Grunnstoðin geðheilbrigði Sylvía Lind Jóhannesdóttir Birkiland skrifar 8. maí 2020 11:00 Íslendingar eru fámenn þjóð. Ung þjóð. Af því leiðir að háskólasamfélagið er einnig ungt og í mótun en uppbygging þess hefur þó gengið hratt. Ekki er meira en rúm öld síðan fyrsta háskólastofnunin var stofnsett hér á landi og stunduðu þá einungis 45 nemendur nám við fjórar deildir. Háskólastofnunum hefur síðar fjölgað, framboð á námi aukist gríðarlega og er enn í þróun. Í dag eru háskólarnir sjö talsins, þar af þrír einkareknir. Af þeim þremur er einn sem stendur nokkuð sér á báti en Listaháskóli Íslands býður upp á nám sem býðst hvergi í ríkisreknum háskóla hér á landi. Hvert er ég að fara með þessu? Jú, líkt og í allri hraðri framþróun þá eiga tilteknir hlutir það á hættu að verða undir eða dragast aftur úr... Ég er að tala um velferð háskólanema, nánar tiltekið þeirri sem snýr að geðheilbrigði. Á undanförnum árum hefur umræða um geðheilbrigðismál rutt sér upp á yfirborðið í samfélaginu í kjölfar vitundarvakningar um málefnið. Þar leggja meðal annars óhagnaðardrifin félagasamtök a borð við Hugrúnu Geðfræðslufélag sitt á vogarskálarnar en félagið beinir geðfræðslu sinni sérstaklega til ungs fólks, og það á góðum grundvelli. Eins og áður komið fram í greinum tengdum átaki Landssamtaka íslenskra stúdenta, „Geðveikt álag“, þá eiga um tvöfalt fleiri íslenskir nemar við andleg veikindi að stríða en nemar á hinum Norðurlöndunum samkvæmt EUROSTUDENT VI könnuninni. Af hverju ætli það sé? Ætli megi sporna við þróuninni með því að grípa fyrr inn í, og þá með fastari tökum? Nemendur Listaháskólans sátu fyrir svörum í könnun sem nemendaráð skólans lagði fyrir þá fyrir örfáum vikum. Ásamt því að reyna varpa ljósi á líðan nemenda í kjölfar COVID-19 þá var einnig spurt um nýtingu nemenda á námsþjónustu og stuðningi sem nemendum skólans standa til boða. Með því sem upp á yfirborðið kom í könnuninni var fælingarmátturinn sem skortur á úrræðum veldur í tilviki Listaháskólans. Nemandi sem glímir við andlegar áskoranir og/eða veikindi en sér ekki lausnir í sjónmæli er margfalt ólíklegri til að leita sér aðstoðar. Nemandinn er jafnvel til þess líklegur að efast um tilvist eigin vandamála og hvort þau eigi yfir höfuð rétt á sér. Með greiðari og opnari aðgangi að sálfræðilegri aðstoð má í slíku samhengi slá tvær flugur í einu höggi; að valdefla nemandann með því að viðurkenna líðan hans og með því að grípa inn í tímalega í tilvikum andlegra veikinda og þannig mögulega koma í veg fyrir frekari hnignun á andlegri heilsu hans. Samfélag meðvitaðra og valdefldra nemenda mótar svo út frá sér skilningsríkara háskólasamfélag. Það þarf umfram allt að sýna, en ekki bara segja, að það sé í lagi að vera með geðraskanir. Það þarf að sýna það í verki - með því að hafa aðstoðina í boði og sýnilega! Eins og staðan lítur út eru „allir“ í sínu horni og líður illa þar. Einhverjir leita til sálfræðings upp á eigin spýtur, það er að segja sá hluti nemenda sem hefur efni á því ráð eða er svo heppinn að eiga ríkt bakland (í orðsins fyllstu merkingu). Aðrir sitja heima án aðstoðar. Í þeim tilvikum grasserar oftar en ekki vanlíðan og þá hefur það áhrif á framvindu nám þeirra og hversu mikið nemendur fá út úr náminu. Ef geðræn vandamál háskólanema takmarka möguleika þeirra í námi og koma jafnvel í veg fyrir að þeir nái að útskrifast, er háskólakerfið þá virkilega að standa sig og uppfylla gæði náms? (Eygló María Björnsdóttir, gæðastjóri LÍS, fjallar nánar um félagslega vídd sem gæðastimpil í grein sinni „Geðheilbrigðisúrræði eru sjálfsögð gæði“) Það er þó ekki úr vegi að kryfja einhverja af þeim grundvöllum er liggja að baki álagsins sem knýr fram einkenni andlegra sjúkdóma á borð við kvíða hjá háskólanemum, og þá sérstaklega í þessu tilviki nemendum Listaháskólans. Námi almennt fylgir vissulega álag, það er eðlilegt. Háskólanám er metið á við fulla vinnu, því fylgja kröfur um námsmat og í BA námi við Listaháskólann fylgir því einnig krafa um fulla mætingu, eðli námsins vegna. Meðfram náminu fylgir svo í flestum tilvikum vinna til að sjá fyrir okkur enda dugar framfærsla LÍN, fyrir þau sem reiða sig á hana, ansi skammt. Framfærslan í núverandi mynd gerir ekki ráð fyrir almennu markaðsverði leiguhúsnæðis, fullum skólagjöldum, efniskostnaði og öðrum útgjöldum sem falla á milli skips og bryggju í útreikningi framfærslunnar. Í þessu samhengi ber sérstaklega að nefna læknis- og lyfjakostnað sem og kostnaðinn sem fylgir því að standa straum af sálfræðimeðferð, þurfi nemandinn á slíku að halda. Við þekkjum það flest sem lent höfum í slíkum að fjárhagsörðugleikar geta einir og sér verið ansi kvíðavaldandi. Þá er það eflaust ekki til bóta þegar andlegir örðugleikar eru til staðar fyrir hjá þeim sem við geðheilbrigðisvanda glíma. Þegar nemendur neyðast til þess að vinna með námi til þess eins að hafa efni á því þá eru þeir sjálfkrafa komnir í aðstæður þar sem þeir eru undir auknu álagi. Álagi sem samsvarar ekki áðurnefndu eðlilegu álagi sem fylgi því að vera í námi. COVID-19 og efnahagslegar afleiðingar faraldursins hafa eflaust ekki farið fram hjá neinum og fjárhagsörðugleikar hafa farið frá því að vera áhyggjuefni þeirra efnaminni yfir í að ógna heilu hagkerfunum. Það verður þó ekki hægt að líta fram hjá því að þeir sem efnaminni voru fyrir faraldurinn koma líklegast ekki til með að rísa upp úr öskunni „stærri og sterkari.“ Fátækir nemar koma líklegast ekki til með að missa titilinn sinn sem slíkir, svo lengi sem þeir hafi efni á að halda áfram í námi. Samkvæmt fyrrnefndri könnun NLHÍ þá upplifa 81,1% nemenda við Listaháskólann auknar fjárhagsáhyggjur vegna COVID-19, að litlu, einhverju eða mjög miklu leiti. Ég legg sérstaka áherslu á orðið auknar. Stærstur er síðastnefndi hópurinn en tæp 35% upplifa mjög mikla auknar fjárhagsáhyggjur. Það er því ekki að undra að hópur nemenda sem stóð í veikum sporum fyrir sé á á barmi uppgjafar og kalli á hjálp. Sálfræðilega hjálp. Ætlum við að rétt komast í gegnum þennan faraldur og líða illa á meðan og eftir að vegferðinni stendur? Eða ætlum við að nýta þessa stöðu til að horfa um öxl og setja fókus á grunnstoðina geðheilbrigði og góða líðan - og byggja þar ofan á? Líkt og áður var nefnt þá er ljóst að Listaháskólinn krefst mikilla umbóta umfram það sem hann sjálfur getur tekist á við og undirfjármögnun skólans krefst af augljósum ástæðum forgangsröðunar þess, enda sé hér um menntastofnun að ræða sem starfar með naumum stuðningi hins opinbera. Það gefur augaleið að skóli sem rétt nær að lifa af hefur einfaldlega ekki fjárhagslega burði einn og sér til þess að tryggja velferð nemenda sinna. Ég kalla því fyrir hönd samnemenda minna eftir samhentu framtaki yfirvalda og Listaháskólans við það að tryggja velferð nemenda sinna og bjóða upp á aðgengi að sálfræðiþjónustu innan veggja skólans. Árið er 2020. Framþróun innan íslensks háskólakerfis hefur verið gríðarleg síðustu áratugi. Sömuleiðis hefur íslenskt samfélag vaknað til vitundar um geðræn vandamál og andleg veikindi. Er ekki komin tími til að tryggja vellíðan allra háskólanema og veita þeim raunhæf verkfæri til að takast á við þær andlegu hindranir sem þeir kljást við? Höfundur er formaður Nemendaráðs Listaháskóla Íslands og verðandi alþjóðafulltrúi Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). Greinin er hluti af herferð LÍS, Geðveikt álag. Skrifaðu undir ákall samtakanna hér: https://www.change.org/gedheilbrigdi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar eru fámenn þjóð. Ung þjóð. Af því leiðir að háskólasamfélagið er einnig ungt og í mótun en uppbygging þess hefur þó gengið hratt. Ekki er meira en rúm öld síðan fyrsta háskólastofnunin var stofnsett hér á landi og stunduðu þá einungis 45 nemendur nám við fjórar deildir. Háskólastofnunum hefur síðar fjölgað, framboð á námi aukist gríðarlega og er enn í þróun. Í dag eru háskólarnir sjö talsins, þar af þrír einkareknir. Af þeim þremur er einn sem stendur nokkuð sér á báti en Listaháskóli Íslands býður upp á nám sem býðst hvergi í ríkisreknum háskóla hér á landi. Hvert er ég að fara með þessu? Jú, líkt og í allri hraðri framþróun þá eiga tilteknir hlutir það á hættu að verða undir eða dragast aftur úr... Ég er að tala um velferð háskólanema, nánar tiltekið þeirri sem snýr að geðheilbrigði. Á undanförnum árum hefur umræða um geðheilbrigðismál rutt sér upp á yfirborðið í samfélaginu í kjölfar vitundarvakningar um málefnið. Þar leggja meðal annars óhagnaðardrifin félagasamtök a borð við Hugrúnu Geðfræðslufélag sitt á vogarskálarnar en félagið beinir geðfræðslu sinni sérstaklega til ungs fólks, og það á góðum grundvelli. Eins og áður komið fram í greinum tengdum átaki Landssamtaka íslenskra stúdenta, „Geðveikt álag“, þá eiga um tvöfalt fleiri íslenskir nemar við andleg veikindi að stríða en nemar á hinum Norðurlöndunum samkvæmt EUROSTUDENT VI könnuninni. Af hverju ætli það sé? Ætli megi sporna við þróuninni með því að grípa fyrr inn í, og þá með fastari tökum? Nemendur Listaháskólans sátu fyrir svörum í könnun sem nemendaráð skólans lagði fyrir þá fyrir örfáum vikum. Ásamt því að reyna varpa ljósi á líðan nemenda í kjölfar COVID-19 þá var einnig spurt um nýtingu nemenda á námsþjónustu og stuðningi sem nemendum skólans standa til boða. Með því sem upp á yfirborðið kom í könnuninni var fælingarmátturinn sem skortur á úrræðum veldur í tilviki Listaháskólans. Nemandi sem glímir við andlegar áskoranir og/eða veikindi en sér ekki lausnir í sjónmæli er margfalt ólíklegri til að leita sér aðstoðar. Nemandinn er jafnvel til þess líklegur að efast um tilvist eigin vandamála og hvort þau eigi yfir höfuð rétt á sér. Með greiðari og opnari aðgangi að sálfræðilegri aðstoð má í slíku samhengi slá tvær flugur í einu höggi; að valdefla nemandann með því að viðurkenna líðan hans og með því að grípa inn í tímalega í tilvikum andlegra veikinda og þannig mögulega koma í veg fyrir frekari hnignun á andlegri heilsu hans. Samfélag meðvitaðra og valdefldra nemenda mótar svo út frá sér skilningsríkara háskólasamfélag. Það þarf umfram allt að sýna, en ekki bara segja, að það sé í lagi að vera með geðraskanir. Það þarf að sýna það í verki - með því að hafa aðstoðina í boði og sýnilega! Eins og staðan lítur út eru „allir“ í sínu horni og líður illa þar. Einhverjir leita til sálfræðings upp á eigin spýtur, það er að segja sá hluti nemenda sem hefur efni á því ráð eða er svo heppinn að eiga ríkt bakland (í orðsins fyllstu merkingu). Aðrir sitja heima án aðstoðar. Í þeim tilvikum grasserar oftar en ekki vanlíðan og þá hefur það áhrif á framvindu nám þeirra og hversu mikið nemendur fá út úr náminu. Ef geðræn vandamál háskólanema takmarka möguleika þeirra í námi og koma jafnvel í veg fyrir að þeir nái að útskrifast, er háskólakerfið þá virkilega að standa sig og uppfylla gæði náms? (Eygló María Björnsdóttir, gæðastjóri LÍS, fjallar nánar um félagslega vídd sem gæðastimpil í grein sinni „Geðheilbrigðisúrræði eru sjálfsögð gæði“) Það er þó ekki úr vegi að kryfja einhverja af þeim grundvöllum er liggja að baki álagsins sem knýr fram einkenni andlegra sjúkdóma á borð við kvíða hjá háskólanemum, og þá sérstaklega í þessu