Eignaði sér heiðurinn af opnun verksmiðju sem hefur verið opin frá 2013 Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2019 15:03 Tim Cook sýnir Donald Trump verksmiðjuna. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heimsótti verksmiðju þar sem Apple tölvur eru framleiddar í Texas í gær. Með honum var Tim Cook, forstjóri Apple. Það þykir svo sem ekki merkilegt fyrir utan það að Trump eignaði sér heiðurinn af því að verksmiðjan hafi verið opnuð og virtist hann halda því fram að hún hafi verið opnuð í gær. Hið rétt er að verksmiðjan opnaði árið 2013. Þetta mun vera í þriðja sinn á þessu ári, sem Trump skoðar gamlar verksmiðjur og eignar sér heiðurinn af því að þær hafi verið opnaðar. Hefur hann notað umræddar verksmiðjur til að halda því fram að efnahagsstefna hans hafi skilað árangri. „Fyrir mér, er þetta mjög mikilvægur dagur,“ sagði Trump í gær. Þá tók Cook til máls og leiðrétti hann forsetann ekki. Hann þakkaði Trump og starfsmönnum hans fyrir stuðninginn og sagði að dagurinn hefði ekki gengið eftir án hans. Trump ítrekaði það svo á Twitter að hann hefði opnað verksmiðjuna. Eins og áður segir var verksmiðjan opnuð árið 2013. Hún er í eigu fyrirtækis sem nefnist Flex og hefur framleitt Mac Pro tölvur frá því hún opnaði. Nánast öll framleiðsla Apple gerist í Kína.Today I opened a major Apple Manufacturing plant in Texas that will bring high paying jobs back to America. Today Nancy Pelosi closed Congress because she doesn’t care about American Workers! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 20, 2019 Blaðamaðurinn Daniel Dale, sem ver miklum tíma í að fylgjast með og greina sannleiksgildi ummæla og yfirlýsinga Trump, segir að þetta sé í þriðja sinn á þessu ári sem forsetinn eignar sér ranglega heiðurinn af opnun verksmiðja sem hann hefur heimsótt. Hann geri það iðulega þegar hann skoðar verksmiðjur.Trump has now falsely taken credit for the existence of three plants he has visited this year: one in Texas, one in Louisiana, one in Pennsylvania. It's his standard bit when he visits a manufacturing facility. — Daniel Dale (@ddale8) November 20, 2019 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heimsótti verksmiðju þar sem Apple tölvur eru framleiddar í Texas í gær. Með honum var Tim Cook, forstjóri Apple. Það þykir svo sem ekki merkilegt fyrir utan það að Trump eignaði sér heiðurinn af því að verksmiðjan hafi verið opnuð og virtist hann halda því fram að hún hafi verið opnuð í gær. Hið rétt er að verksmiðjan opnaði árið 2013. Þetta mun vera í þriðja sinn á þessu ári, sem Trump skoðar gamlar verksmiðjur og eignar sér heiðurinn af því að þær hafi verið opnaðar. Hefur hann notað umræddar verksmiðjur til að halda því fram að efnahagsstefna hans hafi skilað árangri. „Fyrir mér, er þetta mjög mikilvægur dagur,“ sagði Trump í gær. Þá tók Cook til máls og leiðrétti hann forsetann ekki. Hann þakkaði Trump og starfsmönnum hans fyrir stuðninginn og sagði að dagurinn hefði ekki gengið eftir án hans. Trump ítrekaði það svo á Twitter að hann hefði opnað verksmiðjuna. Eins og áður segir var verksmiðjan opnuð árið 2013. Hún er í eigu fyrirtækis sem nefnist Flex og hefur framleitt Mac Pro tölvur frá því hún opnaði. Nánast öll framleiðsla Apple gerist í Kína.Today I opened a major Apple Manufacturing plant in Texas that will bring high paying jobs back to America. Today Nancy Pelosi closed Congress because she doesn’t care about American Workers! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 20, 2019 Blaðamaðurinn Daniel Dale, sem ver miklum tíma í að fylgjast með og greina sannleiksgildi ummæla og yfirlýsinga Trump, segir að þetta sé í þriðja sinn á þessu ári sem forsetinn eignar sér ranglega heiðurinn af opnun verksmiðja sem hann hefur heimsótt. Hann geri það iðulega þegar hann skoðar verksmiðjur.Trump has now falsely taken credit for the existence of three plants he has visited this year: one in Texas, one in Louisiana, one in Pennsylvania. It's his standard bit when he visits a manufacturing facility. — Daniel Dale (@ddale8) November 20, 2019
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira