Erlend stórfyrirtæki eru ráðandi í sölu íslenskrar ferðaþjónustu og njóta sérstakrar skattaívilnana Þórir Garðarson skrifar 21. nóvember 2019 09:15 Erlendir ferðamenn skipuleggja og kaupa dvöl sína hér á landi (og annars staðar) að stórum hluta í gegnum umsvifamiklar sölusíður á netinu. Nefna má Booking.com, Hotels.com, Expedia.com, Tripadvisor.com, Trip.com, Lastminute.com, Travelocity.com, Orbitz.com, Cheapflights.com, Hotwire.com, Priceline.com, Rentalcars.com, Airbnb.com og Kiwi.com. Á undanförnum árum hafa þessar sölusíður á netinu meira og minna náð ferðamanninum til sín, í stað þess að hann eigi í beinum samskiptum við þá sem veita sjálfa ferðaþjónustuna. Ferðamaðurinn finnur flugið, gistinguna, afþreyinguna, aksturinn og annað sem tilheyrir ferðalaginu í gegnum sölusíðurnar. Ástæðan er einföld, sölusíðurnar eru eins og stórverslun með öllu úrvalinu og þar er hægt að bera saman verð og gæði, skoða myndir, lesa umsagnir og svo auðvitað bóka og borga. Sölusíðurnar „eiga“ þar með viðskiptavininn en ferðaþjónustufyrirtækin verða eins og hver önnur „smásala“ sem útvegar þjónustuna. Þau borga sölusíðunum fyrir að fá að vera í hillunum og jafnvel sérstaklega fyrir góða og áberandi staðsetningu. Sú þóknun hefur farið vaxandi með aukinni útbreiðslu og styrkleika sölusíðnanna.Drjúgur hluti fer í söluþóknun Viðskiptavinurinn - ferðamaðurinn - áttar sig ekki á því að drjúgur hluti greiðslunnar sem hann borgar hótelinu, bílaleigunni, flugfélaginu, veitingastaðnum eða afþreyingarfyrirtækinu verður í raun eftir hjá sölusíðunni. Kaupmaðurinn þarf jú að fá sitt. Komið hefur fram að þóknunin geti verið á bilinu 15-30%. Viðskiptavinurinn greiðir að sjálfsögðu þá þóknun, þó hann sé ekki upplýstur um það. Mörgum finnst nóg um þessa þróun, ekki síst vegna þess að hún gerir íslensk fyrirtæki í ferðaþjónustu berskjölduð, slítur á beint sölusamband við viðskiptavininn og kostar mikið. Hins vegar mælir enginn á móti því að sölusíðurnar auðvelda ferðamanninum allan undirbúning, sem skýrir vinsældir þeirra. Þá liggur einnig fyrir að stærstu sölusíðurnar verja gríðarlega háum fjárhæðum á hverju ári til að markaðssetja sig á netinu til að ná í viðskipti. Ferðaþjónustufyrirtækin fá athygli fleiri mögulegra viðskiptavina en ella í gegnum sölusíðurnar og geta minnkað markaðs- og sölukostnað að einhverju leyti í staðinn.Risafyrirtæki eiga viðskiptavininn og ráða ferðinni Það er samt nokkuð ógnvekjandi staða sem blasir við íslenskri ferðaþjónustu, líkt og ferðaþjónustu í öðrum löndum. Sölusíðurnar „eiga“ viðskiptavinina og staðreyndin er sú að sá sem „á“ viðskiptavininn ræður ferðinni. En hvernig stendur á því að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki eru upp á náð og miskunn erlendra netsölusíðna komin? Hvers vegna er ekki til íslensk vefsíða sem heldur utan um framboð og sölu á allri íslenskri ferðaþjónustu? Sjálfsagt datt engum í hug að þróunin yrði með þessum hætti og því ekki órað fyrir henni. Stundum hefur verið rætt um að fyrirtæki í ferðaþjónustu hér á landi taki sig saman um eina sameiginlega sölusíðu á netinu. Þar yrði við ramman reip að draga sennilega töpuð barátta frá fyrsta degi í núverandi skattaumhverfi og bryti í bága við samkeppnislög. Umsvifamesta sölusíðan, Booking.com, sem er með nánast öll íslensku gistifyrirtækin, velti rúmlega 10 billjónum króna (10 þúsund milljörðum) árið 2018. Expedia Group, sem rekur fjölda sölusíðna, velti um 2,5 billjónum króna (2.500 milljörðum). Íslenska ríkið veltir rétt undir einni billjón króna á ári (þúsund milljörðum).Ekki alslæm staða Staðan þó auðvitað ekki sú að íslensk fyrirtæki í ferðaþjónustu fái engin bein netviðskipti. Mörg þeirra stunda umsvifamikla markaðssetningu á netinu og fá viðskiptavini þannig milliliðalaust. Sem dæmi má nefna Arctic Adventures, Bláa lónið, Gray Line á Íslandi, Reykjavík Excursions, Icelandair, íslenskar hótelkeðjur og fleiri. Sú íslenska sölusíða sem hefur náð nokkurri fótfestu er Guide to Iceland.Íslenska ferðaþjónustan er kaupmaðurinn á horninu En í heildina er staðan sú að íslenskir ferðaþjónustu- og afþreyingaraðilar hafa þróast í að verða eins og kaupmaðurinn á horninu, meðan sífellt stærri hluti sölunnar færist yfir til erlendra söluaðila sem stilla sjálfir upp vöruúrvalinu í sínum stórverslunum. Sala innanlands hefur minnkað því að erlendi ferðamaðurinn heldur áfram að kaupa í gegnum „sinn söluaðila“ sama í hvaða landi hann er staddur.Mismunun í skattlagningu Ástæðan fyrir þessari þróun er ekki eingöngu sterk staða stóru sölufyrirtækjanna á markaðnum, með trygga viðskiptavini, heldur einnig hitt að samkeppnisstaða þeirra er sterkari vegna mismununar í skattlagningu. Íslensk fyrirtæki þurfa að leggja virðisaukaskatt á sína sölu. Stór alþjóðleg fyrirtæki hafa hins vegar sérstaka „hæfileika“ til að sleppa undan skattskilum, sérstaklega þau sem starfa alfarið á netinu. Samkeppnisstaðan er því skökk frá fyrsta degi. Sala ferðaþjónustu á netinu er í eðli sínu alþjóðleg. Viðskiptin eiga sér stað við erlenda ferðamenn í heimalandi þeirra og flokkast því undir útflutningsviðskipti. Virðisaukaskattur er aldrei lagður á útflutning vöru eða þjónustu. Nema í þessum útflutningsviðskiptum.Virðisaukaskatturinn þarf að fara Nauðsynlegt er að þjónusta ferðaskrifstofa og millisölustarfsemi í ferðaþjónustu verði felld út úr virðisaukaskattskerfinu. Það mun skapa tækifæri fyrir íslenska sölustarfsemi með heimilisfestu á Íslandi og bæta þar með samkeppnishæfni hennar á alþjóðlegum markaði. Við nógu ramman reip er að draga þó svæðisbundinn skattur íþyngi ekki enn meira. Sölustarfsemi á netinu er hátæknileg og krefst mikillar þekkingar. Með því að hlúa að þessari starfsemi er í raun verið að búa til verðmæt hátæknistörf til að vinna á heimsmörkuðum frá Íslandi. Það gengur ekki upp að stjórnvöld tali fjálglega um samkeppnishæfni Íslands á alþjóðvettvangi, en horfi svo í hina áttina og lami þessa samkeppnishæfni með skattlagningu sem á þar ekki heima.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Þórir Garðarsson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogsmódelið Atli Ísleifsson skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Erlendir ferðamenn skipuleggja og kaupa dvöl sína hér á landi (og annars staðar) að stórum hluta í gegnum umsvifamiklar sölusíður á netinu. Nefna má Booking.com, Hotels.com, Expedia.com, Tripadvisor.com, Trip.com, Lastminute.com, Travelocity.com, Orbitz.com, Cheapflights.com, Hotwire.com, Priceline.com, Rentalcars.com, Airbnb.com og Kiwi.com. Á undanförnum árum hafa þessar sölusíður á netinu meira og minna náð ferðamanninum til sín, í stað þess að hann eigi í beinum samskiptum við þá sem veita sjálfa ferðaþjónustuna. Ferðamaðurinn finnur flugið, gistinguna, afþreyinguna, aksturinn og annað sem tilheyrir ferðalaginu í gegnum sölusíðurnar. Ástæðan er einföld, sölusíðurnar eru eins og stórverslun með öllu úrvalinu og þar er hægt að bera saman verð og gæði, skoða myndir, lesa umsagnir og svo auðvitað bóka og borga. Sölusíðurnar „eiga“ þar með viðskiptavininn en ferðaþjónustufyrirtækin verða eins og hver önnur „smásala“ sem útvegar þjónustuna. Þau borga sölusíðunum fyrir að fá að vera í hillunum og jafnvel sérstaklega fyrir góða og áberandi staðsetningu. Sú þóknun hefur farið vaxandi með aukinni útbreiðslu og styrkleika sölusíðnanna.Drjúgur hluti fer í söluþóknun Viðskiptavinurinn - ferðamaðurinn - áttar sig ekki á því að drjúgur hluti greiðslunnar sem hann borgar hótelinu, bílaleigunni, flugfélaginu, veitingastaðnum eða afþreyingarfyrirtækinu verður í raun eftir hjá sölusíðunni. Kaupmaðurinn þarf jú að fá sitt. Komið hefur fram að þóknunin geti verið á bilinu 15-30%. Viðskiptavinurinn greiðir að sjálfsögðu þá þóknun, þó hann sé ekki upplýstur um það. Mörgum finnst nóg um þessa þróun, ekki síst vegna þess að hún gerir íslensk fyrirtæki í ferðaþjónustu berskjölduð, slítur á beint sölusamband við viðskiptavininn og kostar mikið. Hins vegar mælir enginn á móti því að sölusíðurnar auðvelda ferðamanninum allan undirbúning, sem skýrir vinsældir þeirra. Þá liggur einnig fyrir að stærstu sölusíðurnar verja gríðarlega háum fjárhæðum á hverju ári til að markaðssetja sig á netinu til að ná í viðskipti. Ferðaþjónustufyrirtækin fá athygli fleiri mögulegra viðskiptavina en ella í gegnum sölusíðurnar og geta minnkað markaðs- og sölukostnað að einhverju leyti í staðinn.Risafyrirtæki eiga viðskiptavininn og ráða ferðinni Það er samt nokkuð ógnvekjandi staða sem blasir við íslenskri ferðaþjónustu, líkt og ferðaþjónustu í öðrum löndum. Sölusíðurnar „eiga“ viðskiptavinina og staðreyndin er sú að sá sem „á“ viðskiptavininn ræður ferðinni. En hvernig stendur á því að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki eru upp á náð og miskunn erlendra netsölusíðna komin? Hvers vegna er ekki til íslensk vefsíða sem heldur utan um framboð og sölu á allri íslenskri ferðaþjónustu? Sjálfsagt datt engum í hug að þróunin yrði með þessum hætti og því ekki órað fyrir henni. Stundum hefur verið rætt um að fyrirtæki í ferðaþjónustu hér á landi taki sig saman um eina sameiginlega sölusíðu á netinu. Þar yrði við ramman reip að draga sennilega töpuð barátta frá fyrsta degi í núverandi skattaumhverfi og bryti í bága við samkeppnislög. Umsvifamesta sölusíðan, Booking.com, sem er með nánast öll íslensku gistifyrirtækin, velti rúmlega 10 billjónum króna (10 þúsund milljörðum) árið 2018. Expedia Group, sem rekur fjölda sölusíðna, velti um 2,5 billjónum króna (2.500 milljörðum). Íslenska ríkið veltir rétt undir einni billjón króna á ári (þúsund milljörðum).Ekki alslæm staða Staðan þó auðvitað ekki sú að íslensk fyrirtæki í ferðaþjónustu fái engin bein netviðskipti. Mörg þeirra stunda umsvifamikla markaðssetningu á netinu og fá viðskiptavini þannig milliliðalaust. Sem dæmi má nefna Arctic Adventures, Bláa lónið, Gray Line á Íslandi, Reykjavík Excursions, Icelandair, íslenskar hótelkeðjur og fleiri. Sú íslenska sölusíða sem hefur náð nokkurri fótfestu er Guide to Iceland.Íslenska ferðaþjónustan er kaupmaðurinn á horninu En í heildina er staðan sú að íslenskir ferðaþjónustu- og afþreyingaraðilar hafa þróast í að verða eins og kaupmaðurinn á horninu, meðan sífellt stærri hluti sölunnar færist yfir til erlendra söluaðila sem stilla sjálfir upp vöruúrvalinu í sínum stórverslunum. Sala innanlands hefur minnkað því að erlendi ferðamaðurinn heldur áfram að kaupa í gegnum „sinn söluaðila“ sama í hvaða landi hann er staddur.Mismunun í skattlagningu Ástæðan fyrir þessari þróun er ekki eingöngu sterk staða stóru sölufyrirtækjanna á markaðnum, með trygga viðskiptavini, heldur einnig hitt að samkeppnisstaða þeirra er sterkari vegna mismununar í skattlagningu. Íslensk fyrirtæki þurfa að leggja virðisaukaskatt á sína sölu. Stór alþjóðleg fyrirtæki hafa hins vegar sérstaka „hæfileika“ til að sleppa undan skattskilum, sérstaklega þau sem starfa alfarið á netinu. Samkeppnisstaðan er því skökk frá fyrsta degi. Sala ferðaþjónustu á netinu er í eðli sínu alþjóðleg. Viðskiptin eiga sér stað við erlenda ferðamenn í heimalandi þeirra og flokkast því undir útflutningsviðskipti. Virðisaukaskattur er aldrei lagður á útflutning vöru eða þjónustu. Nema í þessum útflutningsviðskiptum.Virðisaukaskatturinn þarf að fara Nauðsynlegt er að þjónusta ferðaskrifstofa og millisölustarfsemi í ferðaþjónustu verði felld út úr virðisaukaskattskerfinu. Það mun skapa tækifæri fyrir íslenska sölustarfsemi með heimilisfestu á Íslandi og bæta þar með samkeppnishæfni hennar á alþjóðlegum markaði. Við nógu ramman reip er að draga þó svæðisbundinn skattur íþyngi ekki enn meira. Sölustarfsemi á netinu er hátæknileg og krefst mikillar þekkingar. Með því að hlúa að þessari starfsemi er í raun verið að búa til verðmæt hátæknistörf til að vinna á heimsmörkuðum frá Íslandi. Það gengur ekki upp að stjórnvöld tali fjálglega um samkeppnishæfni Íslands á alþjóðvettvangi, en horfi svo í hina áttina og lami þessa samkeppnishæfni með skattlagningu sem á þar ekki heima.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line á Íslandi.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun