Forstjóri FME segir peningaþvættisvarnir bankanna geta orðið betri Birgir Olgeirsson skrifar 23. desember 2019 19:00 Forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir athugun á peningaþvættisvörnum stóru bankanna ekki hafa komið gífurlega illa út fyrir þá. Hún bendir þó á að lengi geti gott batnað. Vera á gráum lista hafi ekki reynst eins skaðleg og hún hafði óttast. Fjármálaeftirlitið gerði athugasemdir við peningaþvættisvarnir stóru viðskiptabankanna fjögurra hér á landi. Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja sagði bankanna heilt yfir koma vel út úr þessari athugun. Forstjóri fjármálaeftirlitsins tekur undir það. „Ég get alveg tekið undir það að þetta var ekkert svakalega mikið áfelli, en lengi má gott batna,“ segir Unnur Gunnarsdóttir forstjóri FME. Í athugun FME komu fram nokkur frávik þar sem bankarnir gátu ekki sýnt fram á skjöl þess efnis að þeir hefðu metið með sjálfstæðum hætti hvort upplýsingar um raunverulega eigendur viðskiptavina bankanna væru réttar og fullnægjandi. Unnur segir bankanna hafa brugðist við athugasemdum eftirlitsins og því sé fylgt eftir hvort orðið sé við þeim. Ísland var sett á gráan lista samtakanna FATF yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Allt kapp er lagt í að losna af þeim lista. Unnur segir fundaáætlun FATF gera það að verkum að ekki sé raunhæft að losna af listanum fyrr en í fyrsta lagi í júní. Ekki sé mögulegt að komast af listanum þegar samtökin funda í febrúar. „Og ástæðan fyrir því að ég segi það er annars vegar að það eru tvö tölvukerfi sem verið er að innleiða hjá stjórnvöldum sem verða ekki komin í fulla virkni fyrir síðar í vor. Hins vegar gerir FATF kröfu um að hlutir séu komnir til framkvæmda,“ segir Unnur. Því sé ekki nóg að innleiða regluverk í lög, það þarf að vera að orðið virkt. Deilt hefur verið um alvarleika veru Íslands á þessum lista. Unnur er þó í engum vafa. „Já, mér finnst það alvarlegt. Það er ekki eins skaðlegt sýnilega eins og við vorum hrædd um en það er vissulega alvarlegt. Við viljum ekki vera á svona lista, við höfum meiri metnað en það, allavega hef ég það,“ segir Unnur. Íslenskir bankar Mest lesið Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir athugun á peningaþvættisvörnum stóru bankanna ekki hafa komið gífurlega illa út fyrir þá. Hún bendir þó á að lengi geti gott batnað. Vera á gráum lista hafi ekki reynst eins skaðleg og hún hafði óttast. Fjármálaeftirlitið gerði athugasemdir við peningaþvættisvarnir stóru viðskiptabankanna fjögurra hér á landi. Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja sagði bankanna heilt yfir koma vel út úr þessari athugun. Forstjóri fjármálaeftirlitsins tekur undir það. „Ég get alveg tekið undir það að þetta var ekkert svakalega mikið áfelli, en lengi má gott batna,“ segir Unnur Gunnarsdóttir forstjóri FME. Í athugun FME komu fram nokkur frávik þar sem bankarnir gátu ekki sýnt fram á skjöl þess efnis að þeir hefðu metið með sjálfstæðum hætti hvort upplýsingar um raunverulega eigendur viðskiptavina bankanna væru réttar og fullnægjandi. Unnur segir bankanna hafa brugðist við athugasemdum eftirlitsins og því sé fylgt eftir hvort orðið sé við þeim. Ísland var sett á gráan lista samtakanna FATF yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Allt kapp er lagt í að losna af þeim lista. Unnur segir fundaáætlun FATF gera það að verkum að ekki sé raunhæft að losna af listanum fyrr en í fyrsta lagi í júní. Ekki sé mögulegt að komast af listanum þegar samtökin funda í febrúar. „Og ástæðan fyrir því að ég segi það er annars vegar að það eru tvö tölvukerfi sem verið er að innleiða hjá stjórnvöldum sem verða ekki komin í fulla virkni fyrir síðar í vor. Hins vegar gerir FATF kröfu um að hlutir séu komnir til framkvæmda,“ segir Unnur. Því sé ekki nóg að innleiða regluverk í lög, það þarf að vera að orðið virkt. Deilt hefur verið um alvarleika veru Íslands á þessum lista. Unnur er þó í engum vafa. „Já, mér finnst það alvarlegt. Það er ekki eins skaðlegt sýnilega eins og við vorum hrædd um en það er vissulega alvarlegt. Við viljum ekki vera á svona lista, við höfum meiri metnað en það, allavega hef ég það,“ segir Unnur.
Íslenskir bankar Mest lesið Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira