Vill aðgerðaáætlun gegn öldrunarfordómum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. nóvember 2019 19:45 Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Vísir/Vilhelm Öldrunarfordómar eru rótgrónir víða í samfélaginu og því þarf að breyta. Þetta segir þingmaður Vinstri grænna sem hyggst leggja fram þingsályktunartillögu að unnin verði aðgerðaáætlun gegn öldrunarfordómum. Samkvæmt tillögunni verður ráðherra falið að gera aðgerðaáætlun gegn öldrunarfordómum en meðflutningsmenn koma bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu. „Hún kemur ekki fram að ástæðulausu. Öldrunarfordómar eru mjög víða í samfélaginu og þeir snerta afar stóran hóp, ekki bara eldra fólk heldur líka aðstandendur þeirra og þá sem vinna með eldra fólki,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG og fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Hann segir fordómana koma fram með margvíslegum hætti. „Þeir koma til dæmis fram í heilbrigðiskerfinu og í umræðu um heilbrigðiskerfið, þeir koma fram í umræðu um félagslega kerfið. Þeir koma fram í umræðu um hvernig eldra fólk stendur sig í umferðinni, hvernig það stendur sig í starfi og svo framvegis,“ segir Ólafur Þór. Sjálfur er hann menntaður öldrunarlæknir en hann segist þekkja þetta vandamál vel úr fyrra samfélagi. „Þetta er eitt af því sem að við öldrunarlæknar erum sífellt að fást við og erum sífellt að berjast á móti. Í þessu nýja starfi þá fæ ég tækifæri til þess að taka þetta upp á þetta stig.“ Hann kveðst vongóður um þverpólitískan stuðning við tillöguna en hann hafi fengið jákvæð viðbrögð úr öllum þingflokkum. Líkt og heyra má í meðfylgjandi frétt var allur gangur á því hvort eldra fólk sem fréttastofa ræddi við á förnum vegi hafði upplifað aldursfordóma. Athygli vekur að þeir sem töldu sig hafa orðið fyrir aldursfordómum vildu fæstir veita viðtal. Alþingi Eldri borgarar Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Sjá meira
Öldrunarfordómar eru rótgrónir víða í samfélaginu og því þarf að breyta. Þetta segir þingmaður Vinstri grænna sem hyggst leggja fram þingsályktunartillögu að unnin verði aðgerðaáætlun gegn öldrunarfordómum. Samkvæmt tillögunni verður ráðherra falið að gera aðgerðaáætlun gegn öldrunarfordómum en meðflutningsmenn koma bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu. „Hún kemur ekki fram að ástæðulausu. Öldrunarfordómar eru mjög víða í samfélaginu og þeir snerta afar stóran hóp, ekki bara eldra fólk heldur líka aðstandendur þeirra og þá sem vinna með eldra fólki,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG og fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Hann segir fordómana koma fram með margvíslegum hætti. „Þeir koma til dæmis fram í heilbrigðiskerfinu og í umræðu um heilbrigðiskerfið, þeir koma fram í umræðu um félagslega kerfið. Þeir koma fram í umræðu um hvernig eldra fólk stendur sig í umferðinni, hvernig það stendur sig í starfi og svo framvegis,“ segir Ólafur Þór. Sjálfur er hann menntaður öldrunarlæknir en hann segist þekkja þetta vandamál vel úr fyrra samfélagi. „Þetta er eitt af því sem að við öldrunarlæknar erum sífellt að fást við og erum sífellt að berjast á móti. Í þessu nýja starfi þá fæ ég tækifæri til þess að taka þetta upp á þetta stig.“ Hann kveðst vongóður um þverpólitískan stuðning við tillöguna en hann hafi fengið jákvæð viðbrögð úr öllum þingflokkum. Líkt og heyra má í meðfylgjandi frétt var allur gangur á því hvort eldra fólk sem fréttastofa ræddi við á förnum vegi hafði upplifað aldursfordóma. Athygli vekur að þeir sem töldu sig hafa orðið fyrir aldursfordómum vildu fæstir veita viðtal.
Alþingi Eldri borgarar Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Sjá meira