Samfélag Fjóla V. Stefánsdóttir skrifar 23. desember 2019 12:00 Hvað er samfélag? Hverjir eru styrkleikar samfélags og hverjir eru veikleikar samfélags? Það er áskorun að byggja upp gott samfélag og krefst þátttöku allra sem búa í samfélaginu hvort sem það eru kjörnir fulltrúar, atvinnulífið, skólinn, eða aðrir. Gott samfélag getur verið t.d sveitarfélag eins og Grýtubakkahreppur. En hvað er gott sveitarfélag? Það þarf að vera vel rekið, það þarf að vera atvinna og helst fjölbreytt atvinna. Grunnþjónusta eins og menntun, heilbrigðis- og félagsmál þurfa að vera í góðu lagi. Góður skóli, leikskóli og þjónusta fyrir þá sem þurfa á að halda. Það sem er sérstakt við lítil samfélög er mikil þátttaka allra í verkefnum sem upp koma og þátttaka í ákvarðanatökum. Það er þessi kraftur sem býr í litlum samfélögum sem gerir þau sérstök. Það hentar sumum, öðrum ekki. Enda ráðum við hvar við búum það er enginn þvingaður til þess að búa í ákveðnum samfélögum. A.m.k. ekki hingað til. Við þurfum að hafa vit á því að nýta styrkleika hvers og eins, virða landsbyggðina og það sem hún hefur fram að færa. Ekki taka ákvarðanir sem fela einungis í sér að byggja hærri múra á milli landsbyggðar og höfuðborgar. Aðgerðir sem hindra samfélög eins og Grýtubakkahrepp í að lifa og dafna áfram. Ekki láta kjarkleysi og þröngsýni verða til þess að sterk samfélög verði veik í nafni ... tja, í nafni hvers ég bara spyr?? Tillaga ríkistjórnar um að lögþvinga sveitarfélög til sameininga, alveg burtséð frá því hvernig sveitarfélagið er statt, eða hvort það veitir þá þjónustu sem því ber, eða hvort íbúar yfir höfuð vilja sameinast eða ekki, er ansi hrokafull aðgerð og gerir ekki það sem tillögunni er ætlað. Eða að styrkja sveitarstjórnarstigið. Sameining er í sjálfu sér bara góð og gild og hafa sveitarfélög sameinast um allt land. Við eigum fyrst og fremst að einblína á það sem getur eflt okkur og rækta það sem sameinar okkur. Leyfum þeirri þróun að halda áfram, ég skora á þingmenn að kynna sér málið betur og hlusta á sjónamið þeirra sem búa í þessum sveitarfélögum. Í framhaldi af því fordæmi ég vinnubrögð samband Íslenskra sveitarfélaga við undirbúning og gerð þessarar tillögu um lögþvingum sveitarfélaga undir 1000 íbúum. Þessi tillaga er smiðuð og ákvörðuð af sveitarfélögum sem eru yfir þeim stærðarmörkum. Hún er unnin og ákveðin af þeim sem þetta hefur ekki áhrif á, nema þá að því leytinu að þessi stærri sveitarfélög fái að vísu allt að hundruðum milljóna ef þau taka að sér þessi minni sveitarfélög, sem sum hver eru jafnvel betur sett fjárhagslega en þessi stóru. Við höfum í sveitarstjórn Grýtubakkahrepps mótmælt þessum tillögum og bókað í fundargerðir hörð mótmæli. Án þess að fá nokkur svör frá sambandinu og þingmenn virðast ætla að þegja okkur bara af sér. Svona eins og þeir þurfi að hafa vit fyrir okkur. Ef við ætlum að ná fram hagræðingu á sveitarstjórnarstiginu þá er ein aðgerð sem gæti sparað mikið og minnkað flækjustigið, en það er að sameina höfuðborgarsvæðið í eitt sveitarfélag. Það hvarflar hins vegar ekki að mér að leggja það til. Við vinnum bara áfram ótrauð að því að efla og styrkja okkar samfélag, hvað sem stjórnvöld ákveða. Gleðilega hátíð.Höfundur er oddviti Grýtubakkahrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grýtubakkahreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað er samfélag? Hverjir eru styrkleikar samfélags og hverjir eru veikleikar samfélags? Það er áskorun að byggja upp gott samfélag og krefst þátttöku allra sem búa í samfélaginu hvort sem það eru kjörnir fulltrúar, atvinnulífið, skólinn, eða aðrir. Gott samfélag getur verið t.d sveitarfélag eins og Grýtubakkahreppur. En hvað er gott sveitarfélag? Það þarf að vera vel rekið, það þarf að vera atvinna og helst fjölbreytt atvinna. Grunnþjónusta eins og menntun, heilbrigðis- og félagsmál þurfa að vera í góðu lagi. Góður skóli, leikskóli og þjónusta fyrir þá sem þurfa á að halda. Það sem er sérstakt við lítil samfélög er mikil þátttaka allra í verkefnum sem upp koma og þátttaka í ákvarðanatökum. Það er þessi kraftur sem býr í litlum samfélögum sem gerir þau sérstök. Það hentar sumum, öðrum ekki. Enda ráðum við hvar við búum það er enginn þvingaður til þess að búa í ákveðnum samfélögum. A.m.k. ekki hingað til. Við þurfum að hafa vit á því að nýta styrkleika hvers og eins, virða landsbyggðina og það sem hún hefur fram að færa. Ekki taka ákvarðanir sem fela einungis í sér að byggja hærri múra á milli landsbyggðar og höfuðborgar. Aðgerðir sem hindra samfélög eins og Grýtubakkahrepp í að lifa og dafna áfram. Ekki láta kjarkleysi og þröngsýni verða til þess að sterk samfélög verði veik í nafni ... tja, í nafni hvers ég bara spyr?? Tillaga ríkistjórnar um að lögþvinga sveitarfélög til sameininga, alveg burtséð frá því hvernig sveitarfélagið er statt, eða hvort það veitir þá þjónustu sem því ber, eða hvort íbúar yfir höfuð vilja sameinast eða ekki, er ansi hrokafull aðgerð og gerir ekki það sem tillögunni er ætlað. Eða að styrkja sveitarstjórnarstigið. Sameining er í sjálfu sér bara góð og gild og hafa sveitarfélög sameinast um allt land. Við eigum fyrst og fremst að einblína á það sem getur eflt okkur og rækta það sem sameinar okkur. Leyfum þeirri þróun að halda áfram, ég skora á þingmenn að kynna sér málið betur og hlusta á sjónamið þeirra sem búa í þessum sveitarfélögum. Í framhaldi af því fordæmi ég vinnubrögð samband Íslenskra sveitarfélaga við undirbúning og gerð þessarar tillögu um lögþvingum sveitarfélaga undir 1000 íbúum. Þessi tillaga er smiðuð og ákvörðuð af sveitarfélögum sem eru yfir þeim stærðarmörkum. Hún er unnin og ákveðin af þeim sem þetta hefur ekki áhrif á, nema þá að því leytinu að þessi stærri sveitarfélög fái að vísu allt að hundruðum milljóna ef þau taka að sér þessi minni sveitarfélög, sem sum hver eru jafnvel betur sett fjárhagslega en þessi stóru. Við höfum í sveitarstjórn Grýtubakkahrepps mótmælt þessum tillögum og bókað í fundargerðir hörð mótmæli. Án þess að fá nokkur svör frá sambandinu og þingmenn virðast ætla að þegja okkur bara af sér. Svona eins og þeir þurfi að hafa vit fyrir okkur. Ef við ætlum að ná fram hagræðingu á sveitarstjórnarstiginu þá er ein aðgerð sem gæti sparað mikið og minnkað flækjustigið, en það er að sameina höfuðborgarsvæðið í eitt sveitarfélag. Það hvarflar hins vegar ekki að mér að leggja það til. Við vinnum bara áfram ótrauð að því að efla og styrkja okkar samfélag, hvað sem stjórnvöld ákveða. Gleðilega hátíð.Höfundur er oddviti Grýtubakkahrepps.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar