Umhverfisráðherra ekki grænn, heldur rauður! Ole Anton Bieltvedt skrifar 3. apríl 2020 10:00 Í september 2019 ritaði Fagráð um velferð dýra - en yfirdýralæknir er formaður ráðsins - Umhverfisstofnun bréf, varðandi framtíð hreindýraveiða, og beindi þeim tilmælum til stofnunarinnar og þar með til umhverfisráðherra, „að kýr verði ekki skotnar frá kálfum yngri en þriggja mánaða“. Fram til þessa hafði umhverfisráðherra leyft veiðar á hreindýrakúm frá 1. júlí, en þá eru yngstu kálfar rétt 8 vikna og standa ekki meira en svo í fæturna, eins og mörgum er kunnugt. Flestum - alla vega öllum dýra- og náttúruvinum - ofbýður þetta, og hefði mátt ætla, að umhverfisráðherra væri í þeim hópi, enda nú varaformaður Vinstri grænna, sem auðvitað þykjast vera græn, þó að lítið hafi farið fyrir því, þrátt fyrir stjórnarsetu og -forustu nú í tvö og hálft ár. Þann 19. febrúar sl. birtist svo á vefsíðu umhverfisráðuneytisins auglýsing um hreindýraveiðar árið 2020. Þessi auglýsing sýnir, því miður, að veiðimenn hafa haft betri aðgang að umhverfisráðherra, en Fagráð um velferð dýra og yfirdýralæknir, eða þá, að samkennd ráðherra með þeim og þeirra veiðigleði er meiri, en samkennd hans með saklausum og varnarlausum dýrum, hverra velferð honum er þó skylt að bera fyrir brjósti. Fram hefur komið, að umhverfisráðherra kann að meta jarðveginn og landið, sem í sjálfu sér er af hinu góða, svo langt sem það nær, en skilning virðist skorta hjá honum fyrir því, að landið og lífríkið á því mynda eina heild. Augljóst er af þessari afgreiðslu hreindýraveiða 2020, þar sem veiðitímar eru óbreyttir, og hreindýrakýr verða áfram skotnar með og frá 8 vikna gömlum kálfum þeirra, að dýravernd og dýravelferð veldur umhverfis-ráðherra ekki vökunóttum. Umhverfisráðherra fylgir veiðimönnum í einu og öllu í ákvörðun sinni um hreindýraveiðar 2020, nema, hvað hann reynir sýnilega, að réttlæta lítillega gjörðir sínar með því, að „hvetja veiðimenn eindregið“ til þess að veita kúm með kálfa grið í 2 vikur, með því að einbeita þá drápinu að geldum kúm. Góðir og virkir stjórnunarhættir það, til manna, sem hafa engar tilfinningar fyrir dýrunum - kálfum eða kúm -, en, ef svo væri, lægju þeir ekki í því, að murka úr þeim lífið, að gamni sínu. Í ágúst í fyrra birtist grein í Fréttablaðinu með fyrirsögninni „Rómantískt að veiða saman“. Gekk hún út á dráp hjóna úr Reykjavík á tveimur hreindýrum, sem þau felldu saman, sér til skemmtunar og gleði og greinilega til að auka rómantíkina í hjónabandinu. Ætli svona veiðimenn, sem líka fara dýrum dómum alla leið til Afríku til þess að murka líftóruna úr saklausum villtum dýrum þar, sér til lífsfyllingar og gleðiauka, og aðrir, sem eru skyldir þeim í tilfinningalífi sínu og sama sinnis, geri mikið með „eindregna hvatningu“ umhverfisráðherra? Það mætti líkja þessu við það, að ökumenn væru „eindregið hvattir“ til að aka á hóflegum hraða í þéttbýli, í stað þess að setja skýrar reglur um hraða þar, sem auðvitað er gert. Því miður liggur það fyrir, eftir að umhverfisráðherra hefur gegnt starfi sínu í tvö og hálft ár, að hvergi er hægt að sjá merki þess, að hann hafir gert eitt eða neitt fyrir vernd eða velferð dýra í landinu. Á þó slíkt að vera á stefnuskrá VG, en það virðist grafið og gleymt ásamt með hvalavernd og ýmsu öðru, sem flokkurinn segist standa fyrir. Eitt er það, að umhverfisráðherra hunzi afstöðu og tilmæli okkar Jarðarvina og annarra náttúruverndarsinna og virði vernd dýranna og baráttu okkar fyrir velferð þeirra að vettugi, annað og verra er, að hann skulir taka óheftan veiðvilja veiðimanna - líka innan Umhverfisstofnunar, en þar eru þeir enn með rík ítök, það sama gildir um Nátúrustofu Austurlands, sem er miðstöð fjárflæðis af drápi dýranna, í allar áttir austur þar, sem nemur hundruð milljóna á ári – fram yfir tilmæli Fagráðs um velferð dýra. Fyrir undirrituðum er þetta alvarlegt, illskiljanlegt og óviðunandi. Það er öllum dýravinum mikil vonbrigði, hversu huglaus og dáðlaus umhverfisráðherra hefur reynzt í dýraverndarmálum, þrátt fyrir stórar skyldur og yfirlýsta dýraverndarstefnu VG. Hvernig skyldu kjósendum VG líka þetta? Skyldi formaðurinn vera stoltur? Það er illt, að bregðast öðrum, en kannske enn verra að bregðast sjálfum sér. Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skotveiði Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Í september 2019 ritaði Fagráð um velferð dýra - en yfirdýralæknir er formaður ráðsins - Umhverfisstofnun bréf, varðandi framtíð hreindýraveiða, og beindi þeim tilmælum til stofnunarinnar og þar með til umhverfisráðherra, „að kýr verði ekki skotnar frá kálfum yngri en þriggja mánaða“. Fram til þessa hafði umhverfisráðherra leyft veiðar á hreindýrakúm frá 1. júlí, en þá eru yngstu kálfar rétt 8 vikna og standa ekki meira en svo í fæturna, eins og mörgum er kunnugt. Flestum - alla vega öllum dýra- og náttúruvinum - ofbýður þetta, og hefði mátt ætla, að umhverfisráðherra væri í þeim hópi, enda nú varaformaður Vinstri grænna, sem auðvitað þykjast vera græn, þó að lítið hafi farið fyrir því, þrátt fyrir stjórnarsetu og -forustu nú í tvö og hálft ár. Þann 19. febrúar sl. birtist svo á vefsíðu umhverfisráðuneytisins auglýsing um hreindýraveiðar árið 2020. Þessi auglýsing sýnir, því miður, að veiðimenn hafa haft betri aðgang að umhverfisráðherra, en Fagráð um velferð dýra og yfirdýralæknir, eða þá, að samkennd ráðherra með þeim og þeirra veiðigleði er meiri, en samkennd hans með saklausum og varnarlausum dýrum, hverra velferð honum er þó skylt að bera fyrir brjósti. Fram hefur komið, að umhverfisráðherra kann að meta jarðveginn og landið, sem í sjálfu sér er af hinu góða, svo langt sem það nær, en skilning virðist skorta hjá honum fyrir því, að landið og lífríkið á því mynda eina heild. Augljóst er af þessari afgreiðslu hreindýraveiða 2020, þar sem veiðitímar eru óbreyttir, og hreindýrakýr verða áfram skotnar með og frá 8 vikna gömlum kálfum þeirra, að dýravernd og dýravelferð veldur umhverfis-ráðherra ekki vökunóttum. Umhverfisráðherra fylgir veiðimönnum í einu og öllu í ákvörðun sinni um hreindýraveiðar 2020, nema, hvað hann reynir sýnilega, að réttlæta lítillega gjörðir sínar með því, að „hvetja veiðimenn eindregið“ til þess að veita kúm með kálfa grið í 2 vikur, með því að einbeita þá drápinu að geldum kúm. Góðir og virkir stjórnunarhættir það, til manna, sem hafa engar tilfinningar fyrir dýrunum - kálfum eða kúm -, en, ef svo væri, lægju þeir ekki í því, að murka úr þeim lífið, að gamni sínu. Í ágúst í fyrra birtist grein í Fréttablaðinu með fyrirsögninni „Rómantískt að veiða saman“. Gekk hún út á dráp hjóna úr Reykjavík á tveimur hreindýrum, sem þau felldu saman, sér til skemmtunar og gleði og greinilega til að auka rómantíkina í hjónabandinu. Ætli svona veiðimenn, sem líka fara dýrum dómum alla leið til Afríku til þess að murka líftóruna úr saklausum villtum dýrum þar, sér til lífsfyllingar og gleðiauka, og aðrir, sem eru skyldir þeim í tilfinningalífi sínu og sama sinnis, geri mikið með „eindregna hvatningu“ umhverfisráðherra? Það mætti líkja þessu við það, að ökumenn væru „eindregið hvattir“ til að aka á hóflegum hraða í þéttbýli, í stað þess að setja skýrar reglur um hraða þar, sem auðvitað er gert. Því miður liggur það fyrir, eftir að umhverfisráðherra hefur gegnt starfi sínu í tvö og hálft ár, að hvergi er hægt að sjá merki þess, að hann hafir gert eitt eða neitt fyrir vernd eða velferð dýra í landinu. Á þó slíkt að vera á stefnuskrá VG, en það virðist grafið og gleymt ásamt með hvalavernd og ýmsu öðru, sem flokkurinn segist standa fyrir. Eitt er það, að umhverfisráðherra hunzi afstöðu og tilmæli okkar Jarðarvina og annarra náttúruverndarsinna og virði vernd dýranna og baráttu okkar fyrir velferð þeirra að vettugi, annað og verra er, að hann skulir taka óheftan veiðvilja veiðimanna - líka innan Umhverfisstofnunar, en þar eru þeir enn með rík ítök, það sama gildir um Nátúrustofu Austurlands, sem er miðstöð fjárflæðis af drápi dýranna, í allar áttir austur þar, sem nemur hundruð milljóna á ári – fram yfir tilmæli Fagráðs um velferð dýra. Fyrir undirrituðum er þetta alvarlegt, illskiljanlegt og óviðunandi. Það er öllum dýravinum mikil vonbrigði, hversu huglaus og dáðlaus umhverfisráðherra hefur reynzt í dýraverndarmálum, þrátt fyrir stórar skyldur og yfirlýsta dýraverndarstefnu VG. Hvernig skyldu kjósendum VG líka þetta? Skyldi formaðurinn vera stoltur? Það er illt, að bregðast öðrum, en kannske enn verra að bregðast sjálfum sér. Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun