„Því að eigi var rúm fyrir þau í gistihúsi” Guðríður Lára Þrastardóttir skrifar 22. desember 2019 14:00 Aðstæður umsækjenda um alþjóðlega vernd hafa verið mikið í umræðunni undanfarin ár. Hér á landi hafa slæmar aðstæður umsækjenda um alþjóðlega vernd á Grikklandi og Ítalíu verið mest i umræðunni en því miður eru aðstæður flóttafólks í fleiri Evrópusambandsríkjum mjög bágbornar. Endursendingum hælisleitenda á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar til Grikklands frá Íslandi var hætt árið 2010 vegna þess að aðstæður í gríska hæliskerfinu voru taldar ófullnægjandi. Öðru gildir um þá sem hingað koma frá Grikklandi eftir að hafa hlotið hafa alþjóðlega vernd þar í landi. Rauði krossinn á Íslandi, sem sinnir réttargæslu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, hefur um árabil haldið því fram að ekki sé rétt að gera greinarmun á aðstæðum fólks í Grikklandi sem fellur undir ákvæði Dyflinnarreglugerðarinnar eða þeirra sem þegar hafa fengið viðurkennda stöðu sína sem flóttamenn í Grikklandi. Síðastliðið sumar komust í hámæli mál tveggja einstæðra foreldra og barna þeirra sem til stóð að endursenda til Grikklands á þeim grundvelli að fjölskyldurnar hefðu hlotið höfðu alþjóðlega vernd í landinu. Hópur unglinga úr Hagaskóla gekk á fund Kærunefndar útlendingamála og skoraði á nefndina að taka mál afganskrar skólasystur þeirra, sem senda átti til Grikklands, upp aftur, í kjölfarið urðu mótmælafundirnir fleiri, undirskriftum var safnað og fjallað var um fjölskyldurnar í fjölmiðlum. Að endingu gerði þáverandi dómsmálaráðherra breytingu á reglugerð um útlendinga sem leiddi til þess að mál fjölskyldnanna fengu efnislega meðferð hér á landi. Breytingin kvað á um heimild til Útlendingastofnunar til að taka til efnismeðferðar umsóknir barnafjölskyldna sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í öðrum ríkjum og eru enn á landinu 10 mánuðum eftir að umsókn um alþjóðlega vernd var lögð fram. Reglugerðarbreytingin mælti ekki fyrir um að viðkvæm staða umsækjenda skyldi hafa meira vægi þegar um væri að ræða fjölskyldur eða einstaklinga í sérstaklega viðkvæmri stöðu með alþjóðlega vernd í Grikklandi. Í haust hafa nokkrar fjölskyldur og einstaklingar með alþjóðlega vernd í Grikklandi fengið niðurstöður frá Kærunefnd útlendinga um endursendingu til Grikklands, nú síðast í liðinni viku þegar ungum hjónum sem eiga von á sínu fyrsta barni um jólin var birtur úrskurður um að þau yrðu send til Grikklands. Í úrskurðinum kom fram að konan muni hafa aðgang að fullnægjandi fæðingaraðstoð og ungbarnavernd fyrir nýfætt barn sitt í Grikklandi. Niðurstaða kærunefndar kom verulega á óvart þar sem fyrir rúmlega ári síðan komst Kærunefnd að því að mæðravernd og ungbarnavernd sé meðal þeirrar heilbrigðisþjónustu sem flóttafólk kunni að eiga erfitt með aðgengi að. Heimilisleysi, sárafátækt, atvinnuleysi og fordómar eru einnig algeng vandamál meðal flóttafólks í landinu. Því miður hefur Rauði krossinn sem sinnir réttargæslu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd ekki orðið vör við að fjölskyldum og einstaklingum í viðkvæmri stöðu sem hingað koma frá Grikklandi hafi verið sýnd aukin mildi eða mannúð við mat á því hvort heimilt sé að endursenda þau til Grikklands, þvert á móti bendir ýmislegt til þess að við mat á því hvort sérstakar aðstæður séu til staðar séu gerðar strangari kröfur en áður, þrátt fyrir að að fjöldi alþjóðlegra samtaka og eftirlitsstofnanna vitni um að aðstæður flóttafólks í Grikklandi fari sífellt versnandi. Rauði krossinn á Íslandi hefur skorað á íslensk stjórnvöld að láta tafarlaust af endursendingum á einstaklingum sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í Grikklandi með vísan til alvarlegra aðstæðna flóttafólks í landinu. Í þessu samhengi telur Rauði krossinn ástæðu til þess að skoða sérstaklega vel mál barna, barnafjölskyldna og annarra sérstaklega viðkvæmra hópa.Höfundur er talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Aðstæður umsækjenda um alþjóðlega vernd hafa verið mikið í umræðunni undanfarin ár. Hér á landi hafa slæmar aðstæður umsækjenda um alþjóðlega vernd á Grikklandi og Ítalíu verið mest i umræðunni en því miður eru aðstæður flóttafólks í fleiri Evrópusambandsríkjum mjög bágbornar. Endursendingum hælisleitenda á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar til Grikklands frá Íslandi var hætt árið 2010 vegna þess að aðstæður í gríska hæliskerfinu voru taldar ófullnægjandi. Öðru gildir um þá sem hingað koma frá Grikklandi eftir að hafa hlotið hafa alþjóðlega vernd þar í landi. Rauði krossinn á Íslandi, sem sinnir réttargæslu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, hefur um árabil haldið því fram að ekki sé rétt að gera greinarmun á aðstæðum fólks í Grikklandi sem fellur undir ákvæði Dyflinnarreglugerðarinnar eða þeirra sem þegar hafa fengið viðurkennda stöðu sína sem flóttamenn í Grikklandi. Síðastliðið sumar komust í hámæli mál tveggja einstæðra foreldra og barna þeirra sem til stóð að endursenda til Grikklands á þeim grundvelli að fjölskyldurnar hefðu hlotið höfðu alþjóðlega vernd í landinu. Hópur unglinga úr Hagaskóla gekk á fund Kærunefndar útlendingamála og skoraði á nefndina að taka mál afganskrar skólasystur þeirra, sem senda átti til Grikklands, upp aftur, í kjölfarið urðu mótmælafundirnir fleiri, undirskriftum var safnað og fjallað var um fjölskyldurnar í fjölmiðlum. Að endingu gerði þáverandi dómsmálaráðherra breytingu á reglugerð um útlendinga sem leiddi til þess að mál fjölskyldnanna fengu efnislega meðferð hér á landi. Breytingin kvað á um heimild til Útlendingastofnunar til að taka til efnismeðferðar umsóknir barnafjölskyldna sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í öðrum ríkjum og eru enn á landinu 10 mánuðum eftir að umsókn um alþjóðlega vernd var lögð fram. Reglugerðarbreytingin mælti ekki fyrir um að viðkvæm staða umsækjenda skyldi hafa meira vægi þegar um væri að ræða fjölskyldur eða einstaklinga í sérstaklega viðkvæmri stöðu með alþjóðlega vernd í Grikklandi. Í haust hafa nokkrar fjölskyldur og einstaklingar með alþjóðlega vernd í Grikklandi fengið niðurstöður frá Kærunefnd útlendinga um endursendingu til Grikklands, nú síðast í liðinni viku þegar ungum hjónum sem eiga von á sínu fyrsta barni um jólin var birtur úrskurður um að þau yrðu send til Grikklands. Í úrskurðinum kom fram að konan muni hafa aðgang að fullnægjandi fæðingaraðstoð og ungbarnavernd fyrir nýfætt barn sitt í Grikklandi. Niðurstaða kærunefndar kom verulega á óvart þar sem fyrir rúmlega ári síðan komst Kærunefnd að því að mæðravernd og ungbarnavernd sé meðal þeirrar heilbrigðisþjónustu sem flóttafólk kunni að eiga erfitt með aðgengi að. Heimilisleysi, sárafátækt, atvinnuleysi og fordómar eru einnig algeng vandamál meðal flóttafólks í landinu. Því miður hefur Rauði krossinn sem sinnir réttargæslu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd ekki orðið vör við að fjölskyldum og einstaklingum í viðkvæmri stöðu sem hingað koma frá Grikklandi hafi verið sýnd aukin mildi eða mannúð við mat á því hvort heimilt sé að endursenda þau til Grikklands, þvert á móti bendir ýmislegt til þess að við mat á því hvort sérstakar aðstæður séu til staðar séu gerðar strangari kröfur en áður, þrátt fyrir að að fjöldi alþjóðlegra samtaka og eftirlitsstofnanna vitni um að aðstæður flóttafólks í Grikklandi fari sífellt versnandi. Rauði krossinn á Íslandi hefur skorað á íslensk stjórnvöld að láta tafarlaust af endursendingum á einstaklingum sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í Grikklandi með vísan til alvarlegra aðstæðna flóttafólks í landinu. Í þessu samhengi telur Rauði krossinn ástæðu til þess að skoða sérstaklega vel mál barna, barnafjölskyldna og annarra sérstaklega viðkvæmra hópa.Höfundur er talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun