Dagur hjúkrunar – takk hjúkrunarfræðingar Guðný Friðriksdóttir skrifar 12. maí 2020 08:00 Í dag, 12. maí höldum við upp á Alþjóðlegan dag hjúkrunar, en þá fögnum við og beinum ljósinu að óeigingjörnu starfi hjúkrunarfræðinga um allan heim. Þema ársins í ár er „A Voice to Lead – Nursing the World to Health“ sem gæti útlagst „leiðandi í að efla heilsu fólks.“ Sennilega hefur starf hjúkrunarfræðinga aldrei verið eins mikið í brennidepli og um þessar mundir á tímum COVID-19 og þetta þema mjög viðeigandi. Þrátt fyrir gríðarlegt álag hefur einurð hjúkrunarfræðinga, menntun og hæfni gert þeim kleift að takast á við ótrúlegar áskoranir í nýjum veruleika. Hjúkrunarfræðingar, líkt og aðrir heilbrigðis- og umönnunaraðilar, hafa tekist á við óvissuna um veiruna og sinnt starfi sínu með umhyggju og fagmennsku að leiðarljósi þrátt fyrir þá hættu sem þeir gætu lagt bæði sig og fjölskyldur sínar í. Starfið hefur í kjölfarið fengið meiri athygli og faglegt mikilvægi þess komið enn betur í ljós. Þá má búast við að framlag hjúkrunarfræðinga í heilbrigðisumræðunni eftir COVID-19 verði mikilvægt, en sú reynsla sem hefur áunnist kallar eflaust fram nýjar hugmyndir og verklag þar sem sérkunnátta hjúkrunarfræðinga mun vega mikið. Í skýrslu sem heilbrigðisráðuneytið gaf út í apríl á þessu ári (Tillögur til fjölgunar útskrifaðra hjúkrunarfræðinga, apríl 2020) kom fram að nýta þurfi mun betur þekkingu og færni hjúkrunarfræðinga í heilbrigðisþjónustunni en nú er gert. Rannsóknir hafi sýnt að fjöldi hjúkrunarfræðinga og bætt mönnun í hjúkrun hafi bein áhrif á gæði heilbrigðisþjónustu og afdrif sjúklinga. Starfsframlag hjúkrunarfræðinga í COVID-19 faraldrinum hafi undirstrikað mikilvægi og fjölhæfni hjúkrunarfræðinga og hversu vel þekking þeirra nýtist á öllum stigum heilbrigðisþjónustunnar og því sé nauðsynlegt að fjölga útskrifuðum hjúkrunarfræðingum umtalsvert. Samkvæmt sömu skýrslu kemur fram að árið 2019 hafi 59 hjúkrunarfræðinemar frá HÍ og 56 hjúkrunarfræðinemar frá HA útskrifast, en einnig að færri hafi komist að en viljað vegna aðgangstakmarkana.* Þetta gefur von um að tækifæri séu til staðar fyrir öflugri mönnun í stéttinni. En viðhorfsbreytingar þurfa að eiga sér stað í samfélaginu og aðgerða er þörf til að námið og starfið verði eftirsóknarverðara, hvað þá að hjúkrunarfræðingar haldist í starfi eftir útskrift. Vitað er að fyrir löngu er kominn tími til að bæta laun hjúkrunarfræðinga og starfsskilyrði þeirra. Öryggi heilbrigðiskerfisins okkar er háð því að hjúkrunarfræðingar og störf fleiri aðila innan heilbrigðis- og umönnunarstéttarinnar njóti sannmælis og verði metin að verðleikum. Það verður að tryggja að þeir njóti góðs af þjálfun sinni og þeirri stöðugu framþróun í menntun sem þeir afla sér til að efla hæfni sína og styrkja hlutverk sitt. Sífellt meiri sérhæfing og aukin ábyrgð hjúkrunarfræðinga verður að vera tekin með í reikninginn í allri umræðu um starfið, fyrir öflugara heilbrigðiskerfi til langframa. Við förum inn í sumarið full þakklætis til heilbrigðis- og umönnunaraðila fyrir þeirra þrotlausa og óeigingjarna starf á óvissutímum og fyrir að standa vaktina svo aðrir geti verið rólegri. Ég óska þess að þetta þakklæti sem við upplifum í dag verði ofarlega í huga í núverandi kjaraviðræðum, nú þegar öldurnar lægir og við byggjum okkur upp í kjölfar COVID-19. Á Degi hjúkrunar óska ég öllum hjúkrunarfræðingum til hamingju með daginn. Takk fyrir að hafa helgað ykkur þessu starfi, fyrir vandaða og faglega umönnun undir sífellt meiri þrýstingi. Takk kærlega. Höfundur er framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í dag, 12. maí höldum við upp á Alþjóðlegan dag hjúkrunar, en þá fögnum við og beinum ljósinu að óeigingjörnu starfi hjúkrunarfræðinga um allan heim. Þema ársins í ár er „A Voice to Lead – Nursing the World to Health“ sem gæti útlagst „leiðandi í að efla heilsu fólks.