Barátta fyrir nýrri stjórnarskrá er barátta gegn spillingu! Katrín Oddsdóttir skrifar 6. desember 2019 12:00 Spilling er vandamál á Íslandi, hvort sem hún felst í vinagreiðum eða grímulausari útfærslum. Spilling þrífst helst þar sem eftirlit skortir, ákvarðanataka er óljós og aðkoma og áhrif almennings eru lítil eða engin. Spillingu má fyrirbyggja með gagnsæi hvað varðar upplýsingar og gjörðir valdhafa, sem almenning getur skilið, treyst og fylgst með. Í gildandi stjórnarskrá er ekki að finna eitt orð um stjórnmálaflokka, hvað þá spillingu, enda er hún að grunninum til dönsk konungsstjórnarskrá þó hún skarti nýlegri mannréttindakafla. Nú eru rúmlega sjö ár frá því kjósendur á Íslandi sögðu í þjóðaratkvæðagreiðslu að leggja skyldi frumvarp stjórnlagaráðs til grundvallar sem stjórnarskrá Íslands. Þetta frumvarp er í daglegu tali kallað nýja stjórnarskráin. Í nýju stjórnarskránni er ýmislegt gert til að reyna að stemma stigu við spillingu: -Stærsta málið er algert gegnsæi. Með upplýsingaréttinum í 15. grein nýju stjórnarskrárinnar eru ljósin hreinlega kveikt og myrkrinu úthýst. Þessi regla er sett til höfuðs þeirri inngrónu leyndarhyggju sem þrífst á Íslandi í opinberri stjórnsýslu og umboðsmaður Alþingis hefur ítrekað bent á að sé meinsemd fyrir samfélagið okkar. Auk þess eru fleiri reglur sem miða að því að tækla spillingu í nýju stjórnarskránni til dæmis þessar: - Bannað að mismuna á grundvelli stjórnmálatengsla. - Uppljóstrurum er tryggð vernd. - Kveðið er á um skyldu ráðherra og alþingismanna til að veita upplýsingar um fjárhagslega hagsmuni sína. - Gegnsætt eignarhald fjölmiðla er krafa. - Hvað varðar styrki til flokka og frambjóðanda segir: "Í lögum skal kveðið á um starfsemi stjórnmálasamtaka, svo og um fjármál frambjóðenda í því skyni að halda kostnaði í hófi, tryggja gegnsæi og takmarka auglýsingar í kosningabaráttu." - Auk þess geta 10% kjósenda knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeilda löggjöf, sem veitir Alþingi verulegt aðhald sem löggjafarvaldi og almenningi tækifæri til að kalla til sín mikilvæg mál sem oft er ófyrirsjáanlegt að komi upp þegar kosið er til Alþings. Grundvallarleikregla lýðræðisfyrirkomulags er að niðurstöður kosninga skulu virtar. Nú eru meira en sjö ár frá þjóðaratkvæðagreiðslunni þar sem kjósendur sögðu að nýja stjórnarskráin skyldi lögð til grundvallar. Þó er ekki verið að að leggja þessa stjórnarskrá til grundvallar í yfirstandandi bútasaums-vinnu stjórnvalda. Getur verið að það sé samspilling íslenskra stjórnmála sem standi í vegi fyrir þessu þjóðþrifamáli samfélagsins? Á laugardaginn 7. desember kl. 14 verður boðað til mótmæla gegn spillingu og arðráni á Austurvelli. Ærlegt fólk á Íslandi getur hvorki sætt sig við það að lýðræði sé hunsað né að fátæk ríki séu arðrænd af íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum sem skáka í skjóli gríðarlegs auðs sem þau hafa safnað vegna vinaverðs sem þeim býðst ár eftir ár á hagnýtingu á auðlindum sjávar í íslenskri landhelgi. Kröfur mótmælanna á laugardaginn eru sem fyrr þessar: *Sjávarútvegsráðherra segi tafarlaust af sér embætti. *Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá sem landsmenn sömdu sér og samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012. - Að sjálfsögðu með því auðlindaákvæði sem kjósendur samþykktu. *Arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings til uppbyggingar samfélagsins og til að tryggja mannsæmandi lífskjör allra. Að þessum mótmælum standa meðal annars: Efling, VR, Öryrkjabandalag Íslands, Gagnsæi – samtök gegn spillingu, Stjórnarskrárfélagið, Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá, Ung vinstri græn, Ungir píratar, Ungir jafnaðarmenn og Ungir sósíalistar. Við verðum að standa öll saman til að ná fram alvöru breytingum gegn arðráni og spillingu. Sjáumst á Austurvelli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Oddsdóttir Samherjaskjölin Stjórnarskrá Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Spilling er vandamál á Íslandi, hvort sem hún felst í vinagreiðum eða grímulausari útfærslum. Spilling þrífst helst þar sem eftirlit skortir, ákvarðanataka er óljós og aðkoma og áhrif almennings eru lítil eða engin. Spillingu má fyrirbyggja með gagnsæi hvað varðar upplýsingar og gjörðir valdhafa, sem almenning getur skilið, treyst og fylgst með. Í gildandi stjórnarskrá er ekki að finna eitt orð um stjórnmálaflokka, hvað þá spillingu, enda er hún að grunninum til dönsk konungsstjórnarskrá þó hún skarti nýlegri mannréttindakafla. Nú eru rúmlega sjö ár frá því kjósendur á Íslandi sögðu í þjóðaratkvæðagreiðslu að leggja skyldi frumvarp stjórnlagaráðs til grundvallar sem stjórnarskrá Íslands. Þetta frumvarp er í daglegu tali kallað nýja stjórnarskráin. Í nýju stjórnarskránni er ýmislegt gert til að reyna að stemma stigu við spillingu: -Stærsta málið er algert gegnsæi. Með upplýsingaréttinum í 15. grein nýju stjórnarskrárinnar eru ljósin hreinlega kveikt og myrkrinu úthýst. Þessi regla er sett til höfuðs þeirri inngrónu leyndarhyggju sem þrífst á Íslandi í opinberri stjórnsýslu og umboðsmaður Alþingis hefur ítrekað bent á að sé meinsemd fyrir samfélagið okkar. Auk þess eru fleiri reglur sem miða að því að tækla spillingu í nýju stjórnarskránni til dæmis þessar: - Bannað að mismuna á grundvelli stjórnmálatengsla. - Uppljóstrurum er tryggð vernd. - Kveðið er á um skyldu ráðherra og alþingismanna til að veita upplýsingar um fjárhagslega hagsmuni sína. - Gegnsætt eignarhald fjölmiðla er krafa. - Hvað varðar styrki til flokka og frambjóðanda segir: "Í lögum skal kveðið á um starfsemi stjórnmálasamtaka, svo og um fjármál frambjóðenda í því skyni að halda kostnaði í hófi, tryggja gegnsæi og takmarka auglýsingar í kosningabaráttu." - Auk þess geta 10% kjósenda knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeilda löggjöf, sem veitir Alþingi verulegt aðhald sem löggjafarvaldi og almenningi tækifæri til að kalla til sín mikilvæg mál sem oft er ófyrirsjáanlegt að komi upp þegar kosið er til Alþings. Grundvallarleikregla lýðræðisfyrirkomulags er að niðurstöður kosninga skulu virtar. Nú eru meira en sjö ár frá þjóðaratkvæðagreiðslunni þar sem kjósendur sögðu að nýja stjórnarskráin skyldi lögð til grundvallar. Þó er ekki verið að að leggja þessa stjórnarskrá til grundvallar í yfirstandandi bútasaums-vinnu stjórnvalda. Getur verið að það sé samspilling íslenskra stjórnmála sem standi í vegi fyrir þessu þjóðþrifamáli samfélagsins? Á laugardaginn 7. desember kl. 14 verður boðað til mótmæla gegn spillingu og arðráni á Austurvelli. Ærlegt fólk á Íslandi getur hvorki sætt sig við það að lýðræði sé hunsað né að fátæk ríki séu arðrænd af íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum sem skáka í skjóli gríðarlegs auðs sem þau hafa safnað vegna vinaverðs sem þeim býðst ár eftir ár á hagnýtingu á auðlindum sjávar í íslenskri landhelgi. Kröfur mótmælanna á laugardaginn eru sem fyrr þessar: *Sjávarútvegsráðherra segi tafarlaust af sér embætti. *Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá sem landsmenn sömdu sér og samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012. - Að sjálfsögðu með því auðlindaákvæði sem kjósendur samþykktu. *Arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings til uppbyggingar samfélagsins og til að tryggja mannsæmandi lífskjör allra. Að þessum mótmælum standa meðal annars: Efling, VR, Öryrkjabandalag Íslands, Gagnsæi – samtök gegn spillingu, Stjórnarskrárfélagið, Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá, Ung vinstri græn, Ungir píratar, Ungir jafnaðarmenn og Ungir sósíalistar. Við verðum að standa öll saman til að ná fram alvöru breytingum gegn arðráni og spillingu. Sjáumst á Austurvelli.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun