Verða ákærðir fyrir valdaránstilraun í Venesúela Samúel Karl Ólason skrifar 7. maí 2020 15:02 Nicolas Maduro, forseti Venesúela, á blaðamannafundi í gær. AP/Forsetaembætti Venesúela Yfirvöld Bandaríkjanna ætla að gera allt sem þau geta til að ná tveimur fyrrverandi bandarískum hermönnum sem hafa verið sakaðir um tilraun til valdaráns í Venesúela, aftur heim. Mennirnir verða ákærðir fyrir valdaránstilraun og verður réttað yfir þeim í Venesúela, samkvæmt Nicolas Maduro, forseta. Málið er hið undarlegasta en mennirnir tveir, Luke Denman og Airan Berry, eru starfsmenn öryggisfyrirtækisins Silvercorp USA en eigandi þess, Jordan Goudreau, hefur viðurkennt að markmið hans sé að koma Maduro frá völdum og heldur því fram að hann stjórni fjölda uppreisnarmanna í landinu. Denmann og Berry voru handsamaðir fyrr í vikunni þegar til skotbardaga kom við öryggissveitir undan ströndum Venesúela. Sex aðrir voru skotnir til bana og hafa þeir verið sakaði um innrás. Alls hafa sautján verið handteknir vegna innrásarinnar. Sjá einnig: Undarlegir og misheppnaðir uppreisnartilburðir Maduro heldur því fram að þessi aðgerð hafi verið studd af stjórnarandstöðu Venesúela, sem Juan Guaídó leiðir, Bandaríkjunum og Kólumbíu. „Donald Trump er yfirmaður þessarar innrásar,“ sagði Maduro í ávarpi í gær. Ríkisstjórn Bandaríkjanna þvertekur fyrir að hafa komið að þessari meintu valdaránstilraun. Það gera bandamenn Guaídó einnig. Ríkisútvarp Venesúela birti í gær myndband þar sem Luke Denman svarar spurningum um sig og aðgerðina sjálfa. Yfirvöld Venesúela segja þetta vera játningu. Heyra má Denman segja að Silvercorp hafi gert samning við Guaídó um að velta Maduro úr sessi. Hann segir einnig að markmið þeirra hafi verið að ná stjórn á flugvelli Caracas, höfuðborgar Venesúela, og fljúga með Maduro til Bandaríkjanna. Ekkert kemur fram um það hvernig mennirnir hafi átt að handsama Maduro. Denman segir ennfremur að Goudreau hafi haft samband við sig og Berry í desember og beðið þá um að þjálfa 50 til 60 menn frá Venesúela í Kólumbíu. Hann flaug til Kólumbíu í janúar. BREAKING: Venezuela's government releases the confession of Silvercorp mercenary Luke Alexander Denman. Live now on @teleSURenglish pic.twitter.com/PP8V7sTEt7— Camila (@camilateleSUR) May 6, 2020 Maduro hefur sagt að sambærilegt myndband af Berry verði sýnt og stóð til að gera það á sama tíma og myndbandið af Denman var birt. Það var þó ekki gert. Eins og bent er á í grein CNN hafa yfirvöld Venesúela oft birt myndbönd af þessu tagi. Sem sýna yfirheyrslur og hafa verið klippt verulega til. Mannréttindasamtök hafa fordæmt ríkið fyrir það. Þar kemur einnig fram að ríkisstjórn Maduro ætlar að leita til Alþjóðaglæpadómstólsins og fara fram á það að Goudreau verði framseldur til Venesúela. Bandaríkin Venesúela Donald Trump Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Yfirvöld Bandaríkjanna ætla að gera allt sem þau geta til að ná tveimur fyrrverandi bandarískum hermönnum sem hafa verið sakaðir um tilraun til valdaráns í Venesúela, aftur heim. Mennirnir verða ákærðir fyrir valdaránstilraun og verður réttað yfir þeim í Venesúela, samkvæmt Nicolas Maduro, forseta. Málið er hið undarlegasta en mennirnir tveir, Luke Denman og Airan Berry, eru starfsmenn öryggisfyrirtækisins Silvercorp USA en eigandi þess, Jordan Goudreau, hefur viðurkennt að markmið hans sé að koma Maduro frá völdum og heldur því fram að hann stjórni fjölda uppreisnarmanna í landinu. Denmann og Berry voru handsamaðir fyrr í vikunni þegar til skotbardaga kom við öryggissveitir undan ströndum Venesúela. Sex aðrir voru skotnir til bana og hafa þeir verið sakaði um innrás. Alls hafa sautján verið handteknir vegna innrásarinnar. Sjá einnig: Undarlegir og misheppnaðir uppreisnartilburðir Maduro heldur því fram að þessi aðgerð hafi verið studd af stjórnarandstöðu Venesúela, sem Juan Guaídó leiðir, Bandaríkjunum og Kólumbíu. „Donald Trump er yfirmaður þessarar innrásar,“ sagði Maduro í ávarpi í gær. Ríkisstjórn Bandaríkjanna þvertekur fyrir að hafa komið að þessari meintu valdaránstilraun. Það gera bandamenn Guaídó einnig. Ríkisútvarp Venesúela birti í gær myndband þar sem Luke Denman svarar spurningum um sig og aðgerðina sjálfa. Yfirvöld Venesúela segja þetta vera játningu. Heyra má Denman segja að Silvercorp hafi gert samning við Guaídó um að velta Maduro úr sessi. Hann segir einnig að markmið þeirra hafi verið að ná stjórn á flugvelli Caracas, höfuðborgar Venesúela, og fljúga með Maduro til Bandaríkjanna. Ekkert kemur fram um það hvernig mennirnir hafi átt að handsama Maduro. Denman segir ennfremur að Goudreau hafi haft samband við sig og Berry í desember og beðið þá um að þjálfa 50 til 60 menn frá Venesúela í Kólumbíu. Hann flaug til Kólumbíu í janúar. BREAKING: Venezuela's government releases the confession of Silvercorp mercenary Luke Alexander Denman. Live now on @teleSURenglish pic.twitter.com/PP8V7sTEt7— Camila (@camilateleSUR) May 6, 2020 Maduro hefur sagt að sambærilegt myndband af Berry verði sýnt og stóð til að gera það á sama tíma og myndbandið af Denman var birt. Það var þó ekki gert. Eins og bent er á í grein CNN hafa yfirvöld Venesúela oft birt myndbönd af þessu tagi. Sem sýna yfirheyrslur og hafa verið klippt verulega til. Mannréttindasamtök hafa fordæmt ríkið fyrir það. Þar kemur einnig fram að ríkisstjórn Maduro ætlar að leita til Alþjóðaglæpadómstólsins og fara fram á það að Goudreau verði framseldur til Venesúela.
Bandaríkin Venesúela Donald Trump Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira