Nauðgaði og kyrkti konu sem neitaði að svara áreitni hans Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2019 10:51 Donald Thurman, eftir að hann var handtekinn fyrir að myrða Ruth George. AP/UICPD Saksóknarar í Chicago í Bandaríkjunum hafa ákært mann fyrir að nauðga og myrða 19 ára konu sem neitaði að svara áreitni hans. Ruth George var á viðburði í háskóla í borginni á laugardagskvöldið og var hún myrt á leiðinni heim. Þegar hún var að ganga framhjá lestarstöð og að bíl sínum kallaði hinn 26 ára gamli Donald Thurman á eftir henni og áreitti hana. George svaraði honum ekki og hélt áfram að ganga að bíl sínum. Thurman brást reiður við því að hún vildi ekki tala við hann, elti hana og hélt áfram að áreita hana. Þegar George kom að bílnum, tók Thurman hana hálstaki, dró hana inn í bílinn og nauðgaði henni. Þar að auki hafði hann kyrkt hana og að endingu flúði hann. Næsta dag var lýst eftir George og fann lögreglan hana fljótt í gegnum síma hennar. James Murphy, saksóknari, sagði í gær að endurlífgunartilraunir hafi verið reyndar en án árangurs. Lögregluþjónar sáu strax að átök höfðu átt sér stað og voru upptökur úr öryggismyndavélum skoðaðar, þar sem í ljós kom að myndavélarnar höfðu fangað áðurnefnda atburðarás en ekki þó árásina sjálfa, samkvæmt frétt CNN.Lögregluþjónar fylgdust með lestarstöðinni þar sem Thurman sá George fyrst og sáu hann þar. Við yfirheyrslu játaði hann brot sitt og var hann ákærður fyrir morð og nauðgun. Thurman var sleppt úr fangelsi í desember í fyrra eftir að hann var dæmdur fyrir vopnað rán. Hann var dæmdur til sex ára fangelsisvistar en sat inn í tvö ár og var laus á reynslulausn. Morðið hefur vakið mikla athygli á landsvísu þar sem það þykir varpa ljósi á þann raunveruleika sem konur standa sífellt frammi fyrir og þá hættu sem þær eru í þegar þær ferðast einar. Ritstjórn Chicago Tribune birti í gær grein með fyrirsögninni: „Það sem allar konur vita um morð Ruth George í Chicago“. Grein þessi hefst svona: „Konur þekkja þessa upplifun: Að mæta manni á gangstétt sem gefur frá sér einhvers konar grófa viðreynslu eða ummæli. Ummælin eru móðgandi og ógnandi. Þau koma konum í varnarstöðu. „Segi ég þessu fífli að fara í rassgat? Hunsa ég hann? Mun hann ráðast á mig?““ Þar segir einnig að þó svona hegðun sé óæskileg og ófyrirgefanleg, sé hún mjög algeng. Hún sé ekki saklaus, heldur sé hún ógnandi. „Menn þurfa að átta sig á svona áreitni (e. catcalling) er ekki hrós og skilja af hverju konum finnst óþægilegt að vera beðnar um að brosa, eins og gerist reglulega. Sú staðreynd að maður tekur eftir konu á götu gefur honum ekki rétt til áreitni. Ef hún reynir að létta andrúmsloftið með brosi eða brandara, treystu okkur, þá er hún ekki að daðra. Hún vill bara að hann komi sér í burtu án þess að verða reiður.“ Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira
Saksóknarar í Chicago í Bandaríkjunum hafa ákært mann fyrir að nauðga og myrða 19 ára konu sem neitaði að svara áreitni hans. Ruth George var á viðburði í háskóla í borginni á laugardagskvöldið og var hún myrt á leiðinni heim. Þegar hún var að ganga framhjá lestarstöð og að bíl sínum kallaði hinn 26 ára gamli Donald Thurman á eftir henni og áreitti hana. George svaraði honum ekki og hélt áfram að ganga að bíl sínum. Thurman brást reiður við því að hún vildi ekki tala við hann, elti hana og hélt áfram að áreita hana. Þegar George kom að bílnum, tók Thurman hana hálstaki, dró hana inn í bílinn og nauðgaði henni. Þar að auki hafði hann kyrkt hana og að endingu flúði hann. Næsta dag var lýst eftir George og fann lögreglan hana fljótt í gegnum síma hennar. James Murphy, saksóknari, sagði í gær að endurlífgunartilraunir hafi verið reyndar en án árangurs. Lögregluþjónar sáu strax að átök höfðu átt sér stað og voru upptökur úr öryggismyndavélum skoðaðar, þar sem í ljós kom að myndavélarnar höfðu fangað áðurnefnda atburðarás en ekki þó árásina sjálfa, samkvæmt frétt CNN.Lögregluþjónar fylgdust með lestarstöðinni þar sem Thurman sá George fyrst og sáu hann þar. Við yfirheyrslu játaði hann brot sitt og var hann ákærður fyrir morð og nauðgun. Thurman var sleppt úr fangelsi í desember í fyrra eftir að hann var dæmdur fyrir vopnað rán. Hann var dæmdur til sex ára fangelsisvistar en sat inn í tvö ár og var laus á reynslulausn. Morðið hefur vakið mikla athygli á landsvísu þar sem það þykir varpa ljósi á þann raunveruleika sem konur standa sífellt frammi fyrir og þá hættu sem þær eru í þegar þær ferðast einar. Ritstjórn Chicago Tribune birti í gær grein með fyrirsögninni: „Það sem allar konur vita um morð Ruth George í Chicago“. Grein þessi hefst svona: „Konur þekkja þessa upplifun: Að mæta manni á gangstétt sem gefur frá sér einhvers konar grófa viðreynslu eða ummæli. Ummælin eru móðgandi og ógnandi. Þau koma konum í varnarstöðu. „Segi ég þessu fífli að fara í rassgat? Hunsa ég hann? Mun hann ráðast á mig?““ Þar segir einnig að þó svona hegðun sé óæskileg og ófyrirgefanleg, sé hún mjög algeng. Hún sé ekki saklaus, heldur sé hún ógnandi. „Menn þurfa að átta sig á svona áreitni (e. catcalling) er ekki hrós og skilja af hverju konum finnst óþægilegt að vera beðnar um að brosa, eins og gerist reglulega. Sú staðreynd að maður tekur eftir konu á götu gefur honum ekki rétt til áreitni. Ef hún reynir að létta andrúmsloftið með brosi eða brandara, treystu okkur, þá er hún ekki að daðra. Hún vill bara að hann komi sér í burtu án þess að verða reiður.“
Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira