Fær ekki að grafa upp lík Dillinger fyrir sjónvarpsþætti History Channel Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2019 22:55 FBI segir öruggt að Dillinger sjálfur hafi verið skotinn og grafinn. Það hafi meðal annars verið staðfest með fingraförum. Vísir/AP Frænda hins fræga bandaríska glæpamanns John Dillinger hefur verið meinað að grafa upp lík hans vegna gerðar sjónvarpsþátta fyrir History Channel. Dillinger var skotinn til bana af útsendurum Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) fyrir utan kvikmyndahús í Chicago árið 1934 og grafinn í Crown Hill kirkjugarðinum í Indiana þar sem fjölskyldumeðlimir hans voru einnig jarðaðir. Michael Thompson, ættingi Dillinger, segist sitja á sönnunargögnum um að lögregluþjónarnir hafi í raun ekki skotið Dillinger, heldur einhvern annan og grafið hann.Johnny Depp lék Dillinger í nýjustu kvikmyndinni um glæpamanninn, Public Enemies, sem frumsýnd var árið 2009.Thompson ætlaði sér að grafa upp Dillinger í sumar en var meinað að gera það af forsvarsmönnum kirkjugarðsins. Hann höfðaði mál í ágúst og fékkst niðurstaða í það í dag. History Channel sleit sig þó frá verkefninu í september. Lögmenn kirkjugarðsins segja kröfu Thompson byggja á áratuga gamalli samsæriskenningu. Krufning á líki Dillinger hafi farið fram á sínum tíma og ættingjar hans hafi borið kennsl á hann áður en hann var grafinn. Þá hafi þing Indiana hafa veitt forsvarsmönnum kirkjugarða rétt til að neita uppgreftri til að vernda grafir gegn óþarfa röskunum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.FBI segir öruggt að Dillinger sjálfur hafi verið skotinn og grafinn. Það hafi meðal annars verið staðfest með fingraförum. Lögmaður Thompson segir skjólstæðing sinn þó hafa fengið skjöl frá FBI sem bendi til þess að svo sé ekki. Ekki liggur fyrir hvort málinu verði áfrýjað. Nokkrum dögum eftir að Dillinger var grafinn lét faðir hans hylja kistuna með járnstyrktri steypu svo skemmdarvargar reyndu ekki að grafa hana upp. Aðrir ættingjar glæpamannsins fræga hafa lýst sig andsnúna uppgreftri líks hans og ætla leita til dómstóla til að koma í veg fyrir að Thompson nái sínu framgengt með áfrýjun.Hér má sjá frétt CBS um málið frá því í sumar. Bandaríkin Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Frænda hins fræga bandaríska glæpamanns John Dillinger hefur verið meinað að grafa upp lík hans vegna gerðar sjónvarpsþátta fyrir History Channel. Dillinger var skotinn til bana af útsendurum Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) fyrir utan kvikmyndahús í Chicago árið 1934 og grafinn í Crown Hill kirkjugarðinum í Indiana þar sem fjölskyldumeðlimir hans voru einnig jarðaðir. Michael Thompson, ættingi Dillinger, segist sitja á sönnunargögnum um að lögregluþjónarnir hafi í raun ekki skotið Dillinger, heldur einhvern annan og grafið hann.Johnny Depp lék Dillinger í nýjustu kvikmyndinni um glæpamanninn, Public Enemies, sem frumsýnd var árið 2009.Thompson ætlaði sér að grafa upp Dillinger í sumar en var meinað að gera það af forsvarsmönnum kirkjugarðsins. Hann höfðaði mál í ágúst og fékkst niðurstaða í það í dag. History Channel sleit sig þó frá verkefninu í september. Lögmenn kirkjugarðsins segja kröfu Thompson byggja á áratuga gamalli samsæriskenningu. Krufning á líki Dillinger hafi farið fram á sínum tíma og ættingjar hans hafi borið kennsl á hann áður en hann var grafinn. Þá hafi þing Indiana hafa veitt forsvarsmönnum kirkjugarða rétt til að neita uppgreftri til að vernda grafir gegn óþarfa röskunum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.FBI segir öruggt að Dillinger sjálfur hafi verið skotinn og grafinn. Það hafi meðal annars verið staðfest með fingraförum. Lögmaður Thompson segir skjólstæðing sinn þó hafa fengið skjöl frá FBI sem bendi til þess að svo sé ekki. Ekki liggur fyrir hvort málinu verði áfrýjað. Nokkrum dögum eftir að Dillinger var grafinn lét faðir hans hylja kistuna með járnstyrktri steypu svo skemmdarvargar reyndu ekki að grafa hana upp. Aðrir ættingjar glæpamannsins fræga hafa lýst sig andsnúna uppgreftri líks hans og ætla leita til dómstóla til að koma í veg fyrir að Thompson nái sínu framgengt með áfrýjun.Hér má sjá frétt CBS um málið frá því í sumar.
Bandaríkin Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira