Samherji endurgreiðir ríkinu hlutabætur Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2020 20:32 Starfsmenn í vinnslu á Akureyri og Dalvík voru tímabundið í hálfu starfi vegna sóttvarnaráðstafana í faraldrinum. Samherji ætlar að endurgreiða ríkinu hlutabætur sem þeir fengu þar sem reksturinn gekk betur en útlit var fyrir. Vísir/Egill Stjórnendur Samherja Íslands og Útgerðarfélag Akureyringa hafa ákveðið að endurgreiða ríkinu hlutabætur sem það greiddi starfsmönnum. Félög Samherja muni í staðinn sjálf bera allan kostnað af skertu starfshlutfalli starfsmanna sinna. Í tilkynningu frá Samherja sem á bæði félögin kemur fram að þegar hafi verið gripið til ráðstafana til þess að endurgreiða ríkissjóða hlutabæturnar sem starfsmönnum í skertu starfshlutfalli vegna kórónuveirufaraldursins voru greiddar. Starfsmenn í vinnslu á Akureyri og Dalvík voru um tíma í 50% starfshlutfalli eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst og gripið var til sóttvarnaráðstafana til að hefta útbreiðslu hans. Stjórnendur Samherja töldu sjálfsagt að nýta hlutastarfaleið stjórnvalda þegar fyrirtæki voru hvött til að nýta sér hana frekar en að segja fólki upp störfum. Að sama skapi hafi stjórnendur talið eðlilegt að bera sjálf kostnaðinn af röskun á starfseminni þegar ljóst var að reksturinn gekk betur en útlit var fyrir í upphafi faraldursins. Ýmis fyrirtæki hafa undanfarið greint frá því að þau ætli að endurgreiða ríkissjóði hlutabætur sem starfsmönnum þeirra voru greidd. Sum þeirra höfðu sætt gagnrýni fyrir að greiða eigendum sínum arð eða kaupa upp eigin hlutabréf á sama tíma og þau nutu aðstoðar ríkisins í faraldrinum. Þannig hafa fyrirtæki eins og Festi og Össur sagst ætla að endurgreiða hlutabæturnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Persónuverndarlög stoppa ekki birtingu fyrirtækjalistans Þetta er mat Persónuverndar, sem þó undirstrikar að hún sker ekki úr um lögmæti birtingarinnar sem stofnunin telur að fari eftir upplýsingalögum. 13. maí 2020 11:40 Festi hefur haft samband við Vinnumálastofnun vegna endurgreiðslu hlutabótaleiðarinnar Eignarhaldsfélagið Festi hefur haft samband við Vinnumálastofnun með það að markmiði að endurgreiða þá upphæð sem fyrirtækið sparaði sér með aðgerðunum. 12. maí 2020 18:55 Össur endurgreiðir Vinnumálastofnun Össur hf. hefur tekið ákvörðun um að endurgreiða Vinnumálastofnun það fé sem runnið hefur til 165 starfsmanna félagsins á meðan þeir voru í hlutastarfi vegna COVID-19 faraldursins og hætta að nota úrræðið hér á landi. 12. maí 2020 16:16 KS endurgreiðir sautján milljóna hlutabótagreiðslu Kjötvinnslan Esja Gæðafæði ehf. í Reykjavík, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, mun endurgreiða u.þ.b. 17 milljónir króna sem fyrirtækið fékk frá Vinnumálastofnun í hlutabótagreiðslur. 11. maí 2020 15:49 Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Stjórnendur Samherja Íslands og Útgerðarfélag Akureyringa hafa ákveðið að endurgreiða ríkinu hlutabætur sem það greiddi starfsmönnum. Félög Samherja muni í staðinn sjálf bera allan kostnað af skertu starfshlutfalli starfsmanna sinna. Í tilkynningu frá Samherja sem á bæði félögin kemur fram að þegar hafi verið gripið til ráðstafana til þess að endurgreiða ríkissjóða hlutabæturnar sem starfsmönnum í skertu starfshlutfalli vegna kórónuveirufaraldursins voru greiddar. Starfsmenn í vinnslu á Akureyri og Dalvík voru um tíma í 50% starfshlutfalli eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst og gripið var til sóttvarnaráðstafana til að hefta útbreiðslu hans. Stjórnendur Samherja töldu sjálfsagt að nýta hlutastarfaleið stjórnvalda þegar fyrirtæki voru hvött til að nýta sér hana frekar en að segja fólki upp störfum. Að sama skapi hafi stjórnendur talið eðlilegt að bera sjálf kostnaðinn af röskun á starfseminni þegar ljóst var að reksturinn gekk betur en útlit var fyrir í upphafi faraldursins. Ýmis fyrirtæki hafa undanfarið greint frá því að þau ætli að endurgreiða ríkissjóði hlutabætur sem starfsmönnum þeirra voru greidd. Sum þeirra höfðu sætt gagnrýni fyrir að greiða eigendum sínum arð eða kaupa upp eigin hlutabréf á sama tíma og þau nutu aðstoðar ríkisins í faraldrinum. Þannig hafa fyrirtæki eins og Festi og Össur sagst ætla að endurgreiða hlutabæturnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Persónuverndarlög stoppa ekki birtingu fyrirtækjalistans Þetta er mat Persónuverndar, sem þó undirstrikar að hún sker ekki úr um lögmæti birtingarinnar sem stofnunin telur að fari eftir upplýsingalögum. 13. maí 2020 11:40 Festi hefur haft samband við Vinnumálastofnun vegna endurgreiðslu hlutabótaleiðarinnar Eignarhaldsfélagið Festi hefur haft samband við Vinnumálastofnun með það að markmiði að endurgreiða þá upphæð sem fyrirtækið sparaði sér með aðgerðunum. 12. maí 2020 18:55 Össur endurgreiðir Vinnumálastofnun Össur hf. hefur tekið ákvörðun um að endurgreiða Vinnumálastofnun það fé sem runnið hefur til 165 starfsmanna félagsins á meðan þeir voru í hlutastarfi vegna COVID-19 faraldursins og hætta að nota úrræðið hér á landi. 12. maí 2020 16:16 KS endurgreiðir sautján milljóna hlutabótagreiðslu Kjötvinnslan Esja Gæðafæði ehf. í Reykjavík, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, mun endurgreiða u.þ.b. 17 milljónir króna sem fyrirtækið fékk frá Vinnumálastofnun í hlutabótagreiðslur. 11. maí 2020 15:49 Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Persónuverndarlög stoppa ekki birtingu fyrirtækjalistans Þetta er mat Persónuverndar, sem þó undirstrikar að hún sker ekki úr um lögmæti birtingarinnar sem stofnunin telur að fari eftir upplýsingalögum. 13. maí 2020 11:40
Festi hefur haft samband við Vinnumálastofnun vegna endurgreiðslu hlutabótaleiðarinnar Eignarhaldsfélagið Festi hefur haft samband við Vinnumálastofnun með það að markmiði að endurgreiða þá upphæð sem fyrirtækið sparaði sér með aðgerðunum. 12. maí 2020 18:55
Össur endurgreiðir Vinnumálastofnun Össur hf. hefur tekið ákvörðun um að endurgreiða Vinnumálastofnun það fé sem runnið hefur til 165 starfsmanna félagsins á meðan þeir voru í hlutastarfi vegna COVID-19 faraldursins og hætta að nota úrræðið hér á landi. 12. maí 2020 16:16
KS endurgreiðir sautján milljóna hlutabótagreiðslu Kjötvinnslan Esja Gæðafæði ehf. í Reykjavík, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, mun endurgreiða u.þ.b. 17 milljónir króna sem fyrirtækið fékk frá Vinnumálastofnun í hlutabótagreiðslur. 11. maí 2020 15:49