tilviki nemendum Listaháskólans. Námi almennt fylgir vissulega álag, það er eðlilegt. Háskólanám er metið á við fulla vinnu, því fylgja kröfur um námsmat og í BA námi við Listaháskólann fylgir því einnig krafa um fulla mætingu, eðli námsins vegna. Meðfram náminu fylgir svo í flestum tilvikum vinna til að sjá fyrir okkur enda dugar framfærsla LÍN, fyrir þau sem reiða sig á hana, ansi skammt. Framfærslan í núverandi mynd gerir ekki ráð fyrir almennu markaðsverði leiguhúsnæðis, fullum skólagjöldum, efniskostnaði og öðrum útgjöldum sem falla á milli skips og bryggju í útreikningi framfærslunnar. Í þessu samhengi ber sérstaklega að nefna læknis- og lyfjakostnað sem og kostnaðinn sem fylgir því að standa straum af sálfræðimeðferð, þurfi nemandinn á slíku að halda. Við þekkjum það flest sem lent höfum í slíkum að fjárhagsörðugleikar geta einir og sér verið ansi kvíðavaldandi. Þá er það eflaust ekki til bóta þegar andlegir örðugleikar eru til staðar fyrir hjá þeim sem við geðheilbrigðisvanda glíma. Þegar nemendur neyðast til þess að vinna með námi til þess eins að hafa efni á því þá eru þeir sjálfkrafa komnir í aðstæður þar sem þeir eru undir auknu álagi. Álagi sem samsvarar ekki áðurnefndu eðlilegu álagi sem fylgi því að vera í námi. COVID-19 og efnahagslegar afleiðingar faraldursins hafa eflaust ekki farið fram hjá neinum og fjárhagsörðugleikar hafa farið frá því að vera áhyggjuefni þeirra efnaminni yfir í að ógna heilu hagkerfunum. Það verður þó ekki hægt að líta fram hjá því að þeir sem efnaminni voru fyrir faraldurinn koma líklegast ekki til með að rísa upp úr öskunni „stærri og sterkari.“ Fátækir nemar koma líklegast ekki til með að missa titilinn sinn sem slíkir, svo lengi sem þeir hafi efni á að halda áfram í námi. Samkvæmt fyrrnefndri könnun NLHÍ þá upplifa 81,1% nemenda við Listaháskólann auknar fjárhagsáhyggjur vegna COVID-19, að litlu, einhverju eða mjög miklu leiti. Ég legg sérstaka áherslu á orðið auknar. Stærstur er síðastnefndi hópurinn en tæp 35% upplifa mjög mikla auknar fjárhagsáhyggjur. Það er því ekki að undra að hópur nemenda sem stóð í veikum sporum fyrir sé á á barmi uppgjafar og kalli á hjálp. Sálfræðilega hjálp. Ætlum við að rétt komast í gegnum þennan faraldur og líða illa á meðan og eftir að vegferðinni stendur? Eða ætlum við að nýta þessa stöðu til að horfa um öxl og setja fókus á grunnstoðina geðheilbrigði og góða líðan - og byggja þar ofan á? Líkt og áður var nefnt þá er ljóst að Listaháskólinn krefst mikilla umbóta umfram það sem hann sjálfur getur tekist á við og undirfjármögnun skólans krefst af augljósum ástæðum forgangsröðunar þess, enda sé hér um menntastofnun að ræða sem starfar með naumum stuðningi hins opinbera. Það gefur augaleið að skóli sem rétt nær að lifa af hefur einfaldlega ekki fjárhagslega burði einn og sér til þess að tryggja velferð nemenda sinna. Ég kalla því fyrir hönd samnemenda minna eftir samhentu framtaki yfirvalda og Listaháskólans við það að tryggja velferð nemenda sinna og bjóða upp á aðgengi að sálfræðiþjónustu innan veggja skólans. Árið er 2020. Framþróun innan íslensks háskólakerfis hefur verið gríðarleg síðustu áratugi. Sömuleiðis hefur íslenskt samfélag vaknað til vitundar um geðræn vandamál og andleg veikindi. Er ekki komin tími til að tryggja vellíðan allra háskólanema og veita þeim raunhæf verkfæri til að takast á við þær andlegu hindranir sem þeir kljást við? Höfundur er formaður Nemendaráðs Listaháskóla Íslands og verðandi alþjóðafulltrúi Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). Greinin er hluti af herferð LÍS, Geðveikt álag. Skrifaðu undir ákall samtakanna hér: https://www.change.org/gedheilbrigdi.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun