Jordan táraðist í lokin á þætti sjö af „The Last Dance“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2020 11:00 Michael Jordan gaf engan afslátt hvorki af frammistöðu sinni eða af því að pressa á frammistöðu liðsfélaga sinna hjá Chicago Bulls. Vísir/Getty Það er erfitt að finna meiri keppnismann en Michael Jordan sem var líka örugglega duglegri en flestir ef ekki allir að finna sér eitthvað til að sanna í hverjum leik. Menn urðu nefnilega að passa sig að gefa ekki Jordan tækifæri til að herja á þá næst og það var hreinlega stórhættulegt að skjóta á Jordan því það var eins og olía á eldinn. Þetta hefur komið vel fram í „The Last Dance“ þáttunum. Sömuleiðis hafa allir séð að það var ekki aðeins erfitt að spila á móti Michael Jordan því það var líka erfitt að spila með honum í liði. Farið var vel yfir þann hluta í öðrum þætti helgarinnar og þar höfðu liðsfélagar Jordan ýmislegt að segja. Hann sjálfur sagði líka sína hlið. Lokasenan í þætti sjö verður eflaust ein af þeim sem verður mest spiluð af senunum í þessari heimildarmyndarröð. Við erum að tala um að þar er Michael Jordan að tala um það hvernig hann hegðaði sér gagnvart liðsfélögum sínum og hvernig hann óttast að fólk taki því að sjá hann á bakinu á þeim. ICYMI: The end of Episode 7. WOW. ?? #TheLastDancepic.twitter.com/N3c5lN0mLI— SportsCenter (@SportsCenter) May 11, 2020 „Þegar fólk sér þetta þá heldur það kannski að ég hafi verið harðstjóri. Það er bara þeirra sýn og þau hafa aldrei unnið neitt. Ég vildi vinna en ég vildi líka að þeir myndu vinna og að þeir tækju þátt í þessu með mér,“ sagði Michael Jordan. „Ég þarf ekki að gera þetta en ég geri þetta því ég vil ekki fara í felur með það hver ég er í raun og veru. Svona spilaði ég leikinn og þannig var mitt hugarfar. Ef þú vilt ekki spila þannig þá skaltu sleppa því að spila þannig,“ sagði Jordan áður en hann bað um pásu enda farinn að berjast við tárin. Leikstjórinn Jason Hehir endaði sjöunda þáttinn á þessu atriði sem er mjög áhrifaríkt eins og sjá má hér fyrir ofan. NBA Bíó og sjónvarp Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
Það er erfitt að finna meiri keppnismann en Michael Jordan sem var líka örugglega duglegri en flestir ef ekki allir að finna sér eitthvað til að sanna í hverjum leik. Menn urðu nefnilega að passa sig að gefa ekki Jordan tækifæri til að herja á þá næst og það var hreinlega stórhættulegt að skjóta á Jordan því það var eins og olía á eldinn. Þetta hefur komið vel fram í „The Last Dance“ þáttunum. Sömuleiðis hafa allir séð að það var ekki aðeins erfitt að spila á móti Michael Jordan því það var líka erfitt að spila með honum í liði. Farið var vel yfir þann hluta í öðrum þætti helgarinnar og þar höfðu liðsfélagar Jordan ýmislegt að segja. Hann sjálfur sagði líka sína hlið. Lokasenan í þætti sjö verður eflaust ein af þeim sem verður mest spiluð af senunum í þessari heimildarmyndarröð. Við erum að tala um að þar er Michael Jordan að tala um það hvernig hann hegðaði sér gagnvart liðsfélögum sínum og hvernig hann óttast að fólk taki því að sjá hann á bakinu á þeim. ICYMI: The end of Episode 7. WOW. ?? #TheLastDancepic.twitter.com/N3c5lN0mLI— SportsCenter (@SportsCenter) May 11, 2020 „Þegar fólk sér þetta þá heldur það kannski að ég hafi verið harðstjóri. Það er bara þeirra sýn og þau hafa aldrei unnið neitt. Ég vildi vinna en ég vildi líka að þeir myndu vinna og að þeir tækju þátt í þessu með mér,“ sagði Michael Jordan. „Ég þarf ekki að gera þetta en ég geri þetta því ég vil ekki fara í felur með það hver ég er í raun og veru. Svona spilaði ég leikinn og þannig var mitt hugarfar. Ef þú vilt ekki spila þannig þá skaltu sleppa því að spila þannig,“ sagði Jordan áður en hann bað um pásu enda farinn að berjast við tárin. Leikstjórinn Jason Hehir endaði sjöunda þáttinn á þessu atriði sem er mjög áhrifaríkt eins og sjá má hér fyrir ofan.
NBA Bíó og sjónvarp Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira