Þyrla og varðskip kölluð út vegna báts sem svaraði ekki kalli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. maí 2020 13:32 Þyrla LHG og varðskipið Týr svöruðu kallinu. Mynd/Landhelgisgæslan Þyrla Landhelgisgæslunnar, áhöfnin á varðskipinu Tý og sjóbjörgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út í hádeginu vegna báts sem datt úr sjálfvirkri tilkynningarskyldu og svaraði ekki kalli stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Þar segir að þegar merki frá bátnum hætti að berast stjórnstöð Landhelgisgæslunnar var þegar stað hafist handa við að ná sambandi við bátinn auk skipa í grenndinni en án árangurs. Báturinn var staddur um þrjár sjómílur vestur af Stafnesi þegar síðast var vitað um hann. Einn var um borð. Þegar tilraunir til að komast í samband við bátinn báru engan árangur var ákveðið að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar, áhöfnina á varðskipinu Tý auk sjóbjörgunarsveita frá Sandgerði. Þyrlan tók á loft frá Reykjavík klukkan 12:20 en skömmu síðar náðist samband við línubátinn Bergvík, sem var í grenndinni, í gegnum farsíma. Þá kom í ljós að báturinn sem saknað var hafði orðið rafmagnslaus og gat skipverjinn ekki komið vélinni í gang. Um það leyti sem línubáturinn Bergvík kom að náðist að koma vél bátsins í gang. Hann heldur nú til hafnar í fylgd Bergvíkur. Að auki siglir bátur frá björgunarsveitinni í Sandgerði á móti til að gæta fyllsta öryggis. Landhelgisgæslan leggur ríka áherslu á að sjófarendur sinni hlutvörslu á rás 16 sem getur reynst lífsnauðsynleg í neyð, að því er segir í tilkynningu gæslunnar. Landhelgisgæslan Sjávarútvegur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar, áhöfnin á varðskipinu Tý og sjóbjörgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út í hádeginu vegna báts sem datt úr sjálfvirkri tilkynningarskyldu og svaraði ekki kalli stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Þar segir að þegar merki frá bátnum hætti að berast stjórnstöð Landhelgisgæslunnar var þegar stað hafist handa við að ná sambandi við bátinn auk skipa í grenndinni en án árangurs. Báturinn var staddur um þrjár sjómílur vestur af Stafnesi þegar síðast var vitað um hann. Einn var um borð. Þegar tilraunir til að komast í samband við bátinn báru engan árangur var ákveðið að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar, áhöfnina á varðskipinu Tý auk sjóbjörgunarsveita frá Sandgerði. Þyrlan tók á loft frá Reykjavík klukkan 12:20 en skömmu síðar náðist samband við línubátinn Bergvík, sem var í grenndinni, í gegnum farsíma. Þá kom í ljós að báturinn sem saknað var hafði orðið rafmagnslaus og gat skipverjinn ekki komið vélinni í gang. Um það leyti sem línubáturinn Bergvík kom að náðist að koma vél bátsins í gang. Hann heldur nú til hafnar í fylgd Bergvíkur. Að auki siglir bátur frá björgunarsveitinni í Sandgerði á móti til að gæta fyllsta öryggis. Landhelgisgæslan leggur ríka áherslu á að sjófarendur sinni hlutvörslu á rás 16 sem getur reynst lífsnauðsynleg í neyð, að því er segir í tilkynningu gæslunnar.
Landhelgisgæslan Sjávarútvegur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira