Svona leit bréfið til starfsmanna Ölgerðarinnar út Andri Eysteinsson skrifar 4. desember 2019 19:02 Starfsmönnum voru boðnir þrír kostir. Vísir/Vilhelm Starfsmenn Ölgerðarinnar stóðu frammi fyrir þremur kostum, ganga úr VR og í Eflingu, halda áfram að greiða í VR en vinna eftir kjarasamningi Eflingar, eða vera sagt upp frá og með síðustu mánaðamótum með þriggja mánaða uppsagnarfresti. Þetta sýnir bréf sem þeim var afhent og fréttastofa hefur undir höndum. Bréfið má sjá neðst í fréttinni. Beðnir um að haka við einn reit af þremur Andri Þór Guðmundsson er forstjóri Ölgerðarinnar. Í bréfinu segir að Ölgerðin segi upp ákvæði ráðningarsamnings starfsmanns sem kveður á um réttindi og skyldur. Nýtt ákvæði taki gildi 1.mars 2020 eftir þriggja mánaða uppsagnarfrest núgildandi ákvæðis. Í nýja ákvæðinu segir: „Um réttindi og skyldur, s.s. uppsagnarfrestur, orlof, almennar launahækkanir og veikindagreiðslur, fer að öðru leyti skv. Kjarasamningi Eflingar og SA.“ Starfsmenn voru þá beðnir um að haka í einn af þremur reitum, sú málsgrein sem hakað yrði við gildi. Kostirnir þrír voru eftirfarandi: 1. Þrátt fyrir ofangreindan uppsagnarfrest ákvæðisins eru aðilar sammála um að ofangreindar breytingar taki gildi nú þegar (1.desember 2019). 2. Starfsmaður samþykkir ekki að breytingar taki gildi nú þegar og óskar eftir að vinna lögbundinn uppsagnarfrest skv. gildandi ákvæði áður en nýtt ákvæði tekur gildi. 3. Starfsmaður samþykkir ekki ofangreindar breytingar og lítur svo á að verið sé að segja upp ráðningarsamningnum í heild sinni með ofangreindum uppsagnarfresti. Mun starfsmaður þá ljúka störfum að uppsagnarfresti liðnum. Í yfirlýsingu Ölgerðarinnar vegna fréttaflutnings af málefnum starfsfólks Ölgerðarinnar baðst Ölgerðin velvirðingar á því hafi starfsmenn upplifað samræmingaraðgerðir sem afarkosti. Unnið hafi verið að því að starfsmenn í sömu deildum njóti sömu réttinda og skyldna.Bréfið sem á annan tug starfsmanna hjá Ölgerðinni voru beðnir um að skrifa undir. Þeir neituðu að skrifa undir.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ölgerðin biðst velvirðingar hafi starfsmenn upplifað samræmingaraðgerðir sem afarkosti "Hafi starfsmenn Ölgerðarinnar upplifað aðferðir til sameiningar sem afarkosti, biðst Ölgerðin velvirðingar á því,“ segir í yfirlýsingu Ölgerðarinnar í kjölfar umfjöllunar um hótanir forsvarsmanna Ölgerðarinnar gegn starfsmönnum fyrirtækisins sem eru innan verkalýðsfélagsins VR. 4. desember 2019 18:05 Starfsfólki Ölgerðarinnar hótað uppsögn ef það gefur ekki eftir rétt til styttri vinnuviku Á annan tug starfsmanna Ölgerðarinnar sem eru í VR var stillt upp við vegg undir lok síðustu viku af forsvarsmönnum Ölgerðarinnar. Ef starfsmenn myndu ekki láta af rétti sínum til styttri vinnuviku þá yrði þeim sagt upp um mánaðamótin. 4. desember 2019 15:15 Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Starfsmenn Ölgerðarinnar stóðu frammi fyrir þremur kostum, ganga úr VR og í Eflingu, halda áfram að greiða í VR en vinna eftir kjarasamningi Eflingar, eða vera sagt upp frá og með síðustu mánaðamótum með þriggja mánaða uppsagnarfresti. Þetta sýnir bréf sem þeim var afhent og fréttastofa hefur undir höndum. Bréfið má sjá neðst í fréttinni. Beðnir um að haka við einn reit af þremur Andri Þór Guðmundsson er forstjóri Ölgerðarinnar. Í bréfinu segir að Ölgerðin segi upp ákvæði ráðningarsamnings starfsmanns sem kveður á um réttindi og skyldur. Nýtt ákvæði taki gildi 1.mars 2020 eftir þriggja mánaða uppsagnarfrest núgildandi ákvæðis. Í nýja ákvæðinu segir: „Um réttindi og skyldur, s.s. uppsagnarfrestur, orlof, almennar launahækkanir og veikindagreiðslur, fer að öðru leyti skv. Kjarasamningi Eflingar og SA.“ Starfsmenn voru þá beðnir um að haka í einn af þremur reitum, sú málsgrein sem hakað yrði við gildi. Kostirnir þrír voru eftirfarandi: 1. Þrátt fyrir ofangreindan uppsagnarfrest ákvæðisins eru aðilar sammála um að ofangreindar breytingar taki gildi nú þegar (1.desember 2019). 2. Starfsmaður samþykkir ekki að breytingar taki gildi nú þegar og óskar eftir að vinna lögbundinn uppsagnarfrest skv. gildandi ákvæði áður en nýtt ákvæði tekur gildi. 3. Starfsmaður samþykkir ekki ofangreindar breytingar og lítur svo á að verið sé að segja upp ráðningarsamningnum í heild sinni með ofangreindum uppsagnarfresti. Mun starfsmaður þá ljúka störfum að uppsagnarfresti liðnum. Í yfirlýsingu Ölgerðarinnar vegna fréttaflutnings af málefnum starfsfólks Ölgerðarinnar baðst Ölgerðin velvirðingar á því hafi starfsmenn upplifað samræmingaraðgerðir sem afarkosti. Unnið hafi verið að því að starfsmenn í sömu deildum njóti sömu réttinda og skyldna.Bréfið sem á annan tug starfsmanna hjá Ölgerðinni voru beðnir um að skrifa undir. Þeir neituðu að skrifa undir.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ölgerðin biðst velvirðingar hafi starfsmenn upplifað samræmingaraðgerðir sem afarkosti "Hafi starfsmenn Ölgerðarinnar upplifað aðferðir til sameiningar sem afarkosti, biðst Ölgerðin velvirðingar á því,“ segir í yfirlýsingu Ölgerðarinnar í kjölfar umfjöllunar um hótanir forsvarsmanna Ölgerðarinnar gegn starfsmönnum fyrirtækisins sem eru innan verkalýðsfélagsins VR. 4. desember 2019 18:05 Starfsfólki Ölgerðarinnar hótað uppsögn ef það gefur ekki eftir rétt til styttri vinnuviku Á annan tug starfsmanna Ölgerðarinnar sem eru í VR var stillt upp við vegg undir lok síðustu viku af forsvarsmönnum Ölgerðarinnar. Ef starfsmenn myndu ekki láta af rétti sínum til styttri vinnuviku þá yrði þeim sagt upp um mánaðamótin. 4. desember 2019 15:15 Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Ölgerðin biðst velvirðingar hafi starfsmenn upplifað samræmingaraðgerðir sem afarkosti "Hafi starfsmenn Ölgerðarinnar upplifað aðferðir til sameiningar sem afarkosti, biðst Ölgerðin velvirðingar á því,“ segir í yfirlýsingu Ölgerðarinnar í kjölfar umfjöllunar um hótanir forsvarsmanna Ölgerðarinnar gegn starfsmönnum fyrirtækisins sem eru innan verkalýðsfélagsins VR. 4. desember 2019 18:05
Starfsfólki Ölgerðarinnar hótað uppsögn ef það gefur ekki eftir rétt til styttri vinnuviku Á annan tug starfsmanna Ölgerðarinnar sem eru í VR var stillt upp við vegg undir lok síðustu viku af forsvarsmönnum Ölgerðarinnar. Ef starfsmenn myndu ekki láta af rétti sínum til styttri vinnuviku þá yrði þeim sagt upp um mánaðamótin. 4. desember 2019 15:15