Af Churchill og félögum Gylfi Páll Hersir skrifar 3. desember 2019 09:00 Af einhverjum sérstökum ástæðum hefur Winston Churchill verið hampað af ýmsum hin seinni ár, m.a. af höfundi Reykjavíkurbréfs sem mærir Churchill gjarnan í skrifum sínum. Sumum finnst Churchill töff kall. Samkvæmt goðsögninni drakk hann reiðinnar býsn af sterku áfengi dag hvern og reykti marga stóra vindla, borðaði mikið og nánast steppti því að sofa – var orðhvass og fór ávallt sínu fram óháð því hvað öðrum kynni að finnast, fór hvorki að hefðbundnum reglum né almennum siðvenjum – hans var mátturinn og dýrðin, alvöru karlmaður – sönn fyrirmynd sumra, en kannski fárra! Churchill var lykilpersóna í stjórnmálum Bretlands og heimvaldaríkjanna allan fyrrihluta síðustu aldar og er arfleiðin skelfileg, ekki hvað síst í fyrrum nýlendum Breta í Afríku, Indlandi og víðar. Hann reyndi hvað hann gat til þess að berja niður uppreisn frelsishreyfingarinnar í Kenía en komið var upp gaddavírsgirtum einangrunarbúðum fjarri mannabyggðum, ekki ósvipuðum búðunum þar sem Þjóðverjar geymdu Gyðinga skömmu áður og var réttilega fordæmt. Hann tók virkan þátt í að steypa af stóli lýðræðislega kjörinni stjórn Mosaddeq í Íran 1953 og koma Resa Pahlavi keisara til valda sem ríkti með skelfilegu harðræði fram til uppreisnarinnar 1979. Indland og Churchill er harðneskulegur kapítuli útaf fyrir sig. Ekki má gleyma skelfilegu loftárásum Breta á Dresden þegar heimsvaldastríðinu var í raun lokið – hermdarárás á almenna borgara, ekki ósvipuð kjarnorkuvopnaárás Bandaríkjanna á Japan sem hafði enga hernaðarlega þýðingu nema til að prófa sprengjuna. Churchill vildi rækta hinn hreina kynstofn eins og margur á þessum tíma, m.a. hér á landi, og lagði til lög sem mundu stemma stigu við „offjölgun stétta fávita og geðsjúklinga“, sem hann taldi „ógn við þjóð og kynþátt sem ómögulegt er að ýkja.“ Hann lagði til að „100.000 úrkynjaðir Bretar verði gerðir ófrjóir með valdi og aðrir settir í vinnubúðir til þess að hægja á hrörnun breska kynþáttarins.“Það munar ekki um það! Allt frá hruni Tyrkjaveldis (Ottómanveldisins) snemma á síðustu öld hafa átök heimsvaldaríkjanna um Írak verði miðpunktur átaka um olíuauðlindir í Mið-Austurlöndum. Í kjölfar þessa mændi breska ráðastéttin gráðugum augum á olíubirgðirnar og þá lykilstöðu sem Persaflóí hefur sem samgönguæð til og frá Indlandi, kórónu breska heimsveldisins og nýlendnanna í Norður-Afríku. Gerður voru fjöldi samninga við héraðsstjórnir á þessu svæði á tímum fyrri heimsstyrjaldar við þjóðernishreyfingar Araba þar sem sjálfstæði var lofað að stríðinu loknu styddu þær ekki Þjóðverja. Þrátt fyrir það gerði Bretlandsstjórn leynilega hið þekkta Sykes-Picot samkomulag 1916 við Frakka sem kvað á um skiptingu Tyrkjaveldis. Suður-Mesópotamía (Írak), Palestína og Jórdan m.a. féllu í hlut Bretlands en Sýrland, Líbanon ásamt hluta af Tyrklandi og Írak í hlut Frakka. Þessi samningar var gerður með vitund og vilja zar-stjórnarinnar í Rússlandi og leit hann fyrst dagsins ljós eftir byltinguna í Rússlandi 1917 en byltingarstjórnin opinberaði alla leynisamninga sem zarinn hafði komið að. Í júlí 1920 varð almenn uppreisn í Írak gegn hernámi erlendra ríkja. Uppreisnin var kveðin niður með umfangsmiklum loftárásum breska flughersins á þorp Araba, m.a. var beitt eiturgasi. Ráðherra stríðsmála, Winston Churchill svaraði þegar hann var spurður út í þessa tilraun til að nota efnavopn gegn „óhlýðnum“ Aröbum: „Ég styð heilshugar að beitt sé efnavopnum gegn frumstæðum (uncivilices) ættbálkum“! Í Fréttablaðinu 2. ágúst síðastliðinn er grein undir fyrirsögninni: Winston Churchill sjaldan fyrirferðameiri. Þar segir m.a. eftirfarandi: „Og aðdáun á Churchill er ekki bara bundin við Bretland því víða um heim hittast menn reglulega til að spjalla og fræðast um ævi hans og arfleið. Á Íslandi er Churchill klúbbur sem hefur verið starfræktur frá 2008. Að sögn Árna Sigurðssonar, formanns klúbbsins, er hann hugsaður sem fræðsluvettvangur um ævi og störf sir Winston Churchill og þau gildi sem hann hafði í heiðri: Hugrekki, staðfestu, stórlyndi, velvilja og virðingu fyrir lýðræði og frelsi einstaklingsins.“Spurningin mín er þessi: Teljast þessi örfáu sögubrot sem hér hafa verið rakin til hugrekkis, staðfestu, stórlyndis, velvilja eða virðingu fyrir lýðræði og frelsi einstaklingsins?Höfundur er áhugasamur um það sem er að gerast í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Páll Hersir Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Af einhverjum sérstökum ástæðum hefur Winston Churchill verið hampað af ýmsum hin seinni ár, m.a. af höfundi Reykjavíkurbréfs sem mærir Churchill gjarnan í skrifum sínum. Sumum finnst Churchill töff kall. Samkvæmt goðsögninni drakk hann reiðinnar býsn af sterku áfengi dag hvern og reykti marga stóra vindla, borðaði mikið og nánast steppti því að sofa – var orðhvass og fór ávallt sínu fram óháð því hvað öðrum kynni að finnast, fór hvorki að hefðbundnum reglum né almennum siðvenjum – hans var mátturinn og dýrðin, alvöru karlmaður – sönn fyrirmynd sumra, en kannski fárra! Churchill var lykilpersóna í stjórnmálum Bretlands og heimvaldaríkjanna allan fyrrihluta síðustu aldar og er arfleiðin skelfileg, ekki hvað síst í fyrrum nýlendum Breta í Afríku, Indlandi og víðar. Hann reyndi hvað hann gat til þess að berja niður uppreisn frelsishreyfingarinnar í Kenía en komið var upp gaddavírsgirtum einangrunarbúðum fjarri mannabyggðum, ekki ósvipuðum búðunum þar sem Þjóðverjar geymdu Gyðinga skömmu áður og var réttilega fordæmt. Hann tók virkan þátt í að steypa af stóli lýðræðislega kjörinni stjórn Mosaddeq í Íran 1953 og koma Resa Pahlavi keisara til valda sem ríkti með skelfilegu harðræði fram til uppreisnarinnar 1979. Indland og Churchill er harðneskulegur kapítuli útaf fyrir sig. Ekki má gleyma skelfilegu loftárásum Breta á Dresden þegar heimsvaldastríðinu var í raun lokið – hermdarárás á almenna borgara, ekki ósvipuð kjarnorkuvopnaárás Bandaríkjanna á Japan sem hafði enga hernaðarlega þýðingu nema til að prófa sprengjuna. Churchill vildi rækta hinn hreina kynstofn eins og margur á þessum tíma, m.a. hér á landi, og lagði til lög sem mundu stemma stigu við „offjölgun stétta fávita og geðsjúklinga“, sem hann taldi „ógn við þjóð og kynþátt sem ómögulegt er að ýkja.“ Hann lagði til að „100.000 úrkynjaðir Bretar verði gerðir ófrjóir með valdi og aðrir settir í vinnubúðir til þess að hægja á hrörnun breska kynþáttarins.“Það munar ekki um það! Allt frá hruni Tyrkjaveldis (Ottómanveldisins) snemma á síðustu öld hafa átök heimsvaldaríkjanna um Írak verði miðpunktur átaka um olíuauðlindir í Mið-Austurlöndum. Í kjölfar þessa mændi breska ráðastéttin gráðugum augum á olíubirgðirnar og þá lykilstöðu sem Persaflóí hefur sem samgönguæð til og frá Indlandi, kórónu breska heimsveldisins og nýlendnanna í Norður-Afríku. Gerður voru fjöldi samninga við héraðsstjórnir á þessu svæði á tímum fyrri heimsstyrjaldar við þjóðernishreyfingar Araba þar sem sjálfstæði var lofað að stríðinu loknu styddu þær ekki Þjóðverja. Þrátt fyrir það gerði Bretlandsstjórn leynilega hið þekkta Sykes-Picot samkomulag 1916 við Frakka sem kvað á um skiptingu Tyrkjaveldis. Suður-Mesópotamía (Írak), Palestína og Jórdan m.a. féllu í hlut Bretlands en Sýrland, Líbanon ásamt hluta af Tyrklandi og Írak í hlut Frakka. Þessi samningar var gerður með vitund og vilja zar-stjórnarinnar í Rússlandi og leit hann fyrst dagsins ljós eftir byltinguna í Rússlandi 1917 en byltingarstjórnin opinberaði alla leynisamninga sem zarinn hafði komið að. Í júlí 1920 varð almenn uppreisn í Írak gegn hernámi erlendra ríkja. Uppreisnin var kveðin niður með umfangsmiklum loftárásum breska flughersins á þorp Araba, m.a. var beitt eiturgasi. Ráðherra stríðsmála, Winston Churchill svaraði þegar hann var spurður út í þessa tilraun til að nota efnavopn gegn „óhlýðnum“ Aröbum: „Ég styð heilshugar að beitt sé efnavopnum gegn frumstæðum (uncivilices) ættbálkum“! Í Fréttablaðinu 2. ágúst síðastliðinn er grein undir fyrirsögninni: Winston Churchill sjaldan fyrirferðameiri. Þar segir m.a. eftirfarandi: „Og aðdáun á Churchill er ekki bara bundin við Bretland því víða um heim hittast menn reglulega til að spjalla og fræðast um ævi hans og arfleið. Á Íslandi er Churchill klúbbur sem hefur verið starfræktur frá 2008. Að sögn Árna Sigurðssonar, formanns klúbbsins, er hann hugsaður sem fræðsluvettvangur um ævi og störf sir Winston Churchill og þau gildi sem hann hafði í heiðri: Hugrekki, staðfestu, stórlyndi, velvilja og virðingu fyrir lýðræði og frelsi einstaklingsins.“Spurningin mín er þessi: Teljast þessi örfáu sögubrot sem hér hafa verið rakin til hugrekkis, staðfestu, stórlyndis, velvilja eða virðingu fyrir lýðræði og frelsi einstaklingsins?Höfundur er áhugasamur um það sem er að gerast í heiminum.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun