi félagsins kemur fram í skýrslu stjórnar að endurskipuleggja hafi þurft flugáætlanir og gera nýja flugsamninga með mjög stuttum fyrirvara til að tryggja þegar seldar pakkaferðir og flugsæti. Þeir samningar hafi verið afar óhagstæðir. Ekki aðeins hafi sætisverð verið hærra en áður heldur hafi einnig þurft að kaupa mun meira magn af sætum en þörf var á. Viðbótarkostnaður vegna þessara óhagstæðu flugsamninga er metinn á um 768 milljónir.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Íslenskir bankar Tengdar fréttir TravelCo úr höndum Andra Más til Arion banka Arion banki hefur eignast allt hlutafé í TravelCo hf. og hyggst finna félaginu nýja framtíðareigendur svo fljótt sem auðið er. 20. júní 2019 18:21 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
TravelCo úr höndum Andra Más til Arion banka Arion banki hefur eignast allt hlutafé í TravelCo hf. og hyggst finna félaginu nýja framtíðareigendur svo fljótt sem auðið er. 20. júní 2019 18:21