Varsjáin hefur verið umdeild á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni og það væru smá breytingar á töflunni ef enska deildin hefði sleppt við það taka upp myndbandadómgæslu í vetur.
Liverpool liðið væri líka með örugga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar ef Varsjáin hefði ekki verið í notkun í vetur en það væri hins vegar mun styttra í erkifjendurna í Mancester City.
Liverpool er með átta stiga forskot á toppnum eftir fyrstu fjórtán umferðirnar en Leicester City er í öðru sætinu. Manchester City er síðan ellefu stigum á eftir Liverpool.
Ef það hefði ekki verið neitt VAR þá væri staðan í deildinni eins og sjá má hér fyrir neðan.
How the Premier League table would look without VAR after gameweeek 14
With VAR: Liverpool eight points clear
Without VAR: Liverpool seven points clear
Meanwhile, Man Utd are terrible with or without VAR #VAR#VARTablepic.twitter.com/nldxUpS3Ze
— GiveMeSport Football (@GMS__Football) December 2, 2019
Liverpool væri þá með sjö stiga forskot í stað átta stiga forskots. Leicester City væri aftur á móti ekki í öðru sæti heldur Englandsmeistarar Manchester City.
Manchester City væri með tveimur fleiri stig ef ekkert VAR hefði verið til staðar en Liverpool væri aftur á móti með tveimur stigum færra. Leicester City hefur grætt fimm stig á Varsjánni.
Liðin sem hafa grætt á VAR eru eftirtalin: Liverpool, Leicester, Crystal Palace, Bournemouth, Brighton og Southampton.
Liðin sem hafa tapað á VAR eru: Manchester City, Chelsea, Wolves, Sheffield United, Burnley, West Ham, Everton og Norwic.
Tottenham, Manchester United, Newcastle, Aston Villa og Watford væru hins vegar bæði með jafnmörg stig.