Yfir milljón múslimar í fangabúðum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 26. nóvember 2019 06:30 Fangabúðirnar eru með vírgirðingum, varðturnum, öryggiskerfum og vopnuðum vörðum. Nordicphotos/Getty Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna (ICIJ) komust yfir skjöl, sem hafði verið lekið, frá kínverska Kommúnistaflokknum um starfsemi fangabúða í vesturhluta landsins. Voru þau birt hjá BBC, The Guardian og fimmtán öðrum fjölmiðlum á sunnudag. Í skjölunum kemur fram að kínverska ríkisstjórnin rekur keðju fangabúða sem hýsa eina til eina og hálfa milljón kínverskra múslima, af ýmsum þjóðarbrotum, flesta af þjóðarbrotinu Uighur. Fangabúðir er ekki orðið sem notað er í skjölunum en fólkinu er haldið gegn vilja sínum. Þetta eru ekki opinberar búðir í þeim skilningi að fólk eigi að vita af tilvist þeirra, þær eru faldar af yfirvöldum. Í þessum fangabúðum er stundaður heilaþvottur, eða „endurmenntun“ þar sem fólk er aðlagað því þjóðfélagi sem flokkurinn vill byggja upp. Því er kennt mandarínmál og eru innleidd þau gildi sem Alþýðulýðveldið stendur fyrir. Vitund um eigin þjóðerni, það er þjóðarbrota og ættbálka, er brotin niður. Þarna eru meðal annars loftmyndir af búðunum og frásagnir fólks sem hefur dvalið þar og ættingja þess. Einnig samskipti ráðamanna Kommúnistaflokksins um hvernig bygging búðanna og starfsemin þar skyldi fara fram. Nafn sem kemur ítrekað fram er Zhu Hailun, en hann er yfirmaður flokksins í héraðinu Xianjiang þar sem fangabúðirnar eru. Hann undirritaði meðal annars skipanir um hvernig taka ætti á móti föngum. Einnig koma fram handtökuskipanir, svo sem skipun frá árinu 2017 þar sem 24.000 manns voru til skoðunar og ákveðið að senda 15.600 af þeim í fangabúðirnar. Rúmlega 700 til viðbótar voru settir í venjulegt fangelsi. Fangabúðirnar eru rétt eins og önnur fangelsi, með steyptum veggjum, vírgirðingum, varðturnum, öryggiskerfum og vopnuðum vörðum. Stíft er fylgst með bæði andlegu og líkamlegu ástandi fanganna. Þeir mega aðeins hafa samband við ættingja og vini einu sinni í viku í gegnum síma, og einu sinni í mánuði í gegnum myndbandssamtal. Myndbandsupptökuvélar eru alls staðar í búðunum, á herbergjum, göngum og í matsalnum. Föngum er refsað harkalega ef þeir reyna að sleppa eða hafa samband við umheiminn utan þeirra marka sem fangaverðir setja þeim. Margar frásagnir eru til af ofbeldi, pyndingum og jafn vel nauðgunum af hálfu fangavarða. Í skjali undirrituðu af Zhu Hailun kemur fram að aldrei eigi að leyfa „óeðlileg dauðsföll“. Enn fremur kemur fram að yfirvöld hafi áhyggjur af því að umheimurinn komist að því hvað fari fram í búðunum. Fangavistin er ótímabundin en hver fangi verður að minnsta kosti eitt ár í „meðferð“. Fangarnir fá stig fyrir að meðtaka fyrirmælin vel og geta þá flýtt því að losna. Jafnvel eftir að fangarnir hafa klárað meðferð sína er þeim ekki sleppt strax, heldur þurfa þeir að dvelja í öðrum búðum í allt að hálfu ári til viðbótar. Þar læra þeir eitthvert fag sem nýtist á vinnumarkaðinum. Eftir að þeirri vist lýkur er enn fylgst með fólki, í að minnsta kosti eitt ár. Er það lögregluyfirvalda á hverjum stað að fylgjast með fólki sem nýbúið er að sleppa. Kínversk stjórnvöld hafa ítrekað afneitað tilvist þessara búða og segjast aðeins reka fangabúðir fyrir íslamska hryðjuverkamenn. Þetta breyttist ekki þegar skjölin voru birt á sunnudag. Opinbera stefnan er að skjölin séu einfaldlega fölsuð. Kína Mannréttindi Tengdar fréttir Ofsóknir gegn Úígúrum: Áttu að vera þakklát fyrir að fjölskyldumeðlimir voru færðir í fangabúðir Xi Jinping, forseti Kína, lagði grunninn að því að minnst milljón manna hefur verið komið fyrir í fanga- og endurmenntunarbúðum í Xinjiang-héraði Kína. 16. nóvember 2019 22:45 Beita þvingunum vegna mannréttindabrota í Xinjiang Yfirvöld Bandaríkjanna hafa beitt viðskiptaþvingunum gegn 28 kínverskum stofnunum og fyrirtækjum vegna mannréttindabrota í Xinjiang-héraði. 7. október 2019 23:33 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Sjá meira
Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna (ICIJ) komust yfir skjöl, sem hafði verið lekið, frá kínverska Kommúnistaflokknum um starfsemi fangabúða í vesturhluta landsins. Voru þau birt hjá BBC, The Guardian og fimmtán öðrum fjölmiðlum á sunnudag. Í skjölunum kemur fram að kínverska ríkisstjórnin rekur keðju fangabúða sem hýsa eina til eina og hálfa milljón kínverskra múslima, af ýmsum þjóðarbrotum, flesta af þjóðarbrotinu Uighur. Fangabúðir er ekki orðið sem notað er í skjölunum en fólkinu er haldið gegn vilja sínum. Þetta eru ekki opinberar búðir í þeim skilningi að fólk eigi að vita af tilvist þeirra, þær eru faldar af yfirvöldum. Í þessum fangabúðum er stundaður heilaþvottur, eða „endurmenntun“ þar sem fólk er aðlagað því þjóðfélagi sem flokkurinn vill byggja upp. Því er kennt mandarínmál og eru innleidd þau gildi sem Alþýðulýðveldið stendur fyrir. Vitund um eigin þjóðerni, það er þjóðarbrota og ættbálka, er brotin niður. Þarna eru meðal annars loftmyndir af búðunum og frásagnir fólks sem hefur dvalið þar og ættingja þess. Einnig samskipti ráðamanna Kommúnistaflokksins um hvernig bygging búðanna og starfsemin þar skyldi fara fram. Nafn sem kemur ítrekað fram er Zhu Hailun, en hann er yfirmaður flokksins í héraðinu Xianjiang þar sem fangabúðirnar eru. Hann undirritaði meðal annars skipanir um hvernig taka ætti á móti föngum. Einnig koma fram handtökuskipanir, svo sem skipun frá árinu 2017 þar sem 24.000 manns voru til skoðunar og ákveðið að senda 15.600 af þeim í fangabúðirnar. Rúmlega 700 til viðbótar voru settir í venjulegt fangelsi. Fangabúðirnar eru rétt eins og önnur fangelsi, með steyptum veggjum, vírgirðingum, varðturnum, öryggiskerfum og vopnuðum vörðum. Stíft er fylgst með bæði andlegu og líkamlegu ástandi fanganna. Þeir mega aðeins hafa samband við ættingja og vini einu sinni í viku í gegnum síma, og einu sinni í mánuði í gegnum myndbandssamtal. Myndbandsupptökuvélar eru alls staðar í búðunum, á herbergjum, göngum og í matsalnum. Föngum er refsað harkalega ef þeir reyna að sleppa eða hafa samband við umheiminn utan þeirra marka sem fangaverðir setja þeim. Margar frásagnir eru til af ofbeldi, pyndingum og jafn vel nauðgunum af hálfu fangavarða. Í skjali undirrituðu af Zhu Hailun kemur fram að aldrei eigi að leyfa „óeðlileg dauðsföll“. Enn fremur kemur fram að yfirvöld hafi áhyggjur af því að umheimurinn komist að því hvað fari fram í búðunum. Fangavistin er ótímabundin en hver fangi verður að minnsta kosti eitt ár í „meðferð“. Fangarnir fá stig fyrir að meðtaka fyrirmælin vel og geta þá flýtt því að losna. Jafnvel eftir að fangarnir hafa klárað meðferð sína er þeim ekki sleppt strax, heldur þurfa þeir að dvelja í öðrum búðum í allt að hálfu ári til viðbótar. Þar læra þeir eitthvert fag sem nýtist á vinnumarkaðinum. Eftir að þeirri vist lýkur er enn fylgst með fólki, í að minnsta kosti eitt ár. Er það lögregluyfirvalda á hverjum stað að fylgjast með fólki sem nýbúið er að sleppa. Kínversk stjórnvöld hafa ítrekað afneitað tilvist þessara búða og segjast aðeins reka fangabúðir fyrir íslamska hryðjuverkamenn. Þetta breyttist ekki þegar skjölin voru birt á sunnudag. Opinbera stefnan er að skjölin séu einfaldlega fölsuð.
Kína Mannréttindi Tengdar fréttir Ofsóknir gegn Úígúrum: Áttu að vera þakklát fyrir að fjölskyldumeðlimir voru færðir í fangabúðir Xi Jinping, forseti Kína, lagði grunninn að því að minnst milljón manna hefur verið komið fyrir í fanga- og endurmenntunarbúðum í Xinjiang-héraði Kína. 16. nóvember 2019 22:45 Beita þvingunum vegna mannréttindabrota í Xinjiang Yfirvöld Bandaríkjanna hafa beitt viðskiptaþvingunum gegn 28 kínverskum stofnunum og fyrirtækjum vegna mannréttindabrota í Xinjiang-héraði. 7. október 2019 23:33 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Sjá meira
Ofsóknir gegn Úígúrum: Áttu að vera þakklát fyrir að fjölskyldumeðlimir voru færðir í fangabúðir Xi Jinping, forseti Kína, lagði grunninn að því að minnst milljón manna hefur verið komið fyrir í fanga- og endurmenntunarbúðum í Xinjiang-héraði Kína. 16. nóvember 2019 22:45
Beita þvingunum vegna mannréttindabrota í Xinjiang Yfirvöld Bandaríkjanna hafa beitt viðskiptaþvingunum gegn 28 kínverskum stofnunum og fyrirtækjum vegna mannréttindabrota í Xinjiang-héraði. 7. október 2019 23:33