“ Sennilega hefur starf hjúkrunarfræðinga aldrei verið eins mikið í brennidepli og um þessar mundir á tímum COVID-19 og þetta þema mjög viðeigandi. Þrátt fyrir gríðarlegt álag hefur einurð hjúkrunarfræðinga, menntun og hæfni gert þeim kleift að takast á við ótrúlegar áskoranir í nýjum veruleika. Hjúkrunarfræðingar, líkt og aðrir heilbrigðis- og umönnunaraðilar, hafa tekist á við óvissuna um veiruna og sinnt starfi sínu með umhyggju og fagmennsku að leiðarljósi þrátt fyrir þá hættu sem þeir gætu lagt bæði sig og fjölskyldur sínar í. Starfið hefur í kjölfarið fengið meiri athygli og faglegt mikilvægi þess komið enn betur í ljós. Þá má búast við að framlag hjúkrunarfræðinga í heilbrigðisumræðunni eftir COVID-19 verði mikilvægt, en sú reynsla sem hefur áunnist kallar eflaust fram nýjar hugmyndir og verklag þar sem sérkunnátta hjúkrunarfræðinga mun vega mikið. Í skýrslu sem heilbrigðisráðuneytið gaf út í apríl á þessu ári (Tillögur til fjölgunar útskrifaðra hjúkrunarfræðinga, apríl 2020) kom fram að nýta þurfi mun betur þekkingu og færni hjúkrunarfræðinga í heilbrigðisþjónustunni en nú er gert. Rannsóknir hafi sýnt að fjöldi hjúkrunarfræðinga og bætt mönnun í hjúkrun hafi bein áhrif á gæði heilbrigðisþjónustu og afdrif sjúklinga. Starfsframlag hjúkrunarfræðinga í COVID-19 faraldrinum hafi undirstrikað mikilvægi og fjölhæfni hjúkrunarfræðinga og hversu vel þekking þeirra nýtist á öllum stigum heilbrigðisþjónustunnar og því sé nauðsynlegt að fjölga útskrifuðum hjúkrunarfræðingum umtalsvert. Samkvæmt sömu skýrslu kemur fram að árið 2019 hafi 59 hjúkrunarfræðinemar frá HÍ og 56 hjúkrunarfræðinemar frá HA útskrifast, en einnig að færri hafi komist að en viljað vegna aðgangstakmarkana.* Þetta gefur von um að tækifæri séu til staðar fyrir öflugri mönnun í stéttinni. En viðhorfsbreytingar þurfa að eiga sér stað í samfélaginu og aðgerða er þörf til að námið og starfið verði eftirsóknarverðara, hvað þá að hjúkrunarfræðingar haldist í starfi eftir útskrift. Vitað er að fyrir löngu er kominn tími til að bæta laun hjúkrunarfræðinga og starfsskilyrði þeirra. Öryggi heilbrigðiskerfisins okkar er háð því að hjúkrunarfræðingar og störf fleiri aðila innan heilbrigðis- og umönnunarstéttarinnar njóti sannmælis og verði metin að verðleikum. Það verður að tryggja að þeir njóti góðs af þjálfun sinni og þeirri stöðugu framþróun í menntun sem þeir afla sér til að efla hæfni sína og styrkja hlutverk sitt. Sífellt meiri sérhæfing og aukin ábyrgð hjúkrunarfræðinga verður að vera tekin með í reikninginn í allri umræðu um starfið, fyrir öflugara heilbrigðiskerfi til langframa. Við förum inn í sumarið full þakklætis til heilbrigðis- og umönnunaraðila fyrir þeirra þrotlausa og óeigingjarna starf á óvissutímum og fyrir að standa vaktina svo aðrir geti verið rólegri. Ég óska þess að þetta þakklæti sem við upplifum í dag verði ofarlega í huga í núverandi kjaraviðræðum, nú þegar öldurnar lægir og við byggjum okkur upp í kjölfar COVID-19. Á Degi hjúkrunar óska ég öllum hjúkrunarfræðingum til hamingju með daginn. Takk fyrir að hafa helgað ykkur þessu starfi, fyrir vandaða og faglega umönnun undir sífellt meiri þrýstingi. Takk kærlega. Höfundur er framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN).
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun