Nauðgaði og kyrkti konu sem neitaði að svara áreitni hans Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2019 10:51 Donald Thurman, eftir að hann var handtekinn fyrir að myrða Ruth George. AP/UICPD Saksóknarar í Chicago í Bandaríkjunum hafa ákært mann fyrir að nauðga og myrða 19 ára konu sem neitaði að svara áreitni hans. Ruth George var á viðburði í háskóla í borginni á laugardagskvöldið og var hún myrt á leiðinni heim. Þegar hún var að ganga framhjá lestarstöð og að bíl sínum kallaði hinn 26 ára gamli Donald Thurman á eftir henni og áreitti hana. George svaraði honum ekki og hélt áfram að ganga að bíl sínum. Thurman brást reiður við því að hún vildi ekki tala við hann, elti hana og hélt áfram að áreita hana. Þegar George kom að bílnum, tók Thurman hana hálstaki, dró hana inn í bílinn og nauðgaði henni. Þar að auki hafði hann kyrkt hana og að endingu flúði hann. Næsta dag var lýst eftir George og fann lögreglan hana fljótt í gegnum síma hennar. James Murphy, saksóknari, sagði í gær að endurlífgunartilraunir hafi verið reyndar en án árangurs. Lögregluþjónar sáu strax að átök höfðu átt sér stað og voru upptökur úr öryggismyndavélum skoðaðar, þar sem í ljós kom að myndavélarnar höfðu fangað áðurnefnda atburðarás en ekki þó árásina sjálfa, samkvæmt frétt CNN.Lögregluþjónar fylgdust með lestarstöðinni þar sem Thurman sá George fyrst og sáu hann þar. Við yfirheyrslu játaði hann brot sitt og var hann ákærður fyrir morð og nauðgun. Thurman var sleppt úr fangelsi í desember í fyrra eftir að hann var dæmdur fyrir vopnað rán. Hann var dæmdur til sex ára fangelsisvistar en sat inn í tvö ár og var laus á reynslulausn. Morðið hefur vakið mikla athygli á landsvísu þar sem það þykir varpa ljósi á þann raunveruleika sem konur standa sífellt frammi fyrir og þá hættu sem þær eru í þegar þær ferðast einar. Ritstjórn Chicago Tribune birti í gær grein með fyrirsögninni: „Það sem allar konur vita um morð Ruth George í Chicago“. Grein þessi hefst svona: „Konur þekkja þessa upplifun: Að mæta manni á gangstétt sem gefur frá sér einhvers konar grófa viðreynslu eða ummæli. Ummælin eru móðgandi og ógnandi. Þau koma konum í varnarstöðu. „Segi ég þessu fífli að fara í rassgat? Hunsa ég hann? Mun hann ráðast á mig?““ Þar segir einnig að þó svona hegðun sé óæskileg og ófyrirgefanleg, sé hún mjög algeng. Hún sé ekki saklaus, heldur sé hún ógnandi. „Menn þurfa að átta sig á svona áreitni (e. catcalling) er ekki hrós og skilja af hverju konum finnst óþægilegt að vera beðnar um að brosa, eins og gerist reglulega. Sú staðreynd að maður tekur eftir konu á götu gefur honum ekki rétt til áreitni. Ef hún reynir að létta andrúmsloftið með brosi eða brandara, treystu okkur, þá er hún ekki að daðra. Hún vill bara að hann komi sér í burtu án þess að verða reiður.“ Bandaríkin Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Sjá meira
Saksóknarar í Chicago í Bandaríkjunum hafa ákært mann fyrir að nauðga og myrða 19 ára konu sem neitaði að svara áreitni hans. Ruth George var á viðburði í háskóla í borginni á laugardagskvöldið og var hún myrt á leiðinni heim. Þegar hún var að ganga framhjá lestarstöð og að bíl sínum kallaði hinn 26 ára gamli Donald Thurman á eftir henni og áreitti hana. George svaraði honum ekki og hélt áfram að ganga að bíl sínum. Thurman brást reiður við því að hún vildi ekki tala við hann, elti hana og hélt áfram að áreita hana. Þegar George kom að bílnum, tók Thurman hana hálstaki, dró hana inn í bílinn og nauðgaði henni. Þar að auki hafði hann kyrkt hana og að endingu flúði hann. Næsta dag var lýst eftir George og fann lögreglan hana fljótt í gegnum síma hennar. James Murphy, saksóknari, sagði í gær að endurlífgunartilraunir hafi verið reyndar en án árangurs. Lögregluþjónar sáu strax að átök höfðu átt sér stað og voru upptökur úr öryggismyndavélum skoðaðar, þar sem í ljós kom að myndavélarnar höfðu fangað áðurnefnda atburðarás en ekki þó árásina sjálfa, samkvæmt frétt CNN.Lögregluþjónar fylgdust með lestarstöðinni þar sem Thurman sá George fyrst og sáu hann þar. Við yfirheyrslu játaði hann brot sitt og var hann ákærður fyrir morð og nauðgun. Thurman var sleppt úr fangelsi í desember í fyrra eftir að hann var dæmdur fyrir vopnað rán. Hann var dæmdur til sex ára fangelsisvistar en sat inn í tvö ár og var laus á reynslulausn. Morðið hefur vakið mikla athygli á landsvísu þar sem það þykir varpa ljósi á þann raunveruleika sem konur standa sífellt frammi fyrir og þá hættu sem þær eru í þegar þær ferðast einar. Ritstjórn Chicago Tribune birti í gær grein með fyrirsögninni: „Það sem allar konur vita um morð Ruth George í Chicago“. Grein þessi hefst svona: „Konur þekkja þessa upplifun: Að mæta manni á gangstétt sem gefur frá sér einhvers konar grófa viðreynslu eða ummæli. Ummælin eru móðgandi og ógnandi. Þau koma konum í varnarstöðu. „Segi ég þessu fífli að fara í rassgat? Hunsa ég hann? Mun hann ráðast á mig?““ Þar segir einnig að þó svona hegðun sé óæskileg og ófyrirgefanleg, sé hún mjög algeng. Hún sé ekki saklaus, heldur sé hún ógnandi. „Menn þurfa að átta sig á svona áreitni (e. catcalling) er ekki hrós og skilja af hverju konum finnst óþægilegt að vera beðnar um að brosa, eins og gerist reglulega. Sú staðreynd að maður tekur eftir konu á götu gefur honum ekki rétt til áreitni. Ef hún reynir að létta andrúmsloftið með brosi eða brandara, treystu okkur, þá er hún ekki að daðra. Hún vill bara að hann komi sér í burtu án þess að verða reiður.“
Bandaríkin Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Sjá meira