Forstjóri FME segir peningaþvættisvarnir bankanna geta orðið betri Birgir Olgeirsson skrifar 23. desember 2019 19:00 Forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir athugun á peningaþvættisvörnum stóru bankanna ekki hafa komið gífurlega illa út fyrir þá. Hún bendir þó á að lengi geti gott batnað. Vera á gráum lista hafi ekki reynst eins skaðleg og hún hafði óttast. Fjármálaeftirlitið gerði athugasemdir við peningaþvættisvarnir stóru viðskiptabankanna fjögurra hér á landi. Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja sagði bankanna heilt yfir koma vel út úr þessari athugun. Forstjóri fjármálaeftirlitsins tekur undir það. „Ég get alveg tekið undir það að þetta var ekkert svakalega mikið áfelli, en lengi má gott batna,“ segir Unnur Gunnarsdóttir forstjóri FME. Í athugun FME komu fram nokkur frávik þar sem bankarnir gátu ekki sýnt fram á skjöl þess efnis að þeir hefðu metið með sjálfstæðum hætti hvort upplýsingar um raunverulega eigendur viðskiptavina bankanna væru réttar og fullnægjandi. Unnur segir bankanna hafa brugðist við athugasemdum eftirlitsins og því sé fylgt eftir hvort orðið sé við þeim. Ísland var sett á gráan lista samtakanna FATF yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Allt kapp er lagt í að losna af þeim lista. Unnur segir fundaáætlun FATF gera það að verkum að ekki sé raunhæft að losna af listanum fyrr en í fyrsta lagi í júní. Ekki sé mögulegt að komast af listanum þegar samtökin funda í febrúar. „Og ástæðan fyrir því að ég segi það er annars vegar að það eru tvö tölvukerfi sem verið er að innleiða hjá stjórnvöldum sem verða ekki komin í fulla virkni fyrir síðar í vor. Hins vegar gerir FATF kröfu um að hlutir séu komnir til framkvæmda,“ segir Unnur. Því sé ekki nóg að innleiða regluverk í lög, það þarf að vera að orðið virkt. Deilt hefur verið um alvarleika veru Íslands á þessum lista. Unnur er þó í engum vafa. „Já, mér finnst það alvarlegt. Það er ekki eins skaðlegt sýnilega eins og við vorum hrædd um en það er vissulega alvarlegt. Við viljum ekki vera á svona lista, við höfum meiri metnað en það, allavega hef ég það,“ segir Unnur. Íslenskir bankar Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir athugun á peningaþvættisvörnum stóru bankanna ekki hafa komið gífurlega illa út fyrir þá. Hún bendir þó á að lengi geti gott batnað. Vera á gráum lista hafi ekki reynst eins skaðleg og hún hafði óttast. Fjármálaeftirlitið gerði athugasemdir við peningaþvættisvarnir stóru viðskiptabankanna fjögurra hér á landi. Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja sagði bankanna heilt yfir koma vel út úr þessari athugun. Forstjóri fjármálaeftirlitsins tekur undir það. „Ég get alveg tekið undir það að þetta var ekkert svakalega mikið áfelli, en lengi má gott batna,“ segir Unnur Gunnarsdóttir forstjóri FME. Í athugun FME komu fram nokkur frávik þar sem bankarnir gátu ekki sýnt fram á skjöl þess efnis að þeir hefðu metið með sjálfstæðum hætti hvort upplýsingar um raunverulega eigendur viðskiptavina bankanna væru réttar og fullnægjandi. Unnur segir bankanna hafa brugðist við athugasemdum eftirlitsins og því sé fylgt eftir hvort orðið sé við þeim. Ísland var sett á gráan lista samtakanna FATF yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Allt kapp er lagt í að losna af þeim lista. Unnur segir fundaáætlun FATF gera það að verkum að ekki sé raunhæft að losna af listanum fyrr en í fyrsta lagi í júní. Ekki sé mögulegt að komast af listanum þegar samtökin funda í febrúar. „Og ástæðan fyrir því að ég segi það er annars vegar að það eru tvö tölvukerfi sem verið er að innleiða hjá stjórnvöldum sem verða ekki komin í fulla virkni fyrir síðar í vor. Hins vegar gerir FATF kröfu um að hlutir séu komnir til framkvæmda,“ segir Unnur. Því sé ekki nóg að innleiða regluverk í lög, það þarf að vera að orðið virkt. Deilt hefur verið um alvarleika veru Íslands á þessum lista. Unnur er þó í engum vafa. „Já, mér finnst það alvarlegt. Það er ekki eins skaðlegt sýnilega eins og við vorum hrædd um en það er vissulega alvarlegt. Við viljum ekki vera á svona lista, við höfum meiri metnað en það, allavega hef ég það,“ segir Unnur.
Íslenskir bankar Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur