Bloomberg tilkynnir um forsetaframboð sitt Andri Eysteinsson skrifar 24. nóvember 2019 16:00 Bloomberg vill í Hvíta húsið. Getty/Sean Zanni Fyrrverandi borgarstjóri New York borgar, Michael Bloomberg, hefur ákveðið að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar sem fara fram að ári, í nóvember 2020. Bloomberg hefur undanfarnar vikur legið undir feldi en hefur nú tekið ákvörðunina um að bjóða sig fram til þess að sigra Donald Trump og endurreisa Bandaríkin eins og segir á vefsíðu Bloomberg.„Bandaríkin ráða ekki við fjögur ár í viðbót af siðlausum og glannalausum stjórnarháttum Trump. Hann ógnar landi okkar og gildum. Verði hann endurkjörinn er óvíst hvort að við munum nokkru sinni jafna okkar á þeim skaða,“ skrifaði Bloomberg.Bandaríkjaforseti, Michael Bloomberg og Jared Kushner árið 2013.Getty/Paul BruinoogeBloomberg sem náði ellefta sæti á lista Forbes yfir ríkustu menn í heimi á síðasta ári sat í stóli borgarstjóra New York á árunum 2002-2013. Bloomberg hefur flakkað á milli stjórnmálaflokka á ferli sínum en á fyrstu árum sínum sem borgarstjóri var Bloomberg í Repúblikanaflokknum. Fyrir árið 2001 var hann flokksmeðlimur Demókrata en 2007-2018 stóð hann utan flokka. Bloomberg hafði undanfarið gefið það til kynna að hann hygðist bjóða sig fram til forseta. Hafði hann til að mynda skilað inn tilskyldum gögnum til Alríkiskosningastofnunnar, skráð sig til leiks í þremur forkosningum Demókrata og sett til hliðar gríðarstóran auglýsingasjóð. Talið er að í sjóðnum sé um 30 milljónir dala. AP greinir frá.Sjá einnig: Segir Bloomberg tilbúinn til þess að eyða „hverju sem er“ til að sigra Trump Tíu vikur eru til stefnu þangað til að fyrstu forkosningar flokksins fara fram í Iowa. Þeir frambjóðendur sem þegar eru á kjörseðlunum fyrir Demókrata virðast ekki vera hrifnir af hugmyndum Bloomberg um forsetaframboð og því síður eru þeir hrifnir af gríðarlegum auglýsingakaupum milljarðamæringsins. „Ef þú getur ekki byggt upp grasrótarhreyfingu fyrir framboð þitt áttu ekkert erindi að bjóða þig fram til forseta,“ sagði Bernie Sanders sem sakaði Bloomberg um að ætla sér að kaupa sér útnefninguna, að því er AP hefur eftir Sanders. „Hin ríku munu eiga fleiri skó en við, fleiri bíla og hús. En þau fá ekki stærri bita af lýðræðinu,“ sagði mótframbjóðandinn Elizabeth Warren.Af kosningasíðu Mike Bloomberg.SkjáskotRáðgjafi Bloomberg, Howard Wolfson hefur gefið út að Bloomberg muni einungis nota eigið fé til að fjármagna kosningabaráttuna. Hann væri tilbúinn til að eyða hverju því sem þurfi til þess að sigra Donald Trump. Í tilkynningu Bloomberg sem birtist á vef frambjóðandans tíundar hann þann árangur sem náðist í stjórnartíð hans í New York. Þá greinir hann frá sínum helstu stefnumálum, skapa fleiri atvinnutækifæri, tryggja góða heilbrigðisþjónustu fyrir alla Bandaríkjamenn, berjast gegn loftslagsbreytingum og hækka skatta á auðmenn eins og hann sjálfan. Bloomberg hefur þegar fengið stuðning tveggja borgarstjóra, borgarstjórum Columbia í Suður-Karólínu og Louisville í Kentucky. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Fyrrverandi borgarstjóri New York borgar, Michael Bloomberg, hefur ákveðið að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar sem fara fram að ári, í nóvember 2020. Bloomberg hefur undanfarnar vikur legið undir feldi en hefur nú tekið ákvörðunina um að bjóða sig fram til þess að sigra Donald Trump og endurreisa Bandaríkin eins og segir á vefsíðu Bloomberg.„Bandaríkin ráða ekki við fjögur ár í viðbót af siðlausum og glannalausum stjórnarháttum Trump. Hann ógnar landi okkar og gildum. Verði hann endurkjörinn er óvíst hvort að við munum nokkru sinni jafna okkar á þeim skaða,“ skrifaði Bloomberg.Bandaríkjaforseti, Michael Bloomberg og Jared Kushner árið 2013.Getty/Paul BruinoogeBloomberg sem náði ellefta sæti á lista Forbes yfir ríkustu menn í heimi á síðasta ári sat í stóli borgarstjóra New York á árunum 2002-2013. Bloomberg hefur flakkað á milli stjórnmálaflokka á ferli sínum en á fyrstu árum sínum sem borgarstjóri var Bloomberg í Repúblikanaflokknum. Fyrir árið 2001 var hann flokksmeðlimur Demókrata en 2007-2018 stóð hann utan flokka. Bloomberg hafði undanfarið gefið það til kynna að hann hygðist bjóða sig fram til forseta. Hafði hann til að mynda skilað inn tilskyldum gögnum til Alríkiskosningastofnunnar, skráð sig til leiks í þremur forkosningum Demókrata og sett til hliðar gríðarstóran auglýsingasjóð. Talið er að í sjóðnum sé um 30 milljónir dala. AP greinir frá.Sjá einnig: Segir Bloomberg tilbúinn til þess að eyða „hverju sem er“ til að sigra Trump Tíu vikur eru til stefnu þangað til að fyrstu forkosningar flokksins fara fram í Iowa. Þeir frambjóðendur sem þegar eru á kjörseðlunum fyrir Demókrata virðast ekki vera hrifnir af hugmyndum Bloomberg um forsetaframboð og því síður eru þeir hrifnir af gríðarlegum auglýsingakaupum milljarðamæringsins. „Ef þú getur ekki byggt upp grasrótarhreyfingu fyrir framboð þitt áttu ekkert erindi að bjóða þig fram til forseta,“ sagði Bernie Sanders sem sakaði Bloomberg um að ætla sér að kaupa sér útnefninguna, að því er AP hefur eftir Sanders. „Hin ríku munu eiga fleiri skó en við, fleiri bíla og hús. En þau fá ekki stærri bita af lýðræðinu,“ sagði mótframbjóðandinn Elizabeth Warren.Af kosningasíðu Mike Bloomberg.SkjáskotRáðgjafi Bloomberg, Howard Wolfson hefur gefið út að Bloomberg muni einungis nota eigið fé til að fjármagna kosningabaráttuna. Hann væri tilbúinn til að eyða hverju því sem þurfi til þess að sigra Donald Trump. Í tilkynningu Bloomberg sem birtist á vef frambjóðandans tíundar hann þann árangur sem náðist í stjórnartíð hans í New York. Þá greinir hann frá sínum helstu stefnumálum, skapa fleiri atvinnutækifæri, tryggja góða heilbrigðisþjónustu fyrir alla Bandaríkjamenn, berjast gegn loftslagsbreytingum og hækka skatta á auðmenn eins og hann sjálfan. Bloomberg hefur þegar fengið stuðning tveggja borgarstjóra, borgarstjórum Columbia í Suður-Karólínu og Louisville í Kentucky.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira