Tilboð, tilboð! Ósk Heiða Sveinsdóttir skrifar 10. desember 2019 10:00 Þá eru svörtu og stafrænu tilboðin búin – hvað næst? Nú keppast fyrirtæki við það að ná athygli fyrir næstu atrennu –jólavertíðina sjálfa. Magn auglýsinga eykst, blöðin þykkna, markpóstar aukast og auglýsingatímar eru þétt bókaðir og verðlagðir eftir því. Skilaboðin snúast um verð, afslætti, „síðasta séns“ og auglýsingar elta okkur um veraldarvefinn. Ein af áskorunum fyrirtækja er að skera sig úr í þessu flóði upplýsinga. Ein leið til þess er að búa til og dreifa efni sem hefur virði fyrir markhópinn, er t.d. lausn á vandamálum, fræðsla eða leiðir til að nota vöruna á nýjan hátt. Jafnvel með smá tilfinningum í bland? Ekki bara hörð sölumennska. Má bjóða þér eitthvað til sölu? Það sama gildir um þessa aðferð og aðrar innan markaðsfræðinnar. Þú verður að hafa stefnu, skilgreind markmið og tilgang áður en lagt er af stað í aðgerðir. Afslættir og efnismarkaðssetning útilokar ekki hvort annað. Best er að gera sitt lítið af hvoru því hugsanlega ertu að tala við tvo mismunandi hópa; annars vegar þau verðdrifnu og hins vegar þau sem síður elta tilboð. Stilltu þetta saman – í takt. Ef fyrirtæki hafa metnað og áhuga á viðskiptavinum sínum og gera sér grein fyrir því að án viðskiptavina sinna eru þau ekkert, kemur árangurinn fljótlega í ljós. Viðskiptavinurinn skiptir öllu máli. Eins og ég hef gaman að skemmtilegum auglýsingum þá elska ég vel framkvæmdar markaðsherferðir. Herferðirnar þar sem allar aðgerðir og skilaboð styðja hvert annað, allir snertifletir við viðskiptavininn (og ekki viðskiptavininn) eru nýttir til þess að koma skilaboðum herferðarinnar á framfæri. Vekja með því hughrif og hafa áhrif í samræmi við skilgreind markmið. Á bak við vel útfærða markaðsherferð liggur mikil vinna og oft á tíðum er hún ekki sýnileg fyrr en loksins er ýtt á „play“-takkann og allt fer í loftið. Ef undirbúningurinn er góður og vandað hefur verið til verka, getur verið erfitt fyrir samkeppnina að svara því það tekur tíma að bregðast við og koma fram með útspil og herferð. Þá áttu dansgólfið ein(n) í dýrmætan tíma, en það er mjög verðmæt staða. Næg tækifæri Undanfari jólavertíðarinnar býður upp á mörg tækifæri til þess að byggja tengsl og segja þína sögu. Skilaboðin verða að vera skýr og markviss á öllum snertiflötum. Hver er sagan sem fyrirtækið er að segja? Hafðu áhuga á viðskiptavininum þínum, segðu söguna þína og byggðu upp tengsl. Ef vel tekst til mun tilfinningin og tengingin við vörumerkið hafa jákvæð áhrif sem skila sér vonandi í því að þegar kemur að kaupum horfir viðskiptavinurinn fram hjá vöru samkeppnisaðilans og velur þína vöru. Svo er alltaf möguleiki að leggja í það verkefni að skapa nýja eftirspurn og þörf eftir þinni vöru í stað þess að bítast við samkeppnina um sömu viðskiptavinina. Því hvort sem það er að búa til þitt eigið dansgólf og synda í bláum sjó, eru næg tækifæri fyrir þá sem þora að sækja fram og breyta. Fyrir alla sem kunna að meta áskoranir og árangur, er það mjög skemmtilegt verkefni. Af fenginni reynslu, þá mæli ég með því!Höfundur er forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Neytendur Ósk Heiða Sveinsdóttir Mest lesið Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Þá eru svörtu og stafrænu tilboðin búin – hvað næst? Nú keppast fyrirtæki við það að ná athygli fyrir næstu atrennu –jólavertíðina sjálfa. Magn auglýsinga eykst, blöðin þykkna, markpóstar aukast og auglýsingatímar eru þétt bókaðir og verðlagðir eftir því. Skilaboðin snúast um verð, afslætti, „síðasta séns“ og auglýsingar elta okkur um veraldarvefinn. Ein af áskorunum fyrirtækja er að skera sig úr í þessu flóði upplýsinga. Ein leið til þess er að búa til og dreifa efni sem hefur virði fyrir markhópinn, er t.d. lausn á vandamálum, fræðsla eða leiðir til að nota vöruna á nýjan hátt. Jafnvel með smá tilfinningum í bland? Ekki bara hörð sölumennska. Má bjóða þér eitthvað til sölu? Það sama gildir um þessa aðferð og aðrar innan markaðsfræðinnar. Þú verður að hafa stefnu, skilgreind markmið og tilgang áður en lagt er af stað í aðgerðir. Afslættir og efnismarkaðssetning útilokar ekki hvort annað. Best er að gera sitt lítið af hvoru því hugsanlega ertu að tala við tvo mismunandi hópa; annars vegar þau verðdrifnu og hins vegar þau sem síður elta tilboð. Stilltu þetta saman – í takt. Ef fyrirtæki hafa metnað og áhuga á viðskiptavinum sínum og gera sér grein fyrir því að án viðskiptavina sinna eru þau ekkert, kemur árangurinn fljótlega í ljós. Viðskiptavinurinn skiptir öllu máli. Eins og ég hef gaman að skemmtilegum auglýsingum þá elska ég vel framkvæmdar markaðsherferðir. Herferðirnar þar sem allar aðgerðir og skilaboð styðja hvert annað, allir snertifletir við viðskiptavininn (og ekki viðskiptavininn) eru nýttir til þess að koma skilaboðum herferðarinnar á framfæri. Vekja með því hughrif og hafa áhrif í samræmi við skilgreind markmið. Á bak við vel útfærða markaðsherferð liggur mikil vinna og oft á tíðum er hún ekki sýnileg fyrr en loksins er ýtt á „play“-takkann og allt fer í loftið. Ef undirbúningurinn er góður og vandað hefur verið til verka, getur verið erfitt fyrir samkeppnina að svara því það tekur tíma að bregðast við og koma fram með útspil og herferð. Þá áttu dansgólfið ein(n) í dýrmætan tíma, en það er mjög verðmæt staða. Næg tækifæri Undanfari jólavertíðarinnar býður upp á mörg tækifæri til þess að byggja tengsl og segja þína sögu. Skilaboðin verða að vera skýr og markviss á öllum snertiflötum. Hver er sagan sem fyrirtækið er að segja? Hafðu áhuga á viðskiptavininum þínum, segðu söguna þína og byggðu upp tengsl. Ef vel tekst til mun tilfinningin og tengingin við vörumerkið hafa jákvæð áhrif sem skila sér vonandi í því að þegar kemur að kaupum horfir viðskiptavinurinn fram hjá vöru samkeppnisaðilans og velur þína vöru. Svo er alltaf möguleiki að leggja í það verkefni að skapa nýja eftirspurn og þörf eftir þinni vöru í stað þess að bítast við samkeppnina um sömu viðskiptavinina. Því hvort sem það er að búa til þitt eigið dansgólf og synda í bláum sjó, eru næg tækifæri fyrir þá sem þora að sækja fram og breyta. Fyrir alla sem kunna að meta áskoranir og árangur, er það mjög skemmtilegt verkefni. Af fenginni reynslu, þá mæli ég með því!Höfundur er forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins.
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar