„Markmiðið er skýrt - að halda kostnaði í lágmarki“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. nóvember 2019 18:45 Lággjaldaflugfélagið Play ætlar sér að ná fram margvíslegri hagræðingu í rekstri félagsins. Play Flugfélagið Play hyggst spara allt að sjö milljarða króna með minni yfirbyggingu og einfaldari kjarasamningum á næstu þremur árum, ef marka má fjárfestakynningu félagsins. Útgjöld á næstu þremur árum eiga að vera 9 milljörðum lægri samanborið við WOW air. Play kynnti sig fyrir fjárfestum í upphafi mánaðar sem fyrsta alvöru lággjaldaflugfélagið á Íslandi, eða eins og sagði á einni glæru fjárfestakynningar Play:Markmiðið er skýrt - að halda kostnaði í lágmarki Forstjóri félagsins lagði einnig áherslu á kostnaðaraðhald á blaðamannafundi á þriðjudag. Áhersla félagsins á stundvísi og einfaldleika muni draga úr kostnaði, sem svo skili sér í lægra verði til neytenda. „Svo erum við lággjaldaflugfélag og við höfum unnið rosalega vel að samningagerð og að halda kostnaði á réttum stað. Þannig að við ætlum að bjóða upp á hagstæð verð frá fyrsta degi,“ sagði Arnar Már Magnússon á þriðjudag.Helmingi minni yfirbygging Í fjárfestakynningu flugfélagsins er sagt að þessir samningar muni spara félaginu alls 70 milljónir dala á næstu þremur árum, næstum 9 milljarða króna, samanborið við samningana sem WOW air gerði á sínum tíma. Þannig ætlar Play að útvista viðhaldi og flugafgreiðslu í Keflavík til þriðja aðila, sem mun lækka kostnað um 3 milljarða. Þá þurfi Play ekki að leggja út í 1900 milljóna króna þjálfunarkostnað, WOW air hafi staðið straum af þeim kostnaði, auk þess sem ný vefsíða og bókunarvél félagsins muni lækka kostnað um 440 milljónir.Sjá einnig: Play bjóði góð laun en ekkert skutl út á flugvöll Mesti sparnaðurinn verður þó á starfsmannahliðinni ef marka má fjárfestakynninguna. Hagstæðari kjarasamningar og færri starfsmenn muni spara félaginu sjö milljarða á næstu þremur árum. Launakostnaður vegna flugmanna verður að meðaltali 500 þúsund krónum lægri á mánuði en var hjá WOW air, og allt að 260 þúsund krónum lægri fyrir aðra áhafnarmeðlimi. Ekki er þó um hreina launalækkun að ræða heldur felur kjarasamningurinn í sér ýmsar hagræðingar og tilfærslur; til að mynda verður girt fyrir kaup á frídögum, lífeyrisgreiðslur verða við lögbundið lágmark auk þess sem bílastyrkir koma í stað rútuferða til Keflavíkur. Að auki ætlar flugfélagi ekki að vera með fleiri en 50 starfsmenn fyrir hverja flugvél í flotanum, samanborið við 75 hjá WOW og rúmlega 100 hjá Icelandair.Talsmaður Play sagði við Vísi á föstudag að þrátt fyrir fyrrnefndan sparnað muni félagið bjóða upp á góð laun og ýmis fríðindi. Það sé liður í því að gera Play að góðum vinnustað, en um 2000 manns hafa þegar sótt um störf hjá flugfélaginu. Fréttir af flugi Icelandair Play WOW Air Tengdar fréttir Play bjóði góð laun en ekkert skutl út á flugvöll Play svarar ásökunum Alþýðusambandsins. 8. nóvember 2019 16:45 Starfsmenn Play megi búast við lægri launum og meiri vinnu Þau sem sótt hafa um stöðu flugliða og flugmanna hjá flugfélaginu Play mega gera ráð fyrir að fá lægri laun en starfsmenn WOW air fengu á sínum tíma. Að sama skapi geta þau átt von á því að vinna meira en sambærilegir starfsmenn Icelandair. 7. nóvember 2019 13:30 Innkoma Play jákvæð en þó ekki úrslitaatriði "Eitt nýtt flugfélag með tvær þotur og sex áfangastaði er náttúrulega ekki "make or brake“ fyrir íslenska ferðaþjónustu en við fögnum að sjálfsögðu alltaf öllum sem hafa trú á áfangastaðnum,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar 7. nóvember 2019 10:45 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Flugfélagið Play hyggst spara allt að sjö milljarða króna með minni yfirbyggingu og einfaldari kjarasamningum á næstu þremur árum, ef marka má fjárfestakynningu félagsins. Útgjöld á næstu þremur árum eiga að vera 9 milljörðum lægri samanborið við WOW air. Play kynnti sig fyrir fjárfestum í upphafi mánaðar sem fyrsta alvöru lággjaldaflugfélagið á Íslandi, eða eins og sagði á einni glæru fjárfestakynningar Play:Markmiðið er skýrt - að halda kostnaði í lágmarki Forstjóri félagsins lagði einnig áherslu á kostnaðaraðhald á blaðamannafundi á þriðjudag. Áhersla félagsins á stundvísi og einfaldleika muni draga úr kostnaði, sem svo skili sér í lægra verði til neytenda. „Svo erum við lággjaldaflugfélag og við höfum unnið rosalega vel að samningagerð og að halda kostnaði á réttum stað. Þannig að við ætlum að bjóða upp á hagstæð verð frá fyrsta degi,“ sagði Arnar Már Magnússon á þriðjudag.Helmingi minni yfirbygging Í fjárfestakynningu flugfélagsins er sagt að þessir samningar muni spara félaginu alls 70 milljónir dala á næstu þremur árum, næstum 9 milljarða króna, samanborið við samningana sem WOW air gerði á sínum tíma. Þannig ætlar Play að útvista viðhaldi og flugafgreiðslu í Keflavík til þriðja aðila, sem mun lækka kostnað um 3 milljarða. Þá þurfi Play ekki að leggja út í 1900 milljóna króna þjálfunarkostnað, WOW air hafi staðið straum af þeim kostnaði, auk þess sem ný vefsíða og bókunarvél félagsins muni lækka kostnað um 440 milljónir.Sjá einnig: Play bjóði góð laun en ekkert skutl út á flugvöll Mesti sparnaðurinn verður þó á starfsmannahliðinni ef marka má fjárfestakynninguna. Hagstæðari kjarasamningar og færri starfsmenn muni spara félaginu sjö milljarða á næstu þremur árum. Launakostnaður vegna flugmanna verður að meðaltali 500 þúsund krónum lægri á mánuði en var hjá WOW air, og allt að 260 þúsund krónum lægri fyrir aðra áhafnarmeðlimi. Ekki er þó um hreina launalækkun að ræða heldur felur kjarasamningurinn í sér ýmsar hagræðingar og tilfærslur; til að mynda verður girt fyrir kaup á frídögum, lífeyrisgreiðslur verða við lögbundið lágmark auk þess sem bílastyrkir koma í stað rútuferða til Keflavíkur. Að auki ætlar flugfélagi ekki að vera með fleiri en 50 starfsmenn fyrir hverja flugvél í flotanum, samanborið við 75 hjá WOW og rúmlega 100 hjá Icelandair.Talsmaður Play sagði við Vísi á föstudag að þrátt fyrir fyrrnefndan sparnað muni félagið bjóða upp á góð laun og ýmis fríðindi. Það sé liður í því að gera Play að góðum vinnustað, en um 2000 manns hafa þegar sótt um störf hjá flugfélaginu.
Fréttir af flugi Icelandair Play WOW Air Tengdar fréttir Play bjóði góð laun en ekkert skutl út á flugvöll Play svarar ásökunum Alþýðusambandsins. 8. nóvember 2019 16:45 Starfsmenn Play megi búast við lægri launum og meiri vinnu Þau sem sótt hafa um stöðu flugliða og flugmanna hjá flugfélaginu Play mega gera ráð fyrir að fá lægri laun en starfsmenn WOW air fengu á sínum tíma. Að sama skapi geta þau átt von á því að vinna meira en sambærilegir starfsmenn Icelandair. 7. nóvember 2019 13:30 Innkoma Play jákvæð en þó ekki úrslitaatriði "Eitt nýtt flugfélag með tvær þotur og sex áfangastaði er náttúrulega ekki "make or brake“ fyrir íslenska ferðaþjónustu en við fögnum að sjálfsögðu alltaf öllum sem hafa trú á áfangastaðnum,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar 7. nóvember 2019 10:45 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Play bjóði góð laun en ekkert skutl út á flugvöll Play svarar ásökunum Alþýðusambandsins. 8. nóvember 2019 16:45
Starfsmenn Play megi búast við lægri launum og meiri vinnu Þau sem sótt hafa um stöðu flugliða og flugmanna hjá flugfélaginu Play mega gera ráð fyrir að fá lægri laun en starfsmenn WOW air fengu á sínum tíma. Að sama skapi geta þau átt von á því að vinna meira en sambærilegir starfsmenn Icelandair. 7. nóvember 2019 13:30
Innkoma Play jákvæð en þó ekki úrslitaatriði "Eitt nýtt flugfélag með tvær þotur og sex áfangastaði er náttúrulega ekki "make or brake“ fyrir íslenska ferðaþjónustu en við fögnum að sjálfsögðu alltaf öllum sem hafa trú á áfangastaðnum,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar 7. nóvember 2019 10